Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Greiðslukortafyrirtæki Kjartans í mikilli sókn þrátt fyrir taprekstur

Töp­uðu rúm­um 30 millj­ón­um á fyrsta heila rekstr­ar­ári sínu. Bjóða upp á fyr­ir­fram­greidd greiðslu­kort í banka­laus­um við­skipt­um. Fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Kjart­an Gunn­ars­son, á þriðj­ungs­hlut. Á fjórða þús­und not­end­ur.

Greiðslukortafyrirtæki Kjartans í mikilli sókn þrátt fyrir taprekstur
Bankalaus viðskipti Greiðslukortafyrirtæki Kjartans Gunnarssonar og meðfjárfesta hans er sérstakt fyrir þær sakir að bankar koma ekkert að viðskiptum þess. Félagið skilaði tapi á sínu fyrsta heila rekstrarári en skuldar aðeins hluthöfum sínum fjármuni. Mynd: Pressphotos.biz - (Geirix)

Greiðslukortafyrirtæki Kjartans Gunnarssonar, lögfræðings, kaupsýslumanns og fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, tapaði rúmlega 30 milljónum króna á sínu fyrsta heila rekstarári í fyrra. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins. Ingólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem heitir i-Kort ehf., segir að það taki tíma að byggja upp slíkt fyrirtæki. „Það tekur sinn tíma að byggja upp viðskiptamannagrunninn og notkunin hefur verið að aukast jafnt og þétt og margir kunna vel við að hafa þessa samkeppni og það eru mjög margir sem vilja hafa eitthvað af sínum viðskiptum utan við banka.“ Ingólfur á þriðjungshlut í fyrirtækinu á móti Kjartani og Viktori Ólasyni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár