Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Fyrsti viðskiptavinur Dunkin' Donuts ætlar ekki að fitna

Tug­ir biðu í röð á Laug­ar­veg­in­um í von um um að fá árs­birgð­ir af kleinu­hringj­um. Fyrsti við­skipta­vin­ur baka­rís­ins blæs á áhyggj­ur um þyngd­ar­aukn­ingu.

Fyrsti viðskiptavinur Dunkin' Donuts ætlar ekki að fitna
Fyrsti viðskiptavinurinn Agatha Rún Karlsdóttir er í gráu úlpunni lengst til hægri.

Löng röð var fram eftir Laugarveginum í morgun en fyrstu fimmtíu viðskiptavinum hins nýopnaða Dunkin' Donuts hafði verið lofað ársbirgðum af kleinuhringjum. Ársbirgðirnar nema þó aðeins sex kleinuhringjum á viku. Tugir manna voru í biðröð í morgun og höfðu sumir veðið í alla nótt. Mikið hefur verið rætt um böl þess fyrir Ísland að fá bakarí á borð við Dunkin' Donuts til landsins. Ýmis frægðarmenni hafa tjáð sig um málið. Til dæmis hefur Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, Krummi í Mínus, kvartað undan framgangi erlendra stórfyrirtækja á Íslandi. Bloggarinn Egill Helgason hefur sagt staði eins og Dunkin' Donuts vera eitur í borgarmenningu og bjóði upp á vondan og óhollan mat.

Löng röð
Löng röð Þeir sem höfðu lengst beðið komu fjórtán tímum fyrir opnun.
 

„Það er ekki bara að hinir alþjóðlegu skyndibitastaðir bjóði upp á vondan og óhollan mat, heldur eru þeir líka eins og sár í borgarmyndinni með sín freku vörumerki. Það er ekki gaman að ferðast og sjá alltaf sömu veitingahúsin hvert sem maður fer. Keðjurnar stóru, auðhringirnir, grafa auðvitað undan þeim sem fyrir eru, smákaupmönnunum og smáatvinnurekendunum uns einsleitnin verður óbærileg,“ skrifaði Egill síðastliðinn apríl og hvatti lesendur til að velja íslenskt. Fjölskylda Egils rekur íslenska sælkeraverslun í Reykjavík. 

Aðrir telja að staðurinn muni hvetja til ofþyngdar Íslendinga. 

Stundin ræddi við fyrsta viðskiptavin keðjunnar, Agöthu Rún Karlsdóttur, og fékk hennar álit á lýðheilsuáhrifum Dunkin' Donuts, en hún beið í fjórtán tíma fyrir utan hið nýopnaða bakarí. Hún segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að þyngjast þó hún fái sex fría kleinuhringi á viku.

„Nei, ég held ég verði ekkert feitari eftir ár. Maður verður að fara í ræktina. Þetta fer bara eftir því hversu oft þú ert að borða kleinuhringi,“ segir Agatha.

Hún segist halda að sex kleinuhringir á viku sleppi og muni hún líka deila með vinum og vandamönnum.

Um áttatíu manns
Um áttatíu manns Viðstaddir töldu að um áttatíu manns voru í röðinni um níuleytið.
 

Klippti á borðann
Klippti á borðann Agatha Rún Karlsdóttir klippti á borðann

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár