Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Strangari aðhaldskröfur en hjá síðustu ríkisstjórn

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að herða veru­lega á að­halds­kröf­unni til ráðu­neyta og rík­is­stofn­ana. Að­halds­mark­mið­ið verð­ur 2 pró­sent á næsta ári og tek­ur til fleiri mál­efna­sviða en lagt var upp með í fjár­mála­áætl­un Bjarna Bene­dikts­son­ar.

Strangari aðhaldskröfur en hjá síðustu ríkisstjórn

Ríkisstjórnin hyggst herða mjög á aðhaldskröfum í opinberum rekstri að því er fram kemur í fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra sem kynnt var á föstudag. Að þessu leyti verður gengið lengra en í ríkisfjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar sem samþykkt var í fyrra. Á sama tíma verða þó framlög til ýmissa málaflokka, t.d. heilbrigðismála, talsvert meiri. 

Í ríkisfjármálaáætlun Bjarna var almennt gert ráð fyrir árlegu 1 prósents veltutengdu aðhaldi að heilbrigðisstofnunum, háskólum og framhaldsskólum frátöldum þar sem aðhaldskrafan var 0,5 prósent.

 

Í fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar er hins vegar gengið út frá 2 prósenta veltutengdu aðhaldi á næsta ári og eru það eingöngu heilbrigðis- og öldrunarstofnanir sem búa við 0,5 prósenta aðhaldskröfu. Þannig nær 2 prósenta aðhaldskrafan til framhaldsskólastigsins og háskólastigsins; þar verður aðhaldið þannig fjórum sinnum strangara en verið hefði samkvæmt ríkisfjármálaáætlun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. 

Hjá nokkrum málefnasviðum hins opinbera munu útgjöld fara lækkandi á tímabilinu 2018 til 2022. Þetta á t.d. við um Alþingi og eftirlitsstofnanir þess, dómstólakerfið, sveitarfélög og byggðamál, ferðaþjónustumál, framhaldsskólakerfið og húsnæðisstuðning. 

„Í áætluninni er gert ráð fyrir að draga úr útgjaldavexti málefnasviða ráðuneyta með árlegum aðhaldsmarkmiðum,“ segir í greinargerð fjármálaáætlunarinnar. „Þar eru frátaldir liðir sem tíðkast hefur að undanskilja aðhaldskröfu svo sem almannatryggingar, búvörusamningar og óreglulegir liðir á borð við lífeyrisskuldbindingar. Á árinu 2018 er gengið er út frá 2% veltutengdu aðhaldi, að heilbrigðis- og öldrunarstofnunum frátöldum þar sem aðhaldskrafan er 0,5%. Almenna aðhaldskrafan lækkar í 1,5% frá og með árinu 2019 en helst óbreytt fyrir heilbrigðis- og öldrunarstofnanir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár