Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Harmleikur við Miklubraut: „Báðir mjög rólegir menn“

Íbúi bú­setukjarna fyr­ir geð­fatl­aða er grun­að­ur um að hafa orð­ið öðr­um að bana í gær­kvöldi. Eng­inn að­drag­andi virð­ist hafa ver­ið að at­vik­inu sam­kvæmt sam­býl­is­manni þeirra og starfs­fólki er brugð­ið. Reykja­vík­ur­borg mun skoða verk­ferla í fram­hald­inu og sjá hvort eitt­hvað hefði ver­ið hægt að gera bet­ur. Borg­ar­full­trúi var­ar við for­dóm­um.

Harmleikur við Miklubraut: „Báðir mjög rólegir menn“

Íbúi búsetukjarna fyrir geðfatlaða við Miklubraut í Reykjavík segir í samtali við Stundina að enginn aðdragandi hafi verið að manndrápinu sem þar var framið í gær. Maðurinn segir jafnframt að hinn látni og meintur gerandi hafi báðir verið mjög rólegir menn og listamenn, hvor á sínu sviði. „Þeir voru búnir að vera hérna lengi. Þeir voru báðir rólegir menn. Það var enginn aðdragandi að þessu, þetta gerðist bara skyndilega,“ segir maðurinn sem sagði að íbúar búsetukjarnans reyndu að halda ró sinni þrátt fyrir ótíðindin. „Ég kunni vel við þá báða.“

Líkt og greint frá í morgun er annar íbúi búsetukjarnans í haldi lögreglunnar grunaður um að hafa orðið öðrum íbúa að bana í gærkvöldi. Hinn handtekni er á fertugsaldri en maðurinn sem lést var á sextugsaldri.

Lögreglu var tilkynnt um alvarlega líkamsárás kl. 21.55. Þegar hún kom á staðinn örskömmu síðar var maðurinn úrskurðaður látinn. Hann hafði orðið fyrir alvarlegri líkamsárás en lögreglan lagði hald á eggvopn, sem grunur leikur á að notað hafi verið við verknaðinn.

Meintur gerandi var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur upp úr hádegi í dag. Hann hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á meðan rannsókn málsins fer fram, eða til 6. nóvember.

 „Það eru tveir nýfarnir, hinn dó úr lungnabólgu. Það eru fimm eftir, en við vorum átta.“

Fimm eftir af átta

Sambýlingur þeirra segist ekki hafa orðið vitni að atvikinu. „Það komu upp átök á milli tveggja manna, en ég vissi ekkert um það þar sem ég var í herberginu mínu.“

Að hans sögn eru íbúar slegnir en halda ró sinni. Þeir hafi nýverið misst annan félaga sinn vegna veikinda. „Þeir eru tveir sem eru nýfarnir, hinn dó úr lungnabólgu. Við erum fimm eftir en vorum átta. Maður átti ekki vona á þessu, en verður að taka þessu með ró,“ segir hann.

Hann vissi ekki til þess að íbúar búsetukjarnans hefðu fengið áfallahjálp, utan þess sem þeir áttu fund með starfsfólkinu í morgun. Hann furðar sig á því hvers vegna ekki var hægt að koma í veg fyrir andlátið og veltir upp þeirri spurningu hvort starfsfólkið hefði eitthvað getað gert til þess að fyrirbyggja það.

Hugur starfsfólks hjá aðstandendum 

Sólarhringsvakt er í húsinu og voru tveir starfsmann á vakt þegar atvikið átti sér stað. Í húsinu búa að jafnaði sex til átta manns sem eiga gjarna langa sögu geðsjúkdóma og glíma við fjölþættan vanda. Flestir sem þar eru eiga einnig við fíkniefnavanda að stríða og margir hafa verið á götunni.

Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs og fyrrum lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Stundina að starfsmennirnir sem voru þarna tveir á vakt hafi brugðist rétt og fagmannlega við atvikinu. Þeir hafi ekki orðið vitni að atburðinum. „Við verðum að gefa lögreglu svigrúm til að rannsaka málið og komast til botns í því hvað gerðist þarna. Það sem ég hef sagt er að starfsmenn voru ekki í hættu. Þeir komu þarna að þegar atlagan var yfirstaðin og engin átök fylgdu í kjölfar þess,“ segir Stefán.

Stefán segir rétt að enn hafi ekki verið boðið upp á sérstaka áfallahjálp. „Verkefni starfsmanna er að styðja við og aðstoða íbúa. Áfallahjálpin kom frá starfsmönnum, til að byrja með, ekki síst þeim sem voru á vettvangi í gærkvöldi. Við erum með sérhæfða og sérþjálfaða starfsmenn sem sinna þessum íbúum og ef þeir þurfa á viðbótaraðstoð þá mun ekki standa á því,“ segir Stefán.

Sjálfur fundaði hann með starfsmönnum í morgun en var þeim mjög brugðið. Í kjölfarið verður farið yfir verkferla hjá borginni til að skoða hvort eitthvað hefði verið hægt að gera betur.

Segir hann að hugur starfsfólks sé hjá aðstandendum málsaðila.

Óttast fordóma

Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, skrifaði um málið á Facebook, þar sem hann varaði við fordómum og brýnir fyrir fólki að dæma búsetukjarnann ekki út frá þessum harmleik: „Í gærkvöldi gerðist samkvæmt fréttum sá hörmulegi atburður að íbúi í búsetukjarna við Miklubraut varð öðrum íbúa að bana. Þessi búsetukjarni er rekinn fyrir fólk sem á við geðrænan vanda sem og fíknivanda að stríða og því miður tel ég hættu á að þessi atburður gæti orðið til að auka fordóma í garð þessa jaðarsetta hóps.

Við mannfólkið hugsum í sögum. Einn daginn er sagan sú að of margir séu á götunni en núna er sagan sú að einn sem var ekki á götunni drap annan. Hvort tveggja er auðvitað rétt en fólki hættir til að hugsa um bara eina sögu í einu. Okkur hættir líka til að hugsa sem svo þegar skelfilegir atburðir gerast að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þá með hinum eða þessum einfalda hætti.

Því miður tel ég hættu á að þessi atburður gæti orðið til að auka fordóma í garð þessa jaðarsetta hóps

Auk fordómahættu tel ég líka hættu á að einhverjir muni hugsa sem svo að tilvist þessa búsetukjarna sem slík hafi verið þarna einhvers konar orsakavaldur. Að þessa menn hefði til dæmis átt að meðhöndla með einhverjum öðrum hætti en að setja það í hærri forgang að taka þá af götunni en að koma þeim úr neyslu. 

Málið er að við vitum ekki allar staðreyndir (enginn veit það) og vitum ekki heldur hvernig einhver einn tiltekinn hlutur hefði þróast ef eitthvað hefði verið gert öðruvísi en það var gert. Stefna í svona erfiðum málum verður ekki mótuð út frá einstökum sögum heldur því hvað virkar best í heildina.

Er það almennt séð betra fyrir velferð þessa hóps að vera inni í kerfinu og í húsnæði en að vera úti á götunni?

Það er stóra spurningin. Svari hver fyrir sig.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár