„Lausafjárstaðan er áfram aðalatriði og viðleitnin í að lækka rekstrarkostnað heldur áfram í gegnum víðtækar aðgerðir sem munu lækka lausafjárkostnað um allt að 300 milljónir dollara,“ segir í fréttatilkynningu frá Rio Tinto Group, móðurfélagi álsversins í Straumsvík í dag. Í dag fer fram í London fjárfestadagur Rio Tinto Group þar sem fyrirtækið er kynnt sem fjárfestingarkostur og er tilkynningin send út til ýmissa aðila á markaði í tilefni af því.
Hamrað á kostnaðarlækkun
Rio Tinto á Íslandi hefur átt í hörðum samningadeilum við starfsmenn álversins og aðila atvinnumarkaðarsins í kjaraviðræðum þar sem mikið hefur borið á milli og var viðræðunum hætt í bili í síðustu viku. Til stóð að starfsmenn álversins færu í verkfall þar sem Rio Tinto hefur ekki viljað endursemja við þá um laun og vilja forsvarsmenn álversins þess í stað fá heimildir til að bjóða út störf í verktöku sem hingað til hafa verið unnin af fastráðnum starfsmönnum. Fyrirtækið á Íslandi hefur mjög skýrar línur frá móðurfélaginu í London um þetta en í markaðsgreinum frá Goldman Sachs og Deutsche Bank sem Stundin greindi frá í síðustu viku kom fram að höfundar þeirra teldu mjög mikilvægt að Rio Tinto næði að sýna fram á eins mikinn niðurskurð og mögulegt væri á þessu fjárfestadegi „Fókusinn á fjárfestadeginum verður álframleiðsluhlutinn þar sem fjárfestar munu geta hitt Alf Barrios, forstjóra álframleiðsluhlutans í London. Við búumst við að fókus stjórnendanna verði á lækkun kostnaðar og lægri fjárfestingu í varanlegum rekstrarfjármunum,“ sagði í greiningu Goldman.
Athugasemdir