Hjálmar Jónsson, eini eigandi félagsins Iceland Supply, segist hafa gert samning í Noregi um kaup á 15 skipum og annan samning um smíði á 10 skipum. Að hans sögn nema viðskiptin um 200 milljarða króna. Til að setja þessa upphæð í samhengi þá væri hægt að reka Landsspítalann í fjögur ár fyrir 200 milljarða. Bygging Kárahnjúkavirkjunar kostaði til samanburðar um 130 milljarða. Hægt væri að reisa næstum 12 Hörpur fyrir þessa upphæð. Norskir miðlar fjölluðu um viðskiptin í morgun.
Félag Hjálmars, Iceland Supply, er aðeins þriggja ára gamalt og er markmið þess sinna vöruflutningum til olíuborpalla. Í samtali við Stundina segist Hjálmar ekki vera reiðubúinn að upplýsa hvaðan fjármagnið vegna þessa kaupa sé upprunnið. Hann segir þó að engir Íslendingar séu meðal fjárfesta. „Ég er að stefna á 25 skip, ég ætla að láta smíða 10 ný og ég er kominn með samning um kaup á 15 eldri,“ segir Hjálmar.
Athugasemdir