Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kínverskir ferðamenn lenda í tugum bílslysa á Íslandi

Um­ferð­ar­slys­um þar sem öku­menn eru er­lend­ir ferða­menn á bíla­leigu­bíl­um hef­ur fjölg­að ört á und­an­förn­um ár­um. Þar sker sig út einn hóp­ur öku­manna en þeir koma frá As­íu. Van­kunn­átta er tal­in helsta or­sök slys­anna.

Kínverskir ferðamenn lenda í tugum bílslysa á Íslandi
Bílveltur Ein af algengustu tegundum umferðarslysa eru bílveltur á malarvegum og í hálku. Myndin tengist efninu ekki beint.

Árið 2014 slösuðust þrír ferðamenn frá Kína lítillega í umferðarslysum á þjóðvegum landsins en í fyrra voru þeir 36. Þar af voru 6 sem slösuðust alvarlega, 29 sem slösuðust lítillega og einn sem lést. Þá lést einn ferðamaður frá Japan á síðasta ári, einn slasaðist alvarlega og sjö lítillega í fyrra sem er aukning frá árinu áður. Sömu sögu er að segja af ferðamönnum frá Hong Kong en í fyrra lést einn ferðamaður og sjö slösuðust lítillega. Þessi gríðarlega aukning hefur vakið áhyggjur fjölmargra, þar á meðal Samgöngustofu, innanríkisráðuneytisins, tryggingafélaganna og þeirra fyrirtækja sem leigja út bifreiðar til ferðamanna.

„Eftir rúma klukkutíma kennslu þá ók hann af stað. Stuttu seinna velti hann bílnum á Reykjanesbrautinni“

En hver er skýringin? Eftir því sem blaðamaður Stundarinnar kemst næst er um að kenna vankunnáttu þessara ökumanna sem virðast í einhverjum tilfellum aðeins sitja námskeið í heimalandi sínu til þess að öðlast ökuréttindi en hafa aldrei setið undir stýri. Þá hefur einhver hluti af umræddum hópi ökumanna tekið ökupróf í sérstökum ökuhermi ytra en þar virðist ekki gert ráð fyrir að ekið sé í hálku eða á malarvegum.

Meðal þeirra sem Stundin ræddi við voru starfsmenn bílaleiga á Keflavíkurflugvelli en það eru þeir sem sjá um að afhenda ferðamönnum bílaleigubíla þegar þeir lenda hér á landi. Í flestum tilvikum ganga slíkar afhendingar snuðrulaust fyrir sig og eru menn orðnir ansi lunknir við að afhenda töluverðan fjölda bílaleigubíla á stuttum tíma. Að undanförnu hefur þó þessi tími lengst töluvert líkt og Stundin komst að en þó er ekki að sakast við starfsmenn bílaleigunnar heldur er um að kenna vankunnáttu þeirra ökumanna sem taka umrædda bíla á leigu. Sumir, eins og áður segir, hafa hreinlega aldrei sest undir stýri á alvöru bíl.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár