Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fyrrum sigmaður Landhelgisgæslunnar kaupir skip fyrir stjarnfræðilega upphæð

Hjálm­ar Jóns­son er einni eig­andi Ice­land Supp­ly, sem hann seg­ir að hafi und­ir­rit­að 200 millj­arða samn­ing í Nor­egi. Skip­in munu með­al ann­ars sinna birgða­flutn­ingi til olíu­bor­palla.

Fyrrum sigmaður Landhelgisgæslunnar kaupir skip fyrir stjarnfræðilega upphæð
Skip Hjálmars Hér má sjá dæmi um skip sem Hjálmar hyggst kaupa.

Hjálmar Jónsson, eini eigandi félagsins Iceland Supply, segist hafa gert samning í Noregi um kaup á 15 skipum og annan samning um smíði á 10 skipum. Að hans sögn nema viðskiptin um 200 milljarða króna. Til að setja þessa upphæð í samhengi þá væri hægt að reka Landsspítalann í fjögur ár fyrir 200 milljarða. Bygging Kárahnjúkavirkjunar kostaði til samanburðar um 130 milljarða. Hægt væri að reisa næstum 12 Hörpur fyrir þessa upphæð. Norskir miðlar fjölluðu um viðskiptin í morgun.

Félag Hjálmars, Iceland Supply, er aðeins þriggja ára gamalt og er markmið þess sinna vöruflutningum til olíuborpalla. Í samtali við Stundina segist Hjálmar ekki vera reiðubúinn að upplýsa hvaðan fjármagnið vegna þessa kaupa sé upprunnið. Hann segir þó að engir Íslendingar séu meðal fjárfesta. „Ég er að stefna á 25 skip, ég ætla að láta smíða 10 ný og ég er kominn með samning um kaup á 15 eldri,“ segir Hjálmar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár