Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hleður hamingjubatteríin á hverjum degi

Þrett­án ár eru lið­in frá því að Hrund Þórs­dótt­ir lifði sína erf­ið­ustu stund, þeg­ar litla syst­ir henn­ar lést í bíl­slysi. Í kjöl­far áfalls­ins tók hún ákvörð­un um að vinna mark­visst að því að auka ham­ingju sína og fólks­ins í kring­um sig, og reyn­ir þannig að lifa líf­inu fyr­ir þær báð­ar.  

Hleður hamingjubatteríin á hverjum degi
4 mánuðir, 16 lönd, 5 heimsálfur Hrund er haldin mikilli ferðabakteríu. Árið 2012 fór hún í langþráða ævintýrareisu með manninum sínum, Óskari Páli Elfarsyni. Myndin er tekin á Balí. Mynd: Úr einkasafni

„Ég man tilfinninguna vel, þegar ég ákvað að vera hamingjusöm,“ segir Hrund Þórsdóttir, aðstoðarritstjóri fréttastofu Stöðvar 2. Systir hennar, Sunna, sem stóð henni afar nærri, hafði látist í bílslysi aðeins 13 ára gömul. Andlát hennar tók sinn toll af allri fjölskyldunni og um tíma var Hrund langt niðri. „Það fylgdu erfiðir hlutir í kjölfarið, enda hefur svona stórt áfall margs konar áhrif en við náðum að vinna úr þeim.“

Sama dag og Hrund ræðir við blaðamann Stundarinnar eru þrettán ár liðin frá andláti Sunnu. Yngri systir hennar er henni því ofarlega í huga þennan daginn. Brotthvarf hennar hafði mikil áhrif á Hrund, sem tók eftir áfallið meðvitaða ákvörðun um að lifa lífinu betur og nýta tímann vel. „Ég lofaði henni að ég skyldi lifa lífinu fyrir okkur báðar,“ segir hún. Hrund skrifaði bók byggða á þessari hugmynd, Loforðið, sem kom út árið 2007, en fyrir hana hlaut hún mikið lof og meðal annars Íslensku barnabókaverðlaunin. En það var ekki endilega hlaupið að því að uppfylla loforðið. „Ég hafði alltaf haft það mjög gott en ég þurfti á því að halda að taka til í höfðinu á mér og gera ákveðnar breytingar í lífi mínu. Það tók tíma að verða hamingjusamari, það gerðist ekki á einni nóttu. En ég var ákveðin í þessu, fór í markvissa sjálfsvinnu og lærði smátt og smátt betur inn á sjálfa mig. Ég er glaðari manneskja eftir það. Ég er sáttari með sjálfri mér.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár