Strangari aðhaldskröfur en hjá síðustu ríkisstjórn

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að herða veru­lega á að­halds­kröf­unni til ráðu­neyta og rík­is­stofn­ana. Að­halds­mark­mið­ið verð­ur 2 pró­sent á næsta ári og tek­ur til fleiri mál­efna­sviða en lagt var upp með í fjár­mála­áætl­un Bjarna Bene­dikts­son­ar.

Strangari aðhaldskröfur en hjá síðustu ríkisstjórn

Ríkisstjórnin hyggst herða mjög á aðhaldskröfum í opinberum rekstri að því er fram kemur í fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra sem kynnt var á föstudag. Að þessu leyti verður gengið lengra en í ríkisfjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar sem samþykkt var í fyrra. Á sama tíma verða þó framlög til ýmissa málaflokka, t.d. heilbrigðismála, talsvert meiri. 

Í ríkisfjármálaáætlun Bjarna var almennt gert ráð fyrir árlegu 1 prósents veltutengdu aðhaldi að heilbrigðisstofnunum, háskólum og framhaldsskólum frátöldum þar sem aðhaldskrafan var 0,5 prósent.

 

Í fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar er hins vegar gengið út frá 2 prósenta veltutengdu aðhaldi á næsta ári og eru það eingöngu heilbrigðis- og öldrunarstofnanir sem búa við 0,5 prósenta aðhaldskröfu. Þannig nær 2 prósenta aðhaldskrafan til framhaldsskólastigsins og háskólastigsins; þar verður aðhaldið þannig fjórum sinnum strangara en verið hefði samkvæmt ríkisfjármálaáætlun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. 

Hjá nokkrum málefnasviðum hins opinbera munu útgjöld fara lækkandi á tímabilinu 2018 til 2022. Þetta á t.d. við um Alþingi og eftirlitsstofnanir þess, dómstólakerfið, sveitarfélög og byggðamál, ferðaþjónustumál, framhaldsskólakerfið og húsnæðisstuðning. 

„Í áætluninni er gert ráð fyrir að draga úr útgjaldavexti málefnasviða ráðuneyta með árlegum aðhaldsmarkmiðum,“ segir í greinargerð fjármálaáætlunarinnar. „Þar eru frátaldir liðir sem tíðkast hefur að undanskilja aðhaldskröfu svo sem almannatryggingar, búvörusamningar og óreglulegir liðir á borð við lífeyrisskuldbindingar. Á árinu 2018 er gengið er út frá 2% veltutengdu aðhaldi, að heilbrigðis- og öldrunarstofnunum frátöldum þar sem aðhaldskrafan er 0,5%. Almenna aðhaldskrafan lækkar í 1,5% frá og með árinu 2019 en helst óbreytt fyrir heilbrigðis- og öldrunarstofnanir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
6
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu