Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gengið á hlutafé hjá Kjarnanum

Kjarn­inn tap­aði um átta millj­ón­um króna í fyrra. Fram­kvæmda­stjóri Kjarn­ans, Hjalti Harð­ar­son, seg­ir tap­ið inn­an áætl­un­ar og sér fram á sjálf­bærni inn­an skamms.

Gengið á hlutafé hjá Kjarnanum

Útgáfufélag fjölmiðilsins Kjarnans, Kjarninn miðlar ehf, tapaði rúmlega 8 milljónum króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi. 

Það er talsverður munur samanborið við árið áður þegar hagnaður fjölmiðilsins nam um 300 þúsund krónum. Þetta kann þó að skýrast af því að Kjarninn hóf göngu sína 22. ágúst 2013.

Samkvæmt ársreikningi voru ársverk í fyrra sex og má því ætla að fastráðnir starfsmenn hafi verið jafnmargir. Kjarninn var stofnaður af Þórði Snæ Júlíussyni, Magnúsi Halldórssyni, Ægi Þór Eysteinssyni, Hjalta Harðarsyni og Gísla Jóhanni Eysteinssyni. Allir eiga þeir hlut í útgáfufélaginu en Þórður Snær er ritstjóri miðilsins meðan Hjalti er framkvæmdastjóri. Samkvæmt heimasíðu fjölmiðilsins eru starfsmenn fyrrnefndir Þórður, Ægir, Hjalti og Magnús auk Þórunnar Elísabetar Bogadóttur og Birgis Þórs Harðarsonar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár