„Íslendingar senda ekki hælisleitendur til baka til Grikklands nú um stundir. Grikkland er ekki talið öruggt land. Það á einnig við um Ítalíu og Ungverjaland, þau eru til viðbótar ekki talin örugg lönd. Það er ekki óhætt að senda fólk til baka þangað.“ Þetta sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra í svari við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna, á Alþingi þann 17. september síðastliðinn.
Í gær staðfesti hins vegar Hæstiréttur Íslands niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tveimur hælisleitendum yrði vísað úr landi og þeir sendir aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.
Athugasemdir