Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Græða fimmtán milljarða - segja upp 86 í láglaunastörfum

HB Grandi hef­ur hagn­ast um 15 millj­arða króna á þrem­ur ár­um, en seg­ir upp öllu fisk­verk­un­ar­fólki á Akra­nesi til að hagræða.

Græða fimmtán milljarða - segja upp 86 í láglaunastörfum
Fiskverkun í Granda Útgerð sem hagnast hefur gríðarlega á síðustu árum er nú að skera niður í fiskverkunarstörfum á Akranesi og flytja störf til Reykjavíkur.

HB Grandi, sem græddi 3,5 milljarða króna í fyrra eftir skatta og afskriftir, hefur sagt upp 86 starfsmönnum í botnfiskvinnslu á Akranesi í hagræðingarskyni, þrátt fyrir tilraunir bæjaryfirvalda til telja stjórnendum félagsins hughvarf með því að bjóða fram betri hafnaraðstöðu. 

Uppsagnirnar eru „gríðarlegt högg“ fyrir Akranes, að sögn Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness. HB í nafinu HB Grandi stendur fyrir Harald Böðvarsson, sem var stórt útgerðarfyrirtæki á Akranesi. Félagið sameinaðist Granda í Reykjavík árið 2004 undir því fororði að fiskvinnsla héldi áfram á Akranesi. „Það er bara búið að reka okkur öll,“ sagði fiskvinnslukonan Elsa Hrönn Gísladóttir í samtali við Vísi. Starfsfólkinu var greint frá því að hugsanlega fengi það áframhaldandi starf í vinnslu fyrirtækisins í Reykjavík. 

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri félagsins, greindi starfsmönnum frá lokuninni á fundi seinni partinn í dag. 

Mikill hagnaður

Síðustu þrjú ár hefur HB Grandi hagnast um meira en 15 milljarða króna. 

Árið 2015 hagnaðist HB Grandi um 6,5 milljarða króna og árið 2014 5,6 milljarða króna eftir skatta og afskriftir. Hagnaðurinn var 5,7 milljarðar króna árið 2013.

HB Grandi er skráður eigandi að aflaheimildum að andvirði 15,4 milljörðum króna í bókhaldi félagsins. Kvóti félagsins er hins vegar skráður á kaupvirði en ekki markaðsvirði í bókhaldinu.

Félagið greiddi 828 milljónir króna í veiðigjöld árið 2015.

Að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða

Í ársskýrslu Granda er meðal annars tilgreint að það leitist við að stýra rekstraráhættu sinni, bæði vegna fjárhags og orðspors. „Samstæðan leitast við að stýra rekstraráhættu með hagkvæmum hætti til að forðast fjárhagslegt tap og til að vernda orðstír hennar.“

Fimm af tíu stærstu eigendum HB Granda eru lífeyrissjóðir. Lífeyrissjóður verslunarmanna á 13,2 prósent í félaginu, Gildi lífeyrissjóður 7 prósent, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins á 6 prósent fyrir A-deild og 2,2 prósent fyrir B-deild og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 2,1 prósent. 

Útgerð Haraldar Böðvarssonar hefur átt 120 ára starfstíma á Akranesi, en hann hóf útgerð sína 17 ára gamall á sexæringnum Helgu Maríu og byggði upp elsta starfandi útgerðarfyrirtæki landsins á Akranesi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár