Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Birgitta: „Getur einhver útskýrt fyrir mér muninn á Framsókn og VG?“

Pírat­inn Birgitta Jóns­dótt­ir kenn­ir Vinstri græn­um um að ekki var mynd­uð fimm flokka stjórn og spyr hver mun­ur­inn sé á stefnu­mál­um Fram­sókn­ar­flokks­ins og VG.

Birgitta: „Getur einhver útskýrt fyrir mér muninn á Framsókn og VG?“

Birgitta Jónsdóttir, forystukona í Pírötum, kennir Vinstri grænum um að það slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar skömmu fyrir jól. „Getur einhver útskýrt fyrir mér muninn á Framsókn og VG þegar kemur að stefnumálum?“ spyr hún á Facebook og deilir frétt þar sem fjallað er um að formenn Vinstri grænna og Framsóknarflokksins hafi hist og rætt mögulega samstarfsfleti við Sjálfstæðisflokkinn. Greint var frá málinu í Morgunblaðinu í dag og staðfesti Katrín Jakobsdóttir í viðtali við Harmageddon að samtal um mögulegt samstarf hefði átt sér stað milli Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins.

Birgitta hefur undanfarnar vikur beint spjótum sínum að Vinstri grænum. „Mér sýnist nú, því miður, VG hafa ákveðið að taka sleggju og lemja sundur brúna sem við náðum að byggja á milli fólks,“ sagði hún í viðtali við Stundina þann 14. desember eftir að viðræður flokkanna fimm fóru út um þúfur. 

Daginn eftir greindi Stundin frá því að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefði boðað Katrínu á fund þann 12. desember og hvatt til þess að þau færu sameiginlega með þau skilaboð inn á fund formanna flokkanna að of langt væri á milli Viðreisnar og Vinstri grænna til að unnt væri að mynda ríkisstjórn. Á umræddum fundi var viðræðunum slitið og í kjölfarið sendi Viðreisn út fréttatilkynningu þar sem Vinstri grænum var kennt um. „Því miður náðist (…) ekki samstaða um mikilvæg efnisatriði. Einkum voru það áherslur VG í ríkisfjármálum, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum sem stóðu fjarri áherslum hinna flokkanna,“ sagði í tilkynningunni. Aðspurð um málið sagði Katrín Jakobsdóttir í samtali við Stundina að það hefði komið sér „verulega á óvart þegar viðræðuslitunum var stillt þannig upp að frumkvæðið að þeim hefði einungis komið frá VG“. 

Birgitta Jónsdóttir sagði á Facebook á dögunum að slitnað hefði upp úr fimmflokkaviðræðunum vegna þess að einn af þátttakendum þeirra hefði verið „flokk­ur sem vill ekki grund­vall­ar­breyt­ing­ar sem gat ekki hugsað sér að halda áfram með þess­ar sam­ræður, ekki BF“. Þarna sagðist hún vísa til Vinstri­ hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs. 

Í dag óskar Birgitta eftir því að einhver útskýri fyrir sér muninn á stefnumálum Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Stefnumál flokkanna má sjá á vefsíðum þeirra og eru um margt ólík þótt báðir flokkar aðhyllist félagshyggju að nafninu til. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár