Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Fyrsti viðskiptavinur Dunkin' Donuts ætlar ekki að fitna

Tug­ir biðu í röð á Laug­ar­veg­in­um í von um um að fá árs­birgð­ir af kleinu­hringj­um. Fyrsti við­skipta­vin­ur baka­rís­ins blæs á áhyggj­ur um þyngd­ar­aukn­ingu.

Fyrsti viðskiptavinur Dunkin' Donuts ætlar ekki að fitna
Fyrsti viðskiptavinurinn Agatha Rún Karlsdóttir er í gráu úlpunni lengst til hægri.

Löng röð var fram eftir Laugarveginum í morgun en fyrstu fimmtíu viðskiptavinum hins nýopnaða Dunkin' Donuts hafði verið lofað ársbirgðum af kleinuhringjum. Ársbirgðirnar nema þó aðeins sex kleinuhringjum á viku. Tugir manna voru í biðröð í morgun og höfðu sumir veðið í alla nótt. Mikið hefur verið rætt um böl þess fyrir Ísland að fá bakarí á borð við Dunkin' Donuts til landsins. Ýmis frægðarmenni hafa tjáð sig um málið. Til dæmis hefur Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, Krummi í Mínus, kvartað undan framgangi erlendra stórfyrirtækja á Íslandi. Bloggarinn Egill Helgason hefur sagt staði eins og Dunkin' Donuts vera eitur í borgarmenningu og bjóði upp á vondan og óhollan mat.

Löng röð
Löng röð Þeir sem höfðu lengst beðið komu fjórtán tímum fyrir opnun.
 

„Það er ekki bara að hinir alþjóðlegu skyndibitastaðir bjóði upp á vondan og óhollan mat, heldur eru þeir líka eins og sár í borgarmyndinni með sín freku vörumerki. Það er ekki gaman að ferðast og sjá alltaf sömu veitingahúsin hvert sem maður fer. Keðjurnar stóru, auðhringirnir, grafa auðvitað undan þeim sem fyrir eru, smákaupmönnunum og smáatvinnurekendunum uns einsleitnin verður óbærileg,“ skrifaði Egill síðastliðinn apríl og hvatti lesendur til að velja íslenskt. Fjölskylda Egils rekur íslenska sælkeraverslun í Reykjavík. 

Aðrir telja að staðurinn muni hvetja til ofþyngdar Íslendinga. 

Stundin ræddi við fyrsta viðskiptavin keðjunnar, Agöthu Rún Karlsdóttur, og fékk hennar álit á lýðheilsuáhrifum Dunkin' Donuts, en hún beið í fjórtán tíma fyrir utan hið nýopnaða bakarí. Hún segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að þyngjast þó hún fái sex fría kleinuhringi á viku.

„Nei, ég held ég verði ekkert feitari eftir ár. Maður verður að fara í ræktina. Þetta fer bara eftir því hversu oft þú ert að borða kleinuhringi,“ segir Agatha.

Hún segist halda að sex kleinuhringir á viku sleppi og muni hún líka deila með vinum og vandamönnum.

Um áttatíu manns
Um áttatíu manns Viðstaddir töldu að um áttatíu manns voru í röðinni um níuleytið.
 

Klippti á borðann
Klippti á borðann Agatha Rún Karlsdóttir klippti á borðann

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár