Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fyrirtæki ríkasta Íslendingsins fær lóð í Vatnsmýrinni: „Við munum ekki tala um það í dag“

CCP neit­ar að gefa upp eign­ar­hald­ið á nýj­um höf­uð­stöðv­um sín­um í Vatns­mýr­inni. Björgólf­ur Thor Björgólfs­son er stærsti hlut­hafi CCP. Há­skóli Ís­lands af­hend­ir lóð­ina til CCP: Fjór­tán þús­und fer­metra fast­eign.

Fyrirtæki ríkasta Íslendingsins fær lóð í Vatnsmýrinni: „Við munum ekki tala um það í dag“
Stærsti eigandinn Björgólfur Thor Björgólfsson er stærsti eigandi CCP sem flytur höfuðstöðvar sínar á lóð háskólans í Vatnsmýrinni.

„Núna að við erum að taka þetta skref með háskólanum og það er það sem við erum að gera í dag,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri tölvuleikaframleiðandans CCP, sem neitar að gefa upp eignarhaldið á nýjum höfuðstöðvum CCP í Vatnsmýrinni. 

Tilkynnt var um flutning tölvuleikjaframleiðandans í nýtt húsnæði við Sturlugötu sem til stendur að reisa í dag. CCP fær lóðina undir húsið frá Vísindagörðum Háskóla Íslands en upphaflega gaf Reykjavíkurborg skólanum lóðina á 50 ára afmæli háskólans árið 1961.

Þráspurður neitar Hilmar Veigar að gefa upp eignarhald hússins. „Við munum ekki tala um það í dag.· Blaðamaður: „Af hverju ekki?“ HIlmar Veigar: „Af því að það er ekki tíminn til þess núna því við erum að einbeita okkur að þessu núna.“ Blaðamaður: „En liggur það fyrir hver mun eiga húsið?“ Hilmar Veigar: „Þú ert að þráspyrja mig um eitthvað sem ég er búinn að svara þér: Við munum ekki tala um það í dag.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár