Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Græða fimmtán milljarða - segja upp 86 í láglaunastörfum

HB Grandi hef­ur hagn­ast um 15 millj­arða króna á þrem­ur ár­um, en seg­ir upp öllu fisk­verk­un­ar­fólki á Akra­nesi til að hagræða.

Græða fimmtán milljarða - segja upp 86 í láglaunastörfum
Fiskverkun í Granda Útgerð sem hagnast hefur gríðarlega á síðustu árum er nú að skera niður í fiskverkunarstörfum á Akranesi og flytja störf til Reykjavíkur.

HB Grandi, sem græddi 3,5 milljarða króna í fyrra eftir skatta og afskriftir, hefur sagt upp 86 starfsmönnum í botnfiskvinnslu á Akranesi í hagræðingarskyni, þrátt fyrir tilraunir bæjaryfirvalda til telja stjórnendum félagsins hughvarf með því að bjóða fram betri hafnaraðstöðu. 

Uppsagnirnar eru „gríðarlegt högg“ fyrir Akranes, að sögn Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness. HB í nafinu HB Grandi stendur fyrir Harald Böðvarsson, sem var stórt útgerðarfyrirtæki á Akranesi. Félagið sameinaðist Granda í Reykjavík árið 2004 undir því fororði að fiskvinnsla héldi áfram á Akranesi. „Það er bara búið að reka okkur öll,“ sagði fiskvinnslukonan Elsa Hrönn Gísladóttir í samtali við Vísi. Starfsfólkinu var greint frá því að hugsanlega fengi það áframhaldandi starf í vinnslu fyrirtækisins í Reykjavík. 

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri félagsins, greindi starfsmönnum frá lokuninni á fundi seinni partinn í dag. 

Mikill hagnaður

Síðustu þrjú ár hefur HB Grandi hagnast um meira en 15 milljarða króna. 

Árið 2015 hagnaðist HB Grandi um 6,5 milljarða króna og árið 2014 5,6 milljarða króna eftir skatta og afskriftir. Hagnaðurinn var 5,7 milljarðar króna árið 2013.

HB Grandi er skráður eigandi að aflaheimildum að andvirði 15,4 milljörðum króna í bókhaldi félagsins. Kvóti félagsins er hins vegar skráður á kaupvirði en ekki markaðsvirði í bókhaldinu.

Félagið greiddi 828 milljónir króna í veiðigjöld árið 2015.

Að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða

Í ársskýrslu Granda er meðal annars tilgreint að það leitist við að stýra rekstraráhættu sinni, bæði vegna fjárhags og orðspors. „Samstæðan leitast við að stýra rekstraráhættu með hagkvæmum hætti til að forðast fjárhagslegt tap og til að vernda orðstír hennar.“

Fimm af tíu stærstu eigendum HB Granda eru lífeyrissjóðir. Lífeyrissjóður verslunarmanna á 13,2 prósent í félaginu, Gildi lífeyrissjóður 7 prósent, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins á 6 prósent fyrir A-deild og 2,2 prósent fyrir B-deild og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 2,1 prósent. 

Útgerð Haraldar Böðvarssonar hefur átt 120 ára starfstíma á Akranesi, en hann hóf útgerð sína 17 ára gamall á sexæringnum Helgu Maríu og byggði upp elsta starfandi útgerðarfyrirtæki landsins á Akranesi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár