Umræða um dánaraðstoð hefur ekki farið fram hjá Landlæknisembættinu frá því að Birgir Jakobsson landlæknir tólk við starfinu fyrir tveimur árum. „Ég ber mikla virðingu fyrir því að þessi umræða komi upp en ég er alfarið á móti því að fara inn á þessa braut. Ég hef lengst af starfsferils míns verið í Svíþjóð þar sem þessi umræða hefur einnig komið upp og þar skiptast menn líka í tvo flokka. Ég hef alltaf verið í hópi þeirra sem eru á móti þessu.“
Birgir segist ekki geta ímyndað sér hvaða áhrif það gæti haft á heilbrigðisstarfsfólk ef dánaraðstoð yrði leyfð. „Ég held að fæstir innan heilbrigðiskerfisins myndu vilja taka þátt í dánaraðstoð. Flestir myndu ekki vilja fara yfir þessi mörk. Ég held að það væri hættulegt ef við færum yfir þessi mörk.“
Líknarmeðferð
Birgir segir að að sínu mati stríði dánaraðstoð gegn læknaeiðnum og sé óþörf þar sem boðið er upp …
Athugasemdir