21. júní 2013 átti að vera hátíðsdagur í Árnesi við Þjórsá. Ráðherra var á leiðinni í sveitina til þess að skrifa undir friðlýsingu á stækkuðu friðlandi Þjórsárvera. Fyrir fólkið sem hefur staðið í áratugalangri baráttu fyrir verndun Þjórsárvera var þetta stór áfangi og fagnaðarhöld framundan. Búið var að baka kökurnar, hafa til sparifötin og skrifa ræðurnar.
Kvöldið áður en undirskriftin átti að fara fram bárust hins vegar óvænt skilaboð frá ráðherra þar sem hætt var við allt saman.
Skilaboðin voru ekki aðeins óvænt, heldur voru þau óskiljanleg, ekki síst í ljósi þess að friðlýsingarferlið hafði staðið frá 2009 samkvæmt Náttúruverndaráætlun 2009-20013 og síðan samkvæmt lagaskyldu eftir samþykkt á þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sem sett var á grundvelli laga um verndar- og orkunýtingaráætlun.
„Hvað gerðist?“ var spurning sem brann á vörum fólksins. Til að komast til botns í því fengu fjögur náttúruverndarsamtök, Vinir Þjórsárvera, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands …
Athugasemdir