Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hæstiréttur staðfestir að Eyjólfur verði sendur til Noregs

Hæstirétt­ur Ís­lands stað­festi rétt í þessu dóm Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur um að fimm ára gam­all dreng­ur skuli nauð­ug­ur flutt­ur frá fjöl­skyldu sinni og til Nor­egs þar sem hann verð­ur vist­að­ur til 18 ára ald­urs. „Hvað á ég að gera?“ spyr Elva Christ­ina, móð­ir Eyj­ólfs.

Hæstiréttur staðfestir að Eyjólfur verði sendur til Noregs
Eyjólfur Móðir Eyjólfs hefur tuttugu og fimm daga til þess að kveðja son sinn fyrir fullt og allt. Mynd: Notandi

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fimm ára gamals íslensks drengs sem norska barnaverndin vill fá í sína vörslu.

Amma og Eyjólfur
Amma og Eyjólfur Helena Brynjólfsdóttir hefur barist fyrir því að halda í forsjá yfir Eyjólfi en hún flúði með hann til Íslands í sumar.

Stundin hefur fjallað ítarlega um málið undanfarna mánuði eða allt frá því amma drengsins, Helena Brynjólfsdóttir, flúði með hann hingað til lands í sumar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á grundvelli Haag-samningsins en samkvæmt honum hvílir sú skylda á íslenskum yfirvöldum að ákveða að barni, sem hefur verið flutt til landsins með ólögmætum hætti, eða er haldið hér á landi á ólögmætan hátt, skuli skilað þegar í stað.

Dómurinn er áfall fyrir fjölskyldu drengsins en hún hefur barist fyrir því að fá lausn sinna mála hér á landi í stað þess að senda fimm ára gamalt barnið til Noregs þar sem hann þekkir ekki neinn og talar ekki norsku.

„Hvað á ég að gera?“ spurði Elva Christina, móðir Eyjólfs, í samtali við Stundina skömmu eftir að hún fékk símtal frá lögfræðingi sínum sem tjáði henni niðurstöðuna. Hún segir fjölskylduna fá að verja 25 dögum með Eyjólfi áður en hann verður tekinn með lögregluvaldi og fluttur nauðugur til Noregs þann 4. desember næstkomandi.

Dagur í lífi Eyjólfs

Blaðamaður eyddi degi með Eyjólfi sem vaknaði með bros á vör og fór að sofa með bros á vör.

Nú þurfa stjórnvöld að bregðast við

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur að undanförnu verið í sambandi við forsvarsmenn norsku barnaverndarinnar en líkt og Stundin greindi frá þá vildu talsmenn norsku barnaverndarinnar fyrst fá niðurstöðu í dóm Hæstaréttar áður en næstu skref yrðu stigin í málinu. Nú hefur dómur fallið og þetta gæti þýtt að norska barnaverndin fái Eyjólf í sína vörslu áður en íslensk barnaverndaryfirvöld geta samið um lausn málsins. Það þýðir að Eyjólfur verður fluttur til Noregs til þess eins að vera fluttur aftur til Íslands þar sem mál hans og fjölskyldu hans yrðu leyst í samvinnu við íslensk stjórnvöld.

„Þá verður slitið á öll tengsl
drengsins við fjölskyldumeðlimi“

Ef íslensk stjórnvöld ná ekki samkomulagi við norsku barnaverndina þá fær enginn nema móðir drengsins, Elva Christina, að hitta hann næstu þrettán árin. Heimsóknartíminn hennar yrði líka af afar skornum skammti. Tvær heimsóknir á ári og í tvo klukkutíma í senn undir ströngu eftirliti norsku barnaverndarinnar. Þá verður slitið á öll tengsl drengsins við fjölskyldumeðlimi, þar á meðal ömmu drengsins, Helenu, sem hefur alið hann upp nánast frá blautu barnsbeini.

Í nýjasta tölublaði Stundarinnar er rætt við Elvu Christinu sem segist óttast það mest að Eyjólfur verði tekinn af henni og hún fái ekki að sjá hann: „Að Eyjólfur eigi eftir að gleyma mér á þessum árum. Að hann verði misnotaður á fósturheimilinu í Noregi eins og tugir ef ekki hundruð barna hafa lent í þarna úti. Að ég geti ekkert gert til að hjálpa litla drengnum mínum þegar hann er í neyð eða ef það er brotið á honum. Að eyðileggja hann fyrir lífstíð því ég barðist við fíkniefnadjöfulinn og tapaði í fyrstu. Það óttast ég mest.“

Elskar að leika sér úti

Blaðamaður hitti Eyjólf þar sem hann býr ásamt ömmu sinni og mömmu í Álfheimum í Reykjavík. Eyjólfur er fjörugur, skýr og skemmtilegur fimm ára strákur sem virðist elska fjölskylduna sína.  Þá á hann vini í leikskólanum og finnst afskaplega gaman að leika sér við frænkur sínar, þær Helenu og Siggu. Honum finnst gaman í fótbolta og að vera úti að leika sér. Úti að leika sér með vinum sínum frá leikskólanum. Leikskólanum sem hann gæti verið rifinn frá eftir tæpan mánuð.

„Af hverju ætti að refsa honum fyrir það sem ég hef gert? Ég hef tekið þeim afleiðingum og ég er tilbúin að taka út mína refsingu, hver sem hún er. Aldrei gæti ég samt lifað með því ef hann yrði tekinn frá mér og sendur í burtu. Aldrei. Ég veit ekki hvað ég geri ef ég missi hann,“ sagði Elva Christina og var auðsjáanlega mikið niður fyrir.

„Ekki taka hann frá mér. Geturðu beðið þau um það? Að taka hann ekki frá mér.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnavernd í Noregi

Helena reynir að bjarga húsinu: Eyjólfur fær að alast upp á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Helena reyn­ir að bjarga hús­inu: Eyj­ólf­ur fær að al­ast upp á Ís­landi

Á með­an Helena Brynj­ólfs­dótt­ir reyn­ir að bjarga hús­inu sínu í Nor­egi þá eru norsk og ís­lensk yf­ir­völd að klára sam­komu­lag land­anna á milli varð­andi fram­tíð Eyj­ólfs Krist­ins. Elva Christ­ina hef­ur fyr­ir­gert rétti sín­um í Nor­egi með því skil­yrði að hann fái að al­ast upp á Ís­landi. Norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vilja að hon­um sé kom­ið í fóst­ur ut­an fjöl­skyld­unn­ar.
Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Meira en tí­falt lík­legra að barn sé tek­ið af ís­lensku for­eldri í Nor­egi en á Ís­landi

Norska barna­vernd­in hef­ur tek­ið 11 ís­lensk börn á að­eins tveim­ur ár­um í Nor­egi og kom­ið fyr­ir í var­an­legu fóstri. „For­eldr­ar geta áfrýj­að ár hvert en á hinn bóg­inn er sjald­gæft að slík­ar áfrýj­an­ir séu tekn­ar til skoð­un­ar,“ seg­ir einn æðsti yf­ir­mað­ur norsku barna­vernd­ar­inn­ar.
Norska barnaverndin setur skilyrði: Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól
FréttirBarnavernd í Noregi

Norska barna­vernd­in set­ur skil­yrði: Eyj­ólf­ur fær nýja fjöl­skyldu fyr­ir jól

Móð­ir og fað­ir Eyj­ólfs þurfa að fyr­ir­gera rétti sín­um til þess að sækja mál gegn norsku barna­vernd­inni ef stofn­un­in á að taka það til greina að vista son þeirra á Ís­landi. Ef þau gera það ekki verð­ur Eyj­ólf­ur flutt­ur með valdi til Nor­egs í byrj­un des­em­ber, þar sem bú­ið er að finna hon­um fjöl­skyldu.

Mest lesið

Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
2
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
3
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Það sem bankarnir hafa grætt á hækkunarskeiðinu
10
Fréttir

Það sem bank­arn­ir hafa grætt á hækk­un­ar­skeið­inu

Fyrr í vik­unni batt pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands endi á þriggja og hálfs árs langt stýri­vaxta­hækk­un­ar­skeið. Meg­in­vext­ir bank­ans voru lækk­að­ir um 0,25 pró­sent en höfðu stað­ið óbreytt­ir í 9,25 pró­sent­um sam­fleytt í 58 vik­ur. Frá 2021 til júní á þessu ári hafa þrír stærstu við­skipta­bank­ar lands­ins hal­að inn 462 millj­örð­um króna í hrein­ar vaxta­tekj­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
5
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
9
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár