Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hleður hamingjubatteríin á hverjum degi

Þrett­án ár eru lið­in frá því að Hrund Þórs­dótt­ir lifði sína erf­ið­ustu stund, þeg­ar litla syst­ir henn­ar lést í bíl­slysi. Í kjöl­far áfalls­ins tók hún ákvörð­un um að vinna mark­visst að því að auka ham­ingju sína og fólks­ins í kring­um sig, og reyn­ir þannig að lifa líf­inu fyr­ir þær báð­ar.  

Hleður hamingjubatteríin á hverjum degi
4 mánuðir, 16 lönd, 5 heimsálfur Hrund er haldin mikilli ferðabakteríu. Árið 2012 fór hún í langþráða ævintýrareisu með manninum sínum, Óskari Páli Elfarsyni. Myndin er tekin á Balí. Mynd: Úr einkasafni

„Ég man tilfinninguna vel, þegar ég ákvað að vera hamingjusöm,“ segir Hrund Þórsdóttir, aðstoðarritstjóri fréttastofu Stöðvar 2. Systir hennar, Sunna, sem stóð henni afar nærri, hafði látist í bílslysi aðeins 13 ára gömul. Andlát hennar tók sinn toll af allri fjölskyldunni og um tíma var Hrund langt niðri. „Það fylgdu erfiðir hlutir í kjölfarið, enda hefur svona stórt áfall margs konar áhrif en við náðum að vinna úr þeim.“

Sama dag og Hrund ræðir við blaðamann Stundarinnar eru þrettán ár liðin frá andláti Sunnu. Yngri systir hennar er henni því ofarlega í huga þennan daginn. Brotthvarf hennar hafði mikil áhrif á Hrund, sem tók eftir áfallið meðvitaða ákvörðun um að lifa lífinu betur og nýta tímann vel. „Ég lofaði henni að ég skyldi lifa lífinu fyrir okkur báðar,“ segir hún. Hrund skrifaði bók byggða á þessari hugmynd, Loforðið, sem kom út árið 2007, en fyrir hana hlaut hún mikið lof og meðal annars Íslensku barnabókaverðlaunin. En það var ekki endilega hlaupið að því að uppfylla loforðið. „Ég hafði alltaf haft það mjög gott en ég þurfti á því að halda að taka til í höfðinu á mér og gera ákveðnar breytingar í lífi mínu. Það tók tíma að verða hamingjusamari, það gerðist ekki á einni nóttu. En ég var ákveðin í þessu, fór í markvissa sjálfsvinnu og lærði smátt og smátt betur inn á sjálfa mig. Ég er glaðari manneskja eftir það. Ég er sáttari með sjálfri mér.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu