Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kínverskir ferðamenn lenda í tugum bílslysa á Íslandi

Um­ferð­ar­slys­um þar sem öku­menn eru er­lend­ir ferða­menn á bíla­leigu­bíl­um hef­ur fjölg­að ört á und­an­förn­um ár­um. Þar sker sig út einn hóp­ur öku­manna en þeir koma frá As­íu. Van­kunn­átta er tal­in helsta or­sök slys­anna.

Kínverskir ferðamenn lenda í tugum bílslysa á Íslandi
Bílveltur Ein af algengustu tegundum umferðarslysa eru bílveltur á malarvegum og í hálku. Myndin tengist efninu ekki beint.

Árið 2014 slösuðust þrír ferðamenn frá Kína lítillega í umferðarslysum á þjóðvegum landsins en í fyrra voru þeir 36. Þar af voru 6 sem slösuðust alvarlega, 29 sem slösuðust lítillega og einn sem lést. Þá lést einn ferðamaður frá Japan á síðasta ári, einn slasaðist alvarlega og sjö lítillega í fyrra sem er aukning frá árinu áður. Sömu sögu er að segja af ferðamönnum frá Hong Kong en í fyrra lést einn ferðamaður og sjö slösuðust lítillega. Þessi gríðarlega aukning hefur vakið áhyggjur fjölmargra, þar á meðal Samgöngustofu, innanríkisráðuneytisins, tryggingafélaganna og þeirra fyrirtækja sem leigja út bifreiðar til ferðamanna.

„Eftir rúma klukkutíma kennslu þá ók hann af stað. Stuttu seinna velti hann bílnum á Reykjanesbrautinni“

En hver er skýringin? Eftir því sem blaðamaður Stundarinnar kemst næst er um að kenna vankunnáttu þessara ökumanna sem virðast í einhverjum tilfellum aðeins sitja námskeið í heimalandi sínu til þess að öðlast ökuréttindi en hafa aldrei setið undir stýri. Þá hefur einhver hluti af umræddum hópi ökumanna tekið ökupróf í sérstökum ökuhermi ytra en þar virðist ekki gert ráð fyrir að ekið sé í hálku eða á malarvegum.

Meðal þeirra sem Stundin ræddi við voru starfsmenn bílaleiga á Keflavíkurflugvelli en það eru þeir sem sjá um að afhenda ferðamönnum bílaleigubíla þegar þeir lenda hér á landi. Í flestum tilvikum ganga slíkar afhendingar snuðrulaust fyrir sig og eru menn orðnir ansi lunknir við að afhenda töluverðan fjölda bílaleigubíla á stuttum tíma. Að undanförnu hefur þó þessi tími lengst töluvert líkt og Stundin komst að en þó er ekki að sakast við starfsmenn bílaleigunnar heldur er um að kenna vankunnáttu þeirra ökumanna sem taka umrædda bíla á leigu. Sumir, eins og áður segir, hafa hreinlega aldrei sest undir stýri á alvöru bíl.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu