Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hótel í Skipholti rekið í leyfisleysi

Hót­el­ið Reykja­vík Hotel Center hef­ur ver­ið rek­ið án til­skildra leyfa í marga mán­uði. Ljóst er að þrátt fyr­ir að sýslu­mann­in­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sé kunn­ugt um ólög­lega starf­semi þá er hót­el­ið enn starf­andi.

Hótel í Skipholti rekið í leyfisleysi
Photoshop Á vefsíðu hins virta leiðsögubókaútgefanda Lonely Plant má finna þessa mynd af hótelinu. Nafn þesser bersýnilega sett inn eftir á.

Hótelið Reykjavík Hotel Center í Skipholti hefur verið rekið án tilskildra leyfa í marga mánuði, en samkvæmt heimasíðu hótelsins hófst rekstur þess þann 10. júní. Sigurður G. Hafstað, lögmaður hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í skriflegu svari til Stundarinnar. Ekkert rekstrarleyfi hefur verið veitt fyrir gistiheimilið að Skipholti 27. Þrátt fyrir það er hótelið með sérstaka síðu á vef ferðahandbókaútgefandans Lonely Planet. Á heimasíðu hótelsins eru tenglar á bókunarsíðuna Booking.com, en svo virðist sem hótelið hafi nýverið verið fjarlægt af þeirri síðu.

Eigandi hótelsins, Sigurkarl Bjartur Rúnarsson, hélt því ranglega fram í samtali við Stundina að hótelið hefði tilskilin leyfi þegar óskað var eftir viðbrögðum frá honum. Þegar honum var greint frá svari sýslumanns sagði hann að málið væri flókið: „Þetta er ekki alveg svona einfalt. Þetta er ágreiningsmál við eigendur hússins. Þetta er miklu, miklu stærri saga,“ segir Sigurkarl Bjartur.

Ljóst er að þótt sýslumanni sé kunnugt um starfsemi hótelsins er það enn starfandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðaþjónusta

Af hverju kennið þið útlendingum ekki að panta pulsu með öllu?
Anders Svensson
SkoðunFerðaþjónusta

Anders Svensson

Af hverju kenn­ið þið út­lend­ing­um ekki að panta pulsu með öllu?

Sænski blaða­mað­ur­inn og leið­sögu­mað­ur­inn And­ers Svens­son velt­ir því fyr­ir sér af hverju Ís­lend­ing­ar reyni ekki að kenna er­lend­um ferða­mönn­um ein­hverja ís­lensku í stað þess að grípa alltaf til ensk­unn­ar. Hann seg­ir að hluti af upp­lif­un ferða­manna í landi sé að sjá og heyra, og von­andi nota, tungu­mál inn­fæddra.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár