Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Heldur að úrskurðarnefnd sé dómstig

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins til 13 ára, held­ur að úr­skurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál fari með dómsvald. Um sjálf­stæða stjórn­sýslu­nefnd er að ræða. Hún fer með hlut­verk sem ell­egar væri fal­ið ráð­herra á við­kom­andi mál­efna­sviði.

Heldur að úrskurðarnefnd sé dómstig

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins til 13 ára og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, heldur að úrskurðarnefnd um upplýsingamál fari með dómsvald.

Þetta kom í ljós þegar rætt var um nefndina og hið svokallaða leyniherbergi á Alþingi í þættinum Þjóðbraut á Hringbraut í gær.

Guðlaugur og Svandís Svavarsdóttir, þingfloksformaður Vinstri grænna, voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í sjónvarpssal. Sagði Guðlaugur að úrskurðarnefndin hefði meinað þeim Vigdísi Hauksdóttur að birta ákveðnar upplýsingar úr leyniherberginu er varði uppgjör á þrotabúum föllnu bankanna. 

Aðspurður hvers vegna umrædd gögn hefðu ekki verið gerð opinber sagði Guðlaugur: „Við erum að reyna að vinna í því, það snýr að því að við erum hér með úrskurðarnefnd upplýsingamála, sem er dómstig, sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákveðinn þáttur þarna sé eitthvað sem megi ekki sýna.“

Hvorki Svandís né Sigurjón gerði athugasemd við þá forsendu Guðlaugs að um einhvers konar dómstig væri að ræða. 

SME: „Þetta eru upplýsingar sem þið teljið að verði að komast til þjóðarinnar?“

GÞÞ: „Algjörlega, ekki nokkur einasta spurning.“

SS: „Og af hverju hefur það ekki verið gert?“

GÞÞ: „Maður er nú að reyna að gera það löglega sko, maður getur náttúrlega farið þarna með myndavélina sína...“

SS: „En ég meina, eruð þið ekki með meirihluta í þinginu?“

GÞÞ: „Jú, en við förum nú alla jafna ekki inn á verksvið dómstóla en þetta er það sem við erum að skoða akkúrat núna.“

SS: „Dómstólar starfa á grundvelli laga“ 

GÞÞ: „Jú en þú ættir nú að þekkja það að þeir eru sjálfstætt, það er þrískipting hér og við getum ekki farið og breytt niðurstöðu dómstóla, allavega þurfum við að skoða það vandlega hvernig við gerum það.“

Í frétt Hringbrautar um málið segir orðrétt: „Guðlaugur Þór minnti á sjálfstæði dómstóla, en úrskurðarnefnd upplýsingalaga hefur stöðu dómstóls.“ 

Hið rétta er að  úrskurðarnefnd um upplýsingamál er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem starfar á grundvelli upplýsingalaga og er skipað til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir og verður ekki skotið annað innan stjórnsýslunnar. Hins vegar er hægt að höfða mál til ógildingar á úrskurði úrskurðarnefndarinnar fyrir dómstólum.

Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2014 er fjallað um úrskurðarnefndir í stjórnsýslunni. Fram kemur að þær gegni mikilvægu eftirlits- og réttaröryggishlutverki við meðferð kærumála og fari með hlutverk sem væri almennt annars falið ráðherra á viðkomandi málefnasviði.  

Þannig er ljóst að bollalengingar um sjálfstæði dómsvalds eiga ekki við í þessu samhengi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál heyrir undir framkvæmdavaldið en ekki dómsvaldið. Nefndin er ekki dómstig. Einungis tvö dómstig eru á Íslandi; héraðsdómur og Hæstiréttur. Þegar ný lög um dómstóla taka gildi mun þriðja stigið, millidómstig, bætast við. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár