Hótel í Skipholti rekið í leyfisleysi

Hót­el­ið Reykja­vík Hotel Center hef­ur ver­ið rek­ið án til­skildra leyfa í marga mán­uði. Ljóst er að þrátt fyr­ir að sýslu­mann­in­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sé kunn­ugt um ólög­lega starf­semi þá er hót­el­ið enn starf­andi.

Hótel í Skipholti rekið í leyfisleysi
Photoshop Á vefsíðu hins virta leiðsögubókaútgefanda Lonely Plant má finna þessa mynd af hótelinu. Nafn þesser bersýnilega sett inn eftir á.

Hótelið Reykjavík Hotel Center í Skipholti hefur verið rekið án tilskildra leyfa í marga mánuði, en samkvæmt heimasíðu hótelsins hófst rekstur þess þann 10. júní. Sigurður G. Hafstað, lögmaður hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í skriflegu svari til Stundarinnar. Ekkert rekstrarleyfi hefur verið veitt fyrir gistiheimilið að Skipholti 27. Þrátt fyrir það er hótelið með sérstaka síðu á vef ferðahandbókaútgefandans Lonely Planet. Á heimasíðu hótelsins eru tenglar á bókunarsíðuna Booking.com, en svo virðist sem hótelið hafi nýverið verið fjarlægt af þeirri síðu.

Eigandi hótelsins, Sigurkarl Bjartur Rúnarsson, hélt því ranglega fram í samtali við Stundina að hótelið hefði tilskilin leyfi þegar óskað var eftir viðbrögðum frá honum. Þegar honum var greint frá svari sýslumanns sagði hann að málið væri flókið: „Þetta er ekki alveg svona einfalt. Þetta er ágreiningsmál við eigendur hússins. Þetta er miklu, miklu stærri saga,“ segir Sigurkarl Bjartur.

Ljóst er að þótt sýslumanni sé kunnugt um starfsemi hótelsins er það enn starfandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðaþjónusta

Af hverju kennið þið útlendingum ekki að panta pulsu með öllu?
Anders Svensson
SkoðunFerðaþjónusta

Anders Svensson

Af hverju kenn­ið þið út­lend­ing­um ekki að panta pulsu með öllu?

Sænski blaða­mað­ur­inn og leið­sögu­mað­ur­inn And­ers Svens­son velt­ir því fyr­ir sér af hverju Ís­lend­ing­ar reyni ekki að kenna er­lend­um ferða­mönn­um ein­hverja ís­lensku í stað þess að grípa alltaf til ensk­unn­ar. Hann seg­ir að hluti af upp­lif­un ferða­manna í landi sé að sjá og heyra, og von­andi nota, tungu­mál inn­fæddra.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár