Háskólinn stefnir fyrrverandi aðjúnkt til ógildingar á úrskurði

„Af hálfu Há­skóla Ís­lands hef­ur því ver­ið ákveð­ið að höfða mál,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá for­seta Fé­lags­vís­inda­sviðs

Háskólinn stefnir fyrrverandi aðjúnkt til ógildingar á úrskurði

Háskóli Íslands hefur falið lögmanni á lögmannsstofunni Lex að höfða mál á hendur Friðriki Eysteinssyni, fyrrverandi aðjúnkt í markaðsfræðum, til ógildingar á úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 21. janúar 2015. Í úrskurðinum var háskólanum gert að verða við beiðni Friðriks um aðgang að skýrslu sem unnin var af sálfræðistofu fyrir Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. „Stefnandi krefst jafnframt málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnda,“ segir í stefnunni sem Stundin hefur undir höndum.

Forsaga málsins er sú að haustið 2013 ræddu sálfræðingar við starfsfólk viðskiptafræðideildar vegna samskiptavanda í deildinni. Útbúin var skýrsla sem Friðrik hefur barist fyrir að fá afhenta, enda telur hann að efni hennar staðfesti að hann hafi verið beittur órétti af stjórnendum deildarinnar auk þess að hafa orðið fyrir þöggun og einelti vegna gagnrýni sinnar á starfshætti skólans. Friðrik glímir við ólæknandi krabbamein, en fimm ára ráðning hans við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands rann út í ágúst árið 2013.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
6
Stjórnmál

Seg­ir um­ræðu um að senda flótta­fólk heim veru­leikafirrta og hættu­lega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár