Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Hætt við friðlýsingu vegna Landsvirkjunar

Kvöld­ið áð­ur en Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son, þá­ver­andi um­hverf­is­ráð­herra, ætl­aði að skrifa und­ir breytt mörk á friðlandi Þjórsár­vera hætti hann skyndi­lega við. Í kjöl­far­ið fund­aði ráðu­neyt­ið með Lands­virkj­un, en eng­in gögn hafa feng­ist af­hent frá þess­um fundi. Nýj­ar til­lög­ur ráð­herra að mörk­um frið­lands byggja á hug­mynd­um Lands­virkj­un­ar.

Hætt við friðlýsingu vegna Landsvirkjunar
Ákvörðunin er ráðherrans Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, hætti við friðlýsinguna á íðustu stundu. Lögmennirnir segja hann hafa afsalað sér valdi til Landsvirkjunar. Forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, sendi ráðuneytinu tillögu að nýjum friðlandsmörkum en segir það ráðherrans að taka afstöðu til þeirra. Mynd: Samsett

21. júní 2013 átti að vera hátíðsdagur í Árnesi við Þjórsá. Ráðherra var á leiðinni í sveitina til þess að skrifa undir friðlýsingu á stækkuðu friðlandi Þjórsárvera. Fyrir fólkið sem hefur staðið í áratugalangri baráttu fyrir verndun Þjórsárvera var þetta stór áfangi og fagnaðarhöld framundan. Búið var að baka kökurnar, hafa til sparifötin og skrifa ræðurnar.

Kvöldið áður en undirskriftin átti að fara fram bárust hins vegar óvænt skilaboð frá ráðherra þar sem hætt var við allt saman.
Skilaboðin voru ekki aðeins óvænt, heldur voru þau óskiljanleg, ekki síst í ljósi þess að friðlýsingarferlið hafði staðið frá 2009 samkvæmt Náttúruverndaráætlun 2009-20013 og síðan samkvæmt lagaskyldu eftir samþykkt á þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sem sett var á grundvelli laga um verndar- og orkunýtingaráætlun.

 

 „Hvað gerðist?“ var spurning sem brann á vörum fólksins. Til að komast til botns í því fengu fjögur náttúruverndarsamtök, Vinir Þjórsárvera, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár