Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Rektor segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar mikil vonbrigði: „Ekki í samræmi við það sem sagt var fyrir kosningar“

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Ís­lands, gagn­rýn­ir rík­is­fjár­mála­áætl­un harð­lega.

Rektor segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar mikil vonbrigði: „Ekki í samræmi við það sem sagt var fyrir kosningar“

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára valdi sér miklum vonbrigðum og samræmist ekki þeim fyrirheitum sem gefin voru í kosningabaráttu stjórnmálaflokka síðasta haust. 

„Í stuttu máli eru þetta mikil vonbrigði og ekki í samræmi við það sem sagt var af stjórnarflokkunum fyrir kosningar,“ segir Jón Atli í samtali við Stundina.

Hann bendir á að í aðdraganda kosninganna hafi verið einhugur um að Ísland skyldi stefna að því að ná meðaltali OECD-ríkjanna á kjörtímabilinu hvað varðar fjárframlög á hvern háskólanema. 

„Áætlunin er ekki í samræmi við þetta og víðs fjarri stefnu Vísinda- og tækniráðs um að ná OECD meðaltalinu 2016 og Norðurlandameðaltalinu 2020,“ segir Jón Atli.

„Miðað við þessa áætlun og óbreyttan nemendafjölda á háskólastiginu munum við seint ná OECD meðaltalinu – sem ætti að jafnaði ekki að vera mjög metnaðarfullt markmið – og hvað þá Norðurlandameðaltalinu. Eina leiðin til að ná þessum meðaltölum miðað við áætlunina væri mjög mikil fækkun nemenda á háskólastiginu á Íslandi.“

Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti á föstudag, munu framlög hins opinbera til háskólastigsins hækka úr tæpum 41,6 milljörðum króna á árinu 2017 upp í ríflega 44 milljarða króna á áætlunartímabilinu. Er þá kostnaður vegna byggingarframkvæmda við Hús íslenskra fræða á árunum 2017 til 2021 meðtalinn.

„Við teljum afar misvísandi og beinlínis ruglandi að Hús íslenskra fræða sé í áætluninni sett inn með framlögum til háskólanna. Öll hækkun framlaga í málaflokki háskóla fer til byggingar Húss íslenskra fræða fyrstu árin, þ.e. ekki er gert ráð fyrir hækkun framlaga til háskólanna fyrr en eftir að húsið hefur verið reist árið 2020. Þá munu losna um 700 milljónir króna og 1.500 milljónir árið 2021. Þetta þýðir að háskólastigið þarf að bíða í 4 ár eftir innspýtingu sem þó er mjög hógvær.“

Jón Atli segir að ef áætlunin nái fram að ganga muni Háskóli Íslands og Íslendingar að öllum líkindum missa stöðu sína í alþjóðlegum samanburði háskóla. Jafnframt sé ljóst að ekki verði unnt að ráðast í nauðsynlega uppbyggingu á innviðum sem létu verulega á sjá í kjölfar hrunsins.

„Enn blasir sú staðreynd við, og þessi áætlun breytir því ekki, að háskólastigið á Íslandi er verulega undirfjármagnað í öllum samanburði við lönd sem við viljum helst bera okkur saman við.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Ísland vaknar
6
GreiningÓgnir Íslands

Ís­land vakn­ar

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir breyttu lands­lagi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í vik­unni til­lögu að mót­un varn­ar­stefnu sem mið­ar að því að greina ógn­ir og varn­ar­bún­að. Gagn­rýn­end­ur telja stjórn­völd hafa van­rækt varn­ar­mál­in og ekki lag­að stefn­una að breytt­um veru­leika. Pró­fess­or sagði fyr­ir þrem­ur ár­um: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætl­um við að sofa á verð­in­um?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
5
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár