Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hjólreiðafólk kvartar undan aðkasti

Hags­muna­árekstr­ar eru á göngu­stíg­um á höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins milli gang­andi og hjólandi. Hjól­reiða­fólk verð­ur fyr­ir að­kasti og er jafn­vel sleg­ið fyr­ir það eitt að vera hjólandi, seg­ir hjól­reiða­kon­an Þuríð­ur Ósk Gunn­ars­dótt­ir. Ann­ar hjóla­mað­ur seg­ir ferða­menn á bíla­leigu­bíl­um sýna meiri til­lits­semi en inn­lenda öku­menn.

Hjólreiðafólk kvartar undan aðkasti
Þuríður Ósk Gunnarsdóttir Að mati hjólreiðakonunnar Þuríðar Óskar er merkingum á hjólastígum ábótavant. Hún verður fyrir því að öskrað sé á hana fyrir það að vera á hjóli. Hún hefur hjólað töluvert erlendis. Hér er hún í hjólaferð við Garda-vatnið á Norður-Ítalíu. Hún segist upplifa meiri tillitssemi ökumanna gagnvart hjólreiðafólki á Spáni en á Íslandi.

Tveir hjólreiðamenn sem voru á ferð á Seltjarnarnesi þegar 67 ára maður segist hafa orðið fyrir „skriðu“ hjólreiðamanna á göngustíg lýsa því hvernig hjólreiðamenn verða fyrir aðkasti á göngustígum án tilefnis.

„Það virðist sem einn og einn hjólari sé ekki að taka tillit og sá pirringur yfirfærður á alla heildina. Og ég verð vör við að fólk er farið að láta pirring sinn fara út í öfgar og slær jafnvel til hjólara,“ segir Þuríður Ósk Gunnarsdóttir hjólakona, sem verður reglulega fyrir aðkasti vegna þess eins að hún er á hjóli.

Upplifa ógn af hraðskreiðum hjólreiðamönnum

Eiríkur Einarsson
Eiríkur Einarsson Eiríkur var á kvöldgöngu með vinkonu þegar hann lenti í stympingum við flokk hjólreiðamanna sem kom á miklum hraða.

Eiríkur Einarsson, 67 ára gamall maður á Seltjarnarnesi lýsti því í viðtali við Stundina í gær að hann hefði upplifað að ráðist hefði verið á sig þegar tugir hjólreiðamanna fóru fram hjá honum á göngustíg við sjóinn undir Valhúsahæðinni á Seltjarnarnesi. Hann segir hjólreiðamenn hafa rekist á sig ítrekað, en sjálfur viðurkennir hann að hafa verið óbilgjarn, neitað að víkja og misst stjórn á skapi sínu við atvikið, eftir að honum varð hverft við þegar hjólreiðamennirnir komu aðvífandi. Honum er hins vegar nóg um hraðskreiðar keppnishjólreiðar á göngustígunum.

„Ég skil ekki almennilega hvað gerðist. Það var allt í einu eins og hefði verið ráðist á mig. Ég heyrði köll og allt í einu var ég farinn hálfpartinn að stympast við menn sem dynja á mér. Ég tók nokkur högg. Þeir skullu á öxlinni á mér,“ lýsti Eiríkur, sem viðurkenndi að hann bæri sína ábyrgð á því hvernig fór.

Aðalvarðstjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Stundina að hann teldi aukningu á reiðhjólanotkun komna langt fram úr reiðhjólastígagerð og að hætta geti stafað af kappsömum hjólreiðamönnum á göngustígunum.

Öskrað á hjólreiðafólk

„Þegar ég kom að þessum manni þá passaði hann sig að víkja ekkert og þau tóku allan stíginn,“ lýsir Þuríður Ósk, sem var ein af tugum hjólreiðamanna á stígnum sem hjólaði fram á Eirík. „Ég smá minnka hraðann og verð svo að stöðva alveg. Ég spyr hvort ég geti ekki fengið smá part af stígnum. Þá fékk ég öskrin yfir mig að ég ætti að vera enhvers staðar annarsstaðar. Hann var virkilega dónalegur og leiðinlegur. Ég sé ekki að það afsaki hann að vera dónalegur og jafnvel slá til fólks með tilheyrandi hættu, við heilan hóp af fólki, jafnvel þótt einhver annar hafi verið dónalegur við hann. Ég er 53 ára kona og er hluti af stórum hjólahópum sem elska að hjóla, á ekki Tour De France galla og hjólið mitt kostaði einungis brot af milljón. Jú, ég hjóla í þröngum hjólafötum því það er bara ekki gaman að hjóla í fötum sem flaxast til og frá. Ég reyni alltaf að taka tillit til fólks á stígum, býð góðan daginn og lækka hraðann almennt framhjá fólki, samt hefur ítrekað verið öskrað á mig bara því ég hjóla. Ein úr hópnum mínum var að hjóla með vinkonu sinni um daginn og það var slegið til hennar,“ segir hún.

Það var slegið til hennar“

Hún segist óttast að neikvæð umræða um hjólreiðamenn valdi því að viðhorf gagnvart þeim verði neikvæðara og fleiri muni veita þeim aðkast. Það megi ekki yfirfæra á allan hóp hjólreiðamanna þótt einn og einn sé dónalegur. „Við hjólreiðafólk erum almennt kurteist og þægilegt fólk eins og allur þorri fólks. Ég óttast að pirrað fólk telji sig komna með enn meiri afsökun á að láta innibyrgða reiði yfir allt öðrum hlutum bitna á saklausum hjólurum sem hafa sér eitt til saka unnið að hafa ástríðu fyrir hjólreiðum.“
Að mati Þuríðar er helsti orsakavaldur pirrings milli hjólreiðafólks og gangandi að stígarnir séu aðgreindir á rangan hátt. Þannig ætti að gilda hægri regla á öllum stígum, en línur sem séu á stígum í Elliðaárdal og víðar séu til að rugla fólk, enda séu þær úreltar.

Seltjarnarnes
Seltjarnarnes Göngustígur liggur meðfram strönd Seltjarnarness og heldur áfram við mörk Reykjavíkurborgar. Ekki er sérstök afmörkun milli gangandi og hjólandi á stígunum.

Hjólreiðamennirnir voru 120

Birgir Birgisson hjólreiðamaður segist hafa verið nærstaddur atvikinu og hafa heyrt frásagnir annarra hjólreiðamanna af því. „Það rétta er að þarna voru í heildina ekki um 20-30 hjólreiðamenn á ferðinni, heldur mun nær 120. Það vitum við þar sem hópurinn var talinn þegar komið er að Hörpu á leið vestur eftir. Hins vegar, eins og oft gerist í þessum vikulegu ferðum, dreifðist hópurinn talsvert og nokkuð stór hluti hans valdi að nýta Eiðsgranda/Norðurströnd frekar en göngustígana, af tillitssemi við gangandi vegfarendur. Það er því líka orðum ofaukið þegar Eiríkur lýsir hópnum sem „skriðu“ eða „fiskitorfu“, þó svo það hafi kannski verið hans persónulega upplifun. Þeir sem notuðu stíginn þetta kvöld, notuðu, eins og alltaf í þessum hópferðum, sín á milli ákveðið bendinga- eða merkjakerfi, sem er ætlað að vara þá við sem hjóla aftar í hópnum þegar önnur umferð, föst fyrirstaða eða einhver hætta verður á leiðinni. Enda getur á stundum verið erfitt að hafa nægt útsýni langt fram fyrir sig þegar hjólað er í hóp.  Þess vegna voru flestir vel með á nótunum þegar þeir mættu Eiríki Einarssyni og vinkonu hans, og viku til hægri hliðar á stígnum og hægðu svolítið á sér, eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Vinkonu Eiríks, sem virðist hafa brugðið mun minna en honum, sáu menn stíga örlítið til hliðar, að jaðri stígsins, og gerði hún meira að segja, eftir því sem sjónarvottar segja, tilraun til að toga Eirík í sömu átt. Sem mistókst. Vegna þess að Eiríkur gekk, fullur hvatvísi, út á miðjan stíginn og baðaði út höndum. Við þær aðstæður getur verið ansi erfitt fyrir þá sem nálægastir koma að hægja nægilega mikið á sér og komast nógu langt til hliðar án þess að rekast í hendurnar á manninum, enda er stígurinn ef til vill fullmjór á þessum kafla. Enda fór það svo, eftir því sem ég kemst næst, að tveir í hópnum rákust í útbreiddan faðm Eiríks. Hvort einhver hafi rekist í öxl hans áður en þetta gerist, get ég ekki sagt til um. Og ég ætla ekki að afsaka þetta á nokkurn hátt, viðkomandi hefðu auðvitað átt að hægja betur á sér og vera meira viðbúin,“ segir hann.

