Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Framsóknarflokkurinn njóta lítils góðs af lausn gjaldeyrishafta, þrátt fyrir orð þingmanna flokksins og aðstoðarmanns Sigmundar um að Sigmundur hafi einn flokksformanna lagt áherslu á þá lausn sem fékkst í málinu, fyrir síðustu kosningar.
Fylgi Framsóknarflokksins minnkar í mælingu markaðsrannsóknafyrirtækisins MMR. Flokkurinn mælist nú með 10 prósent fylgi, en mældist síðast með 11,3 prósent fylgi. Breytingin er þó innan vikmarka.
Píratar ógn við íslensk gildi
Í viðtali við DV í dag varar Sigmundur Davíð við afleiðingum þess fyrir íslensk gildi ef Píratar hljóta kosningu út frá þeim stuðningi sem flokkurinn mælist með í könnunum. Í nýjustu könnun MMR mælast Píratar með 32,7 prósent fylgi, en þeir mældustu með 34,5 prósent fylgi í síðustu könnun.
Athugasemdir