Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hreiðar Már leystur úr haldi

Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Kaupþings, er laus úr haldi. Hann var dæmd­ur í fimm og hálfs árs fang­elsi fyr­ir rúmu ári síð­an, en er kom­inn á áfanga­heim­ili.

Hreiðar Már leystur úr haldi

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, hefur verið leystur úr haldi af Kvíabryggju, eftir að hafa afplánað 13 og hálfan mánuð af fimm og hálfs árs fangelsisdómi.

Hann mætti á áfangaheimilið Vernd rétt í þessu. Þar hefur hann fullt ferðafrelsi á daginn, en þarf að gista á áfangaheimilinu.

Auk Hreiðars Más var Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, leyst úr haldi í dag. Hún var dæmd í 18 mánaða fangelsi vegna Ímon-málsins og hóf afplánun um miðjan febrúar.

Laus vegna lagabreytingar

Ástæða þess að Hreiðar Már losnar eftir aðeins 13 mánuði er lagabreyting sem samþykkt var á Alþingi í mars. Samkvæmt henni lengist tími sem fangar eru undir rafrænu eftirliti og eiginleg fangelsisvist styttist. Í stað þess að fangar fengju tvo og hálfan dag á mánuði í rafrænu eftirliti fá þeir fimm daga í mánuði. 

Hreiðar Már kemur á Vernd
Hreiðar Már kemur á Vernd Eftir að hafa afplánað rúmlega 13 mánuði af fimm og hálfs árs fangelsisdómi fyrir markaðsmisnotkun er Hreiðar Már Sigurðsson laus úr haldi. Hér sést hann koma á áfangaheimilið Vernd upp úr klukkan fimm í dag.

Hreiðar Már var dæmdur í febrúar í fyrra, ásamt Ólafi Ólafssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni. Þeir þrír síðarnefndu voru leystir úr haldi 7. apríl og hafa notið frelsis á daginn síðan. Brot þeirra var viðskiptaflétta sem snerist um að veita sjeik Al Thani lán á laun fyrir kaupum á 5 prósenta hlut í Kaupþingi til að gefa til kynna betri stöðu bankans en raun var. Um sýndarviðskipti var að ræða. 

Hreiðar Már á enn óleyst mál í dómskerfinu. Bæði stóra markaðsmisnotkunarmál Kaupþings og svokallað Chesterfield-mál eru væntanleg fyrir Hæstarétt.

Verði hann dæmdur gæti hann farið aftur til afplánunar á Kvíabryggju.

Elín Sigfúsdóttir
Elín Sigfúsdóttir Fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans kom á áfangaheimilið vernd skömmu fyrir kvöldmat.

Fangi af Vernd hótaði ofbeldi

Greint var frá því á dögunum að Sigurður Einarsson hefði hótað manni ofbeldi við 850 fermetra sumarbústað í Veiðilæk, sem var áður skráður eign Sigurðar. „Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig,“ sagði Sigurður við vegfaranda sem tók myndband af atvikinu.

Sigurður sjálfur sló Íslandsmet með gjaldþroti sínu 23. september í fyrra. Aðeins 0,02% fékkst upp í 254,4 milljarða króna kröfur á hendur honum. Ekki er ljóst hvaða erindi hann átti við sumarbústaðinn. Bústaðurinn er skráður eign félagsins Rhea ehf, sem er í eigu JABB á Íslandi ehf,  sem er í eigu JABB í Lúxemborg. Félagið hér hefur enga starfsemi og er skráð á sama stað og Rhea. Framkvæmdastjóri félaganna er Þorkell Guðjónsson hjá Virtus fyrirtækjaráðgjöf. Hann neitaði  að gefa upp raunverulegan eiganda bústaðarins. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar verður atvikið skoðað hjá fangelsismálayfirvöldum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár