Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Fyrrum sigmaður Landhelgisgæslunnar kaupir skip fyrir stjarnfræðilega upphæð

Hjálm­ar Jóns­son er einni eig­andi Ice­land Supp­ly, sem hann seg­ir að hafi und­ir­rit­að 200 millj­arða samn­ing í Nor­egi. Skip­in munu með­al ann­ars sinna birgða­flutn­ingi til olíu­bor­palla.

Fyrrum sigmaður Landhelgisgæslunnar kaupir skip fyrir stjarnfræðilega upphæð
Skip Hjálmars Hér má sjá dæmi um skip sem Hjálmar hyggst kaupa.

Hjálmar Jónsson, eini eigandi félagsins Iceland Supply, segist hafa gert samning í Noregi um kaup á 15 skipum og annan samning um smíði á 10 skipum. Að hans sögn nema viðskiptin um 200 milljarða króna. Til að setja þessa upphæð í samhengi þá væri hægt að reka Landsspítalann í fjögur ár fyrir 200 milljarða. Bygging Kárahnjúkavirkjunar kostaði til samanburðar um 130 milljarða. Hægt væri að reisa næstum 12 Hörpur fyrir þessa upphæð. Norskir miðlar fjölluðu um viðskiptin í morgun.

Félag Hjálmars, Iceland Supply, er aðeins þriggja ára gamalt og er markmið þess sinna vöruflutningum til olíuborpalla. Í samtali við Stundina segist Hjálmar ekki vera reiðubúinn að upplýsa hvaðan fjármagnið vegna þessa kaupa sé upprunnið. Hann segir þó að engir Íslendingar séu meðal fjárfesta. „Ég er að stefna á 25 skip, ég ætla að láta smíða 10 ný og ég er kominn með samning um kaup á 15 eldri,“ segir Hjálmar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár