„Núna að við erum að taka þetta skref með háskólanum og það er það sem við erum að gera í dag,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri tölvuleikaframleiðandans CCP, sem neitar að gefa upp eignarhaldið á nýjum höfuðstöðvum CCP í Vatnsmýrinni.
Tilkynnt var um flutning tölvuleikjaframleiðandans í nýtt húsnæði við Sturlugötu sem til stendur að reisa í dag. CCP fær lóðina undir húsið frá Vísindagörðum Háskóla Íslands en upphaflega gaf Reykjavíkurborg skólanum lóðina á 50 ára afmæli háskólans árið 1961.
Þráspurður neitar Hilmar Veigar að gefa upp eignarhald hússins. „Við munum ekki tala um það í dag.· Blaðamaður: „Af hverju ekki?“ HIlmar Veigar: „Af því að það er ekki tíminn til þess núna því við erum að einbeita okkur að þessu núna.“ Blaðamaður: „En liggur það fyrir hver mun eiga húsið?“ Hilmar Veigar: „Þú ert að þráspyrja mig um eitthvað sem ég er búinn að svara þér: Við munum ekki tala um það í dag.“
Athugasemdir