Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Strangari aðhaldskröfur en hjá síðustu ríkisstjórn

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að herða veru­lega á að­halds­kröf­unni til ráðu­neyta og rík­is­stofn­ana. Að­halds­mark­mið­ið verð­ur 2 pró­sent á næsta ári og tek­ur til fleiri mál­efna­sviða en lagt var upp með í fjár­mála­áætl­un Bjarna Bene­dikts­son­ar.

Strangari aðhaldskröfur en hjá síðustu ríkisstjórn

Ríkisstjórnin hyggst herða mjög á aðhaldskröfum í opinberum rekstri að því er fram kemur í fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra sem kynnt var á föstudag. Að þessu leyti verður gengið lengra en í ríkisfjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar sem samþykkt var í fyrra. Á sama tíma verða þó framlög til ýmissa málaflokka, t.d. heilbrigðismála, talsvert meiri. 

Í ríkisfjármálaáætlun Bjarna var almennt gert ráð fyrir árlegu 1 prósents veltutengdu aðhaldi að heilbrigðisstofnunum, háskólum og framhaldsskólum frátöldum þar sem aðhaldskrafan var 0,5 prósent.

 

Í fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar er hins vegar gengið út frá 2 prósenta veltutengdu aðhaldi á næsta ári og eru það eingöngu heilbrigðis- og öldrunarstofnanir sem búa við 0,5 prósenta aðhaldskröfu. Þannig nær 2 prósenta aðhaldskrafan til framhaldsskólastigsins og háskólastigsins; þar verður aðhaldið þannig fjórum sinnum strangara en verið hefði samkvæmt ríkisfjármálaáætlun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. 

Hjá nokkrum málefnasviðum hins opinbera munu útgjöld fara lækkandi á tímabilinu 2018 til 2022. Þetta á t.d. við um Alþingi og eftirlitsstofnanir þess, dómstólakerfið, sveitarfélög og byggðamál, ferðaþjónustumál, framhaldsskólakerfið og húsnæðisstuðning. 

„Í áætluninni er gert ráð fyrir að draga úr útgjaldavexti málefnasviða ráðuneyta með árlegum aðhaldsmarkmiðum,“ segir í greinargerð fjármálaáætlunarinnar. „Þar eru frátaldir liðir sem tíðkast hefur að undanskilja aðhaldskröfu svo sem almannatryggingar, búvörusamningar og óreglulegir liðir á borð við lífeyrisskuldbindingar. Á árinu 2018 er gengið er út frá 2% veltutengdu aðhaldi, að heilbrigðis- og öldrunarstofnunum frátöldum þar sem aðhaldskrafan er 0,5%. Almenna aðhaldskrafan lækkar í 1,5% frá og með árinu 2019 en helst óbreytt fyrir heilbrigðis- og öldrunarstofnanir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár