Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Harmleikur við Miklubraut: „Báðir mjög rólegir menn“

Íbúi bú­setukjarna fyr­ir geð­fatl­aða er grun­að­ur um að hafa orð­ið öðr­um að bana í gær­kvöldi. Eng­inn að­drag­andi virð­ist hafa ver­ið að at­vik­inu sam­kvæmt sam­býl­is­manni þeirra og starfs­fólki er brugð­ið. Reykja­vík­ur­borg mun skoða verk­ferla í fram­hald­inu og sjá hvort eitt­hvað hefði ver­ið hægt að gera bet­ur. Borg­ar­full­trúi var­ar við for­dóm­um.

Harmleikur við Miklubraut: „Báðir mjög rólegir menn“

Íbúi búsetukjarna fyrir geðfatlaða við Miklubraut í Reykjavík segir í samtali við Stundina að enginn aðdragandi hafi verið að manndrápinu sem þar var framið í gær. Maðurinn segir jafnframt að hinn látni og meintur gerandi hafi báðir verið mjög rólegir menn og listamenn, hvor á sínu sviði. „Þeir voru búnir að vera hérna lengi. Þeir voru báðir rólegir menn. Það var enginn aðdragandi að þessu, þetta gerðist bara skyndilega,“ segir maðurinn sem sagði að íbúar búsetukjarnans reyndu að halda ró sinni þrátt fyrir ótíðindin. „Ég kunni vel við þá báða.“

Líkt og greint frá í morgun er annar íbúi búsetukjarnans í haldi lögreglunnar grunaður um að hafa orðið öðrum íbúa að bana í gærkvöldi. Hinn handtekni er á fertugsaldri en maðurinn sem lést var á sextugsaldri.

Lögreglu var tilkynnt um alvarlega líkamsárás kl. 21.55. Þegar hún kom á staðinn örskömmu síðar var maðurinn úrskurðaður látinn. Hann hafði orðið fyrir alvarlegri líkamsárás en lögreglan lagði hald á eggvopn, sem grunur leikur á að notað hafi verið við verknaðinn.

Meintur gerandi var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur upp úr hádegi í dag. Hann hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á meðan rannsókn málsins fer fram, eða til 6. nóvember.

 „Það eru tveir nýfarnir, hinn dó úr lungnabólgu. Það eru fimm eftir, en við vorum átta.“

Fimm eftir af átta

Sambýlingur þeirra segist ekki hafa orðið vitni að atvikinu. „Það komu upp átök á milli tveggja manna, en ég vissi ekkert um það þar sem ég var í herberginu mínu.“

Að hans sögn eru íbúar slegnir en halda ró sinni. Þeir hafi nýverið misst annan félaga sinn vegna veikinda. „Þeir eru tveir sem eru nýfarnir, hinn dó úr lungnabólgu. Við erum fimm eftir en vorum átta. Maður átti ekki vona á þessu, en verður að taka þessu með ró,“ segir hann.

Hann vissi ekki til þess að íbúar búsetukjarnans hefðu fengið áfallahjálp, utan þess sem þeir áttu fund með starfsfólkinu í morgun. Hann furðar sig á því hvers vegna ekki var hægt að koma í veg fyrir andlátið og veltir upp þeirri spurningu hvort starfsfólkið hefði eitthvað getað gert til þess að fyrirbyggja það.

Hugur starfsfólks hjá aðstandendum 

Sólarhringsvakt er í húsinu og voru tveir starfsmann á vakt þegar atvikið átti sér stað. Í húsinu búa að jafnaði sex til átta manns sem eiga gjarna langa sögu geðsjúkdóma og glíma við fjölþættan vanda. Flestir sem þar eru eiga einnig við fíkniefnavanda að stríða og margir hafa verið á götunni.

Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs og fyrrum lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Stundina að starfsmennirnir sem voru þarna tveir á vakt hafi brugðist rétt og fagmannlega við atvikinu. Þeir hafi ekki orðið vitni að atburðinum. „Við verðum að gefa lögreglu svigrúm til að rannsaka málið og komast til botns í því hvað gerðist þarna. Það sem ég hef sagt er að starfsmenn voru ekki í hættu. Þeir komu þarna að þegar atlagan var yfirstaðin og engin átök fylgdu í kjölfar þess,“ segir Stefán.

Stefán segir rétt að enn hafi ekki verið boðið upp á sérstaka áfallahjálp. „Verkefni starfsmanna er að styðja við og aðstoða íbúa. Áfallahjálpin kom frá starfsmönnum, til að byrja með, ekki síst þeim sem voru á vettvangi í gærkvöldi. Við erum með sérhæfða og sérþjálfaða starfsmenn sem sinna þessum íbúum og ef þeir þurfa á viðbótaraðstoð þá mun ekki standa á því,“ segir Stefán.

Sjálfur fundaði hann með starfsmönnum í morgun en var þeim mjög brugðið. Í kjölfarið verður farið yfir verkferla hjá borginni til að skoða hvort eitthvað hefði verið hægt að gera betur.

Segir hann að hugur starfsfólks sé hjá aðstandendum málsaðila.

Óttast fordóma

Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, skrifaði um málið á Facebook, þar sem hann varaði við fordómum og brýnir fyrir fólki að dæma búsetukjarnann ekki út frá þessum harmleik: „Í gærkvöldi gerðist samkvæmt fréttum sá hörmulegi atburður að íbúi í búsetukjarna við Miklubraut varð öðrum íbúa að bana. Þessi búsetukjarni er rekinn fyrir fólk sem á við geðrænan vanda sem og fíknivanda að stríða og því miður tel ég hættu á að þessi atburður gæti orðið til að auka fordóma í garð þessa jaðarsetta hóps.

Við mannfólkið hugsum í sögum. Einn daginn er sagan sú að of margir séu á götunni en núna er sagan sú að einn sem var ekki á götunni drap annan. Hvort tveggja er auðvitað rétt en fólki hættir til að hugsa um bara eina sögu í einu. Okkur hættir líka til að hugsa sem svo þegar skelfilegir atburðir gerast að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þá með hinum eða þessum einfalda hætti.

Því miður tel ég hættu á að þessi atburður gæti orðið til að auka fordóma í garð þessa jaðarsetta hóps

Auk fordómahættu tel ég líka hættu á að einhverjir muni hugsa sem svo að tilvist þessa búsetukjarna sem slík hafi verið þarna einhvers konar orsakavaldur. Að þessa menn hefði til dæmis átt að meðhöndla með einhverjum öðrum hætti en að setja það í hærri forgang að taka þá af götunni en að koma þeim úr neyslu. 

Málið er að við vitum ekki allar staðreyndir (enginn veit það) og vitum ekki heldur hvernig einhver einn tiltekinn hlutur hefði þróast ef eitthvað hefði verið gert öðruvísi en það var gert. Stefna í svona erfiðum málum verður ekki mótuð út frá einstökum sögum heldur því hvað virkar best í heildina.

Er það almennt séð betra fyrir velferð þessa hóps að vera inni í kerfinu og í húsnæði en að vera úti á götunni?

Það er stóra spurningin. Svari hver fyrir sig.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
4
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
5
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
8
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár