Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Græða fimmtán milljarða - segja upp 86 í láglaunastörfum

HB Grandi hef­ur hagn­ast um 15 millj­arða króna á þrem­ur ár­um, en seg­ir upp öllu fisk­verk­un­ar­fólki á Akra­nesi til að hagræða.

Græða fimmtán milljarða - segja upp 86 í láglaunastörfum
Fiskverkun í Granda Útgerð sem hagnast hefur gríðarlega á síðustu árum er nú að skera niður í fiskverkunarstörfum á Akranesi og flytja störf til Reykjavíkur.

HB Grandi, sem græddi 3,5 milljarða króna í fyrra eftir skatta og afskriftir, hefur sagt upp 86 starfsmönnum í botnfiskvinnslu á Akranesi í hagræðingarskyni, þrátt fyrir tilraunir bæjaryfirvalda til telja stjórnendum félagsins hughvarf með því að bjóða fram betri hafnaraðstöðu. 

Uppsagnirnar eru „gríðarlegt högg“ fyrir Akranes, að sögn Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness. HB í nafinu HB Grandi stendur fyrir Harald Böðvarsson, sem var stórt útgerðarfyrirtæki á Akranesi. Félagið sameinaðist Granda í Reykjavík árið 2004 undir því fororði að fiskvinnsla héldi áfram á Akranesi. „Það er bara búið að reka okkur öll,“ sagði fiskvinnslukonan Elsa Hrönn Gísladóttir í samtali við Vísi. Starfsfólkinu var greint frá því að hugsanlega fengi það áframhaldandi starf í vinnslu fyrirtækisins í Reykjavík. 

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri félagsins, greindi starfsmönnum frá lokuninni á fundi seinni partinn í dag. 

Mikill hagnaður

Síðustu þrjú ár hefur HB Grandi hagnast um meira en 15 milljarða króna. 

Árið 2015 hagnaðist HB Grandi um 6,5 milljarða króna og árið 2014 5,6 milljarða króna eftir skatta og afskriftir. Hagnaðurinn var 5,7 milljarðar króna árið 2013.

HB Grandi er skráður eigandi að aflaheimildum að andvirði 15,4 milljörðum króna í bókhaldi félagsins. Kvóti félagsins er hins vegar skráður á kaupvirði en ekki markaðsvirði í bókhaldinu.

Félagið greiddi 828 milljónir króna í veiðigjöld árið 2015.

Að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða

Í ársskýrslu Granda er meðal annars tilgreint að það leitist við að stýra rekstraráhættu sinni, bæði vegna fjárhags og orðspors. „Samstæðan leitast við að stýra rekstraráhættu með hagkvæmum hætti til að forðast fjárhagslegt tap og til að vernda orðstír hennar.“

Fimm af tíu stærstu eigendum HB Granda eru lífeyrissjóðir. Lífeyrissjóður verslunarmanna á 13,2 prósent í félaginu, Gildi lífeyrissjóður 7 prósent, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins á 6 prósent fyrir A-deild og 2,2 prósent fyrir B-deild og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 2,1 prósent. 

Útgerð Haraldar Böðvarssonar hefur átt 120 ára starfstíma á Akranesi, en hann hóf útgerð sína 17 ára gamall á sexæringnum Helgu Maríu og byggði upp elsta starfandi útgerðarfyrirtæki landsins á Akranesi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár