Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hótel í Skipholti rekið í leyfisleysi

Hót­el­ið Reykja­vík Hotel Center hef­ur ver­ið rek­ið án til­skildra leyfa í marga mán­uði. Ljóst er að þrátt fyr­ir að sýslu­mann­in­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sé kunn­ugt um ólög­lega starf­semi þá er hót­el­ið enn starf­andi.

Hótel í Skipholti rekið í leyfisleysi
Photoshop Á vefsíðu hins virta leiðsögubókaútgefanda Lonely Plant má finna þessa mynd af hótelinu. Nafn þesser bersýnilega sett inn eftir á.

Hótelið Reykjavík Hotel Center í Skipholti hefur verið rekið án tilskildra leyfa í marga mánuði, en samkvæmt heimasíðu hótelsins hófst rekstur þess þann 10. júní. Sigurður G. Hafstað, lögmaður hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í skriflegu svari til Stundarinnar. Ekkert rekstrarleyfi hefur verið veitt fyrir gistiheimilið að Skipholti 27. Þrátt fyrir það er hótelið með sérstaka síðu á vef ferðahandbókaútgefandans Lonely Planet. Á heimasíðu hótelsins eru tenglar á bókunarsíðuna Booking.com, en svo virðist sem hótelið hafi nýverið verið fjarlægt af þeirri síðu.

Eigandi hótelsins, Sigurkarl Bjartur Rúnarsson, hélt því ranglega fram í samtali við Stundina að hótelið hefði tilskilin leyfi þegar óskað var eftir viðbrögðum frá honum. Þegar honum var greint frá svari sýslumanns sagði hann að málið væri flókið: „Þetta er ekki alveg svona einfalt. Þetta er ágreiningsmál við eigendur hússins. Þetta er miklu, miklu stærri saga,“ segir Sigurkarl Bjartur.

Ljóst er að þótt sýslumanni sé kunnugt um starfsemi hótelsins er það enn starfandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðaþjónusta

Af hverju kennið þið útlendingum ekki að panta pulsu með öllu?
Anders Svensson
SkoðunFerðaþjónusta

Anders Svensson

Af hverju kenn­ið þið út­lend­ing­um ekki að panta pulsu með öllu?

Sænski blaða­mað­ur­inn og leið­sögu­mað­ur­inn And­ers Svens­son velt­ir því fyr­ir sér af hverju Ís­lend­ing­ar reyni ekki að kenna er­lend­um ferða­mönn­um ein­hverja ís­lensku í stað þess að grípa alltaf til ensk­unn­ar. Hann seg­ir að hluti af upp­lif­un ferða­manna í landi sé að sjá og heyra, og von­andi nota, tungu­mál inn­fæddra.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár