Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kínverskir ferðamenn lenda í tugum bílslysa á Íslandi

Um­ferð­ar­slys­um þar sem öku­menn eru er­lend­ir ferða­menn á bíla­leigu­bíl­um hef­ur fjölg­að ört á und­an­förn­um ár­um. Þar sker sig út einn hóp­ur öku­manna en þeir koma frá As­íu. Van­kunn­átta er tal­in helsta or­sök slys­anna.

Kínverskir ferðamenn lenda í tugum bílslysa á Íslandi
Bílveltur Ein af algengustu tegundum umferðarslysa eru bílveltur á malarvegum og í hálku. Myndin tengist efninu ekki beint.

Árið 2014 slösuðust þrír ferðamenn frá Kína lítillega í umferðarslysum á þjóðvegum landsins en í fyrra voru þeir 36. Þar af voru 6 sem slösuðust alvarlega, 29 sem slösuðust lítillega og einn sem lést. Þá lést einn ferðamaður frá Japan á síðasta ári, einn slasaðist alvarlega og sjö lítillega í fyrra sem er aukning frá árinu áður. Sömu sögu er að segja af ferðamönnum frá Hong Kong en í fyrra lést einn ferðamaður og sjö slösuðust lítillega. Þessi gríðarlega aukning hefur vakið áhyggjur fjölmargra, þar á meðal Samgöngustofu, innanríkisráðuneytisins, tryggingafélaganna og þeirra fyrirtækja sem leigja út bifreiðar til ferðamanna.

„Eftir rúma klukkutíma kennslu þá ók hann af stað. Stuttu seinna velti hann bílnum á Reykjanesbrautinni“

En hver er skýringin? Eftir því sem blaðamaður Stundarinnar kemst næst er um að kenna vankunnáttu þessara ökumanna sem virðast í einhverjum tilfellum aðeins sitja námskeið í heimalandi sínu til þess að öðlast ökuréttindi en hafa aldrei setið undir stýri. Þá hefur einhver hluti af umræddum hópi ökumanna tekið ökupróf í sérstökum ökuhermi ytra en þar virðist ekki gert ráð fyrir að ekið sé í hálku eða á malarvegum.

Meðal þeirra sem Stundin ræddi við voru starfsmenn bílaleiga á Keflavíkurflugvelli en það eru þeir sem sjá um að afhenda ferðamönnum bílaleigubíla þegar þeir lenda hér á landi. Í flestum tilvikum ganga slíkar afhendingar snuðrulaust fyrir sig og eru menn orðnir ansi lunknir við að afhenda töluverðan fjölda bílaleigubíla á stuttum tíma. Að undanförnu hefur þó þessi tími lengst töluvert líkt og Stundin komst að en þó er ekki að sakast við starfsmenn bílaleigunnar heldur er um að kenna vankunnáttu þeirra ökumanna sem taka umrædda bíla á leigu. Sumir, eins og áður segir, hafa hreinlega aldrei sest undir stýri á alvöru bíl.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár