Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hreiðar Már leystur úr haldi

Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Kaupþings, er laus úr haldi. Hann var dæmd­ur í fimm og hálfs árs fang­elsi fyr­ir rúmu ári síð­an, en er kom­inn á áfanga­heim­ili.

Hreiðar Már leystur úr haldi

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, hefur verið leystur úr haldi af Kvíabryggju, eftir að hafa afplánað 13 og hálfan mánuð af fimm og hálfs árs fangelsisdómi.

Hann mætti á áfangaheimilið Vernd rétt í þessu. Þar hefur hann fullt ferðafrelsi á daginn, en þarf að gista á áfangaheimilinu.

Auk Hreiðars Más var Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, leyst úr haldi í dag. Hún var dæmd í 18 mánaða fangelsi vegna Ímon-málsins og hóf afplánun um miðjan febrúar.

Laus vegna lagabreytingar

Ástæða þess að Hreiðar Már losnar eftir aðeins 13 mánuði er lagabreyting sem samþykkt var á Alþingi í mars. Samkvæmt henni lengist tími sem fangar eru undir rafrænu eftirliti og eiginleg fangelsisvist styttist. Í stað þess að fangar fengju tvo og hálfan dag á mánuði í rafrænu eftirliti fá þeir fimm daga í mánuði. 

Hreiðar Már kemur á Vernd
Hreiðar Már kemur á Vernd Eftir að hafa afplánað rúmlega 13 mánuði af fimm og hálfs árs fangelsisdómi fyrir markaðsmisnotkun er Hreiðar Már Sigurðsson laus úr haldi. Hér sést hann koma á áfangaheimilið Vernd upp úr klukkan fimm í dag.

Hreiðar Már var dæmdur í febrúar í fyrra, ásamt Ólafi Ólafssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni. Þeir þrír síðarnefndu voru leystir úr haldi 7. apríl og hafa notið frelsis á daginn síðan. Brot þeirra var viðskiptaflétta sem snerist um að veita sjeik Al Thani lán á laun fyrir kaupum á 5 prósenta hlut í Kaupþingi til að gefa til kynna betri stöðu bankans en raun var. Um sýndarviðskipti var að ræða. 

Hreiðar Már á enn óleyst mál í dómskerfinu. Bæði stóra markaðsmisnotkunarmál Kaupþings og svokallað Chesterfield-mál eru væntanleg fyrir Hæstarétt.

Verði hann dæmdur gæti hann farið aftur til afplánunar á Kvíabryggju.

Elín Sigfúsdóttir
Elín Sigfúsdóttir Fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans kom á áfangaheimilið vernd skömmu fyrir kvöldmat.

Fangi af Vernd hótaði ofbeldi

Greint var frá því á dögunum að Sigurður Einarsson hefði hótað manni ofbeldi við 850 fermetra sumarbústað í Veiðilæk, sem var áður skráður eign Sigurðar. „Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig,“ sagði Sigurður við vegfaranda sem tók myndband af atvikinu.

Sigurður sjálfur sló Íslandsmet með gjaldþroti sínu 23. september í fyrra. Aðeins 0,02% fékkst upp í 254,4 milljarða króna kröfur á hendur honum. Ekki er ljóst hvaða erindi hann átti við sumarbústaðinn. Bústaðurinn er skráður eign félagsins Rhea ehf, sem er í eigu JABB á Íslandi ehf,  sem er í eigu JABB í Lúxemborg. Félagið hér hefur enga starfsemi og er skráð á sama stað og Rhea. Framkvæmdastjóri félaganna er Þorkell Guðjónsson hjá Virtus fyrirtækjaráðgjöf. Hann neitaði  að gefa upp raunverulegan eiganda bústaðarins. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar verður atvikið skoðað hjá fangelsismálayfirvöldum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár