Útgáfufélag fjölmiðilsins Kjarnans, Kjarninn miðlar ehf, tapaði rúmlega 8 milljónum króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi.
Það er talsverður munur samanborið við árið áður þegar hagnaður fjölmiðilsins nam um 300 þúsund krónum. Þetta kann þó að skýrast af því að Kjarninn hóf göngu sína 22. ágúst 2013.
Samkvæmt ársreikningi voru ársverk í fyrra sex og má því ætla að fastráðnir starfsmenn hafi verið jafnmargir. Kjarninn var stofnaður af Þórði Snæ Júlíussyni, Magnúsi Halldórssyni, Ægi Þór Eysteinssyni, Hjalta Harðarsyni og Gísla Jóhanni Eysteinssyni. Allir eiga þeir hlut í útgáfufélaginu en Þórður Snær er ritstjóri miðilsins meðan Hjalti er framkvæmdastjóri. Samkvæmt heimasíðu fjölmiðilsins eru starfsmenn fyrrnefndir Þórður, Ægir, Hjalti og Magnús auk Þórunnar Elísabetar Bogadóttur og Birgis Þórs Harðarsonar.
Athugasemdir