Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, gagnrýnir harðlega þá fjölmiðla sem fjallað hafa um efni Panama-skjalanna og segir miðlana hafa „getað valið hverjum verði kastað fyrir ljónin hverju sinni, og hverjum skuli hlíft“. Fjölmiðlarnir sem hér er vísað til eru Kjarninn, Stundin, Reykjavik Media og Kastljós.
Eins og greint hefur verið frá á Ingibjörg Pálmadóttir, aðaleigandi 365 miðla og Fréttablaðsins, aflandsfélag sem kemur fyrir í Panama-skjölunum og var viðskiptavinur lögfræðistofunnar Mossack Fonseca.
Kjarninn hefur skrifað umtalsvert um félagið og sæta nú eigendur hans og ritstjórn harðri gagnrýni á síðum Fréttablaðsins. Skrifin birtast í dálkinum stjórnarmanninum í fylgiritinu Markaðurinn.
Athugasemdir