Birgir Birgisson
Birgir Birgisson Hjólreiðamenn sem hjóla á götunni í stað göngustígs verða fyrir því að ökumenn á bifreiðum keyra nokkra metra fyrir aftan þá, jafnvel þótt hinir hjólandi séu við hámarkshraða.

Birgir segir það jákvætt að Eiríkur hafi séð eftir því að hafa brugðist öfgakennt við aðstæðunum.

„Hins vegar er það sannreynt að eftir þessa neikvæðu upplifun Eiríks og vinkonu hans, sá hann ástæðu til að hreyta ónotum í nær allt það hjólreiðafólk sem átti leið framhjá honum eftir atvikið, og það voru nokkuð margir. En enginn þeirra átti sök á því sem gerðist, enginn þeirra var „í Tour de France galla“ og enginn þeirra var „á milljón króna“ hjóli.  Hins vegar sýndu allir sem á eftir komu þá sjálfsögðu tillitssemi sem þörf var á og komust klakklaust framhjá manninum sem valdi að standa á miðjum stígnum, hrópa og baða út höndum.“

Með tveggja tonna bíl á eftir sér

Birgir lýsir veruleika hjólreiðafólks þegar út á götuna er komið. Sjálfur valdi hann götuna fram yfir göngustíginn þetta kvöld. „Sá hópur hjólreiðafólks sem þetta kvöld valdi að nýta götuna, af tillitssemi við gangandi vegfarendur eins og Eirík og vinkonu hans, upplifði það að þrátt fyrir að halda nærri hámarkshraða út alla götuna, vorum við eltir af ökumanni sem hafði einungis um fjögurra til fimm metra bil frá bílnum að okkur. Það get ég borið fullt vitni um, þar sem ég var aftastur í þeim hóp út nær alla götuna og fylgdist vel með bilinu, enda er mér sagt að það sé töluvert vont að fá tvö tonn af Volvo beint í bakið.“

Birgir segist ekki hafa upplifað að verða fyrir aðkasti gangandi vegfarenda, enda haldi hann sig mest á akvegum. 

„En hinu hef ég töluverða reynslu af, að þegar ég nota bjölluna mína, með 15 til 20 metra fyrirvara frá gangandi vegfarendum, kippist fólk við, stekkur í einhverja átt og finnst eins og ég sé alveg að fara að valta yfir það. Sem er víðs fjarri öllum sannleika. Hinu hef ég jafnmikla reynslu af, að fyrir mig er svínað, á mig flautað og mér gefnar dónalegar bendingar á götum borgarinnar, þar sem ég hjóla gjarna af tillitssemi við gangandi vegfarendur.

„Fyrir mig er svínað, á mig flautað og mér gefnar dónalegar bendingar á götum borgarinnar“

Það er einmitt svona lífsreynsla sem gerir það að verkum að margir sem nota reiðhjól að staðaldri eru orðnir þreyttir á því að þurfa stöðugt að réttlæta eigin tilveru. Að óháð lögum og reglu, finnst mörgu fólki það hafa fullt leyfi til að segja hjólreiðafólki hvar og hvernig það á að vera, oftast þvert ofan í það sem lög og regla segja. Fólk er ýmist á móti því að hjólreiðafólk noti gangstíga, eða finnst hjólreiðafólk vera fyrir á götunum, jafnvel þó hjólað sé nálægt leyfilegum hámarkshraða. Svo mætir maður sem betur fer líka hinu, fólki sem bregst mjög vel við, heilsar brosandi og býður góðan dag. Og mér þykir full ástæða til að nefna sérstaklega ferðamenn á bílaleigubílum, sem eftir minni reynslu að dæma, taka mun meira tillit og sýna meiri aðgæslu en margir aðrir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Umferðarmenning

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
5
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár