Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hleður hamingjubatteríin á hverjum degi

Þrett­án ár eru lið­in frá því að Hrund Þórs­dótt­ir lifði sína erf­ið­ustu stund, þeg­ar litla syst­ir henn­ar lést í bíl­slysi. Í kjöl­far áfalls­ins tók hún ákvörð­un um að vinna mark­visst að því að auka ham­ingju sína og fólks­ins í kring­um sig, og reyn­ir þannig að lifa líf­inu fyr­ir þær báð­ar.  

Hleður hamingjubatteríin á hverjum degi
4 mánuðir, 16 lönd, 5 heimsálfur Hrund er haldin mikilli ferðabakteríu. Árið 2012 fór hún í langþráða ævintýrareisu með manninum sínum, Óskari Páli Elfarsyni. Myndin er tekin á Balí. Mynd: Úr einkasafni

„Ég man tilfinninguna vel, þegar ég ákvað að vera hamingjusöm,“ segir Hrund Þórsdóttir, aðstoðarritstjóri fréttastofu Stöðvar 2. Systir hennar, Sunna, sem stóð henni afar nærri, hafði látist í bílslysi aðeins 13 ára gömul. Andlát hennar tók sinn toll af allri fjölskyldunni og um tíma var Hrund langt niðri. „Það fylgdu erfiðir hlutir í kjölfarið, enda hefur svona stórt áfall margs konar áhrif en við náðum að vinna úr þeim.“

Sama dag og Hrund ræðir við blaðamann Stundarinnar eru þrettán ár liðin frá andláti Sunnu. Yngri systir hennar er henni því ofarlega í huga þennan daginn. Brotthvarf hennar hafði mikil áhrif á Hrund, sem tók eftir áfallið meðvitaða ákvörðun um að lifa lífinu betur og nýta tímann vel. „Ég lofaði henni að ég skyldi lifa lífinu fyrir okkur báðar,“ segir hún. Hrund skrifaði bók byggða á þessari hugmynd, Loforðið, sem kom út árið 2007, en fyrir hana hlaut hún mikið lof og meðal annars Íslensku barnabókaverðlaunin. En það var ekki endilega hlaupið að því að uppfylla loforðið. „Ég hafði alltaf haft það mjög gott en ég þurfti á því að halda að taka til í höfðinu á mér og gera ákveðnar breytingar í lífi mínu. Það tók tíma að verða hamingjusamari, það gerðist ekki á einni nóttu. En ég var ákveðin í þessu, fór í markvissa sjálfsvinnu og lærði smátt og smátt betur inn á sjálfa mig. Ég er glaðari manneskja eftir það. Ég er sáttari með sjálfri mér.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
3
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár