Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Hætt við friðlýsingu vegna Landsvirkjunar

Kvöld­ið áð­ur en Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son, þá­ver­andi um­hverf­is­ráð­herra, ætl­aði að skrifa und­ir breytt mörk á friðlandi Þjórsár­vera hætti hann skyndi­lega við. Í kjöl­far­ið fund­aði ráðu­neyt­ið með Lands­virkj­un, en eng­in gögn hafa feng­ist af­hent frá þess­um fundi. Nýj­ar til­lög­ur ráð­herra að mörk­um frið­lands byggja á hug­mynd­um Lands­virkj­un­ar.

Hætt við friðlýsingu vegna Landsvirkjunar
Ákvörðunin er ráðherrans Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, hætti við friðlýsinguna á íðustu stundu. Lögmennirnir segja hann hafa afsalað sér valdi til Landsvirkjunar. Forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, sendi ráðuneytinu tillögu að nýjum friðlandsmörkum en segir það ráðherrans að taka afstöðu til þeirra. Mynd: Samsett

21. júní 2013 átti að vera hátíðsdagur í Árnesi við Þjórsá. Ráðherra var á leiðinni í sveitina til þess að skrifa undir friðlýsingu á stækkuðu friðlandi Þjórsárvera. Fyrir fólkið sem hefur staðið í áratugalangri baráttu fyrir verndun Þjórsárvera var þetta stór áfangi og fagnaðarhöld framundan. Búið var að baka kökurnar, hafa til sparifötin og skrifa ræðurnar.

Kvöldið áður en undirskriftin átti að fara fram bárust hins vegar óvænt skilaboð frá ráðherra þar sem hætt var við allt saman.
Skilaboðin voru ekki aðeins óvænt, heldur voru þau óskiljanleg, ekki síst í ljósi þess að friðlýsingarferlið hafði staðið frá 2009 samkvæmt Náttúruverndaráætlun 2009-20013 og síðan samkvæmt lagaskyldu eftir samþykkt á þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sem sett var á grundvelli laga um verndar- og orkunýtingaráætlun.

 

 „Hvað gerðist?“ var spurning sem brann á vörum fólksins. Til að komast til botns í því fengu fjögur náttúruverndarsamtök, Vinir Þjórsárvera, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár