Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Umdeildum frambjóðanda sleppt á kjörseðli sjálfstæðismanna: „Martröð frambjóðandans“

Sig­ríði And­er­sen al­þing­is­konu er brugð­ið eft­ir að fram­bjóð­and­ann Sindra Ein­ars­son vant­aði á kjör­seð­il henn­ar, sem fylgdi með Morg­un­blað­inu í dag. Hinir 14 fram­bjóð­end­urn­ir eru all­ir á seðl­in­um. Upp­fært: Nýr límmiði á morg­un

Umdeildum frambjóðanda sleppt á kjörseðli sjálfstæðismanna: „Martröð frambjóðandans“
Einn gleymdist Sigríður Andersen auglýsti 14 frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á forsíðu Morgunblaðsins. Sindri Einarsson gleymdist.

Á kjörseðli um prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem dreift var með Morgunblaðinu í dag var nafni eins frambjóðandans, Sindra Einarssonar, sleppt. Kjörseðillinn var festur með límmiða á forsíðu blaðsins en þar var einungis að finna 14 frambjóðendur í stað 15. Sindri var ekki talinn með. Um er að ræða auglýsingu frá Sigríði Andersen alþingismanni sem hvetur fólk til að kjósa sig í annað sæti. Nafn hennar er afmarkað á seðlinum og skorað á fólk að kjósa hana.

Kjörseðillinn
Kjörseðillinn Aðeins 14 frambjóðendur eru nefndir. Einum var sleppt

Sigríði var mjög brugðið þegar Stundin hafði við hana samband í morgun. Hún sagðist ekkert botna í því hvernig þetta hefði getað gerst. Auglýsingastofa hefði annast fyrir hana það verkefni að búa kjörseðilinn til prentunar.

„Þetta er martröð frambjóðandans,“ sagði Sigríður. Hún sagðist fara tafarlaust í að kanna það hvað hefði farið úrskeiðis og reyna að finna leiðir til að bæta tjónið.

Sindri Einarsson kom af fjöllum þegar Stundin ræddi við hann í morgun. Hann sagðist ekki hafa heyrt af umræddri auglýsingu.

„Ég get ekkert tjáð mig um málið,” sagði hann. 

Gleymdist
Gleymdist Sindri Einarsson gleymdist á kjörseðli sem dreift var með Morgunblaðinu.

Sindri er titlaður miðill í símaskrá. Á Facebook síðu sinni segist hann hins vegar vera frumkvöðull og viðskiptajöfur, vel menntaður í félagsvísindum og lögum. [e. I am a entrepreneur a businessman. Well educated in social sciences aswell as law.] Hann segir frá því að hann hafi gengið í skóla FBI National Academy og birtir skírteini því til sönnunar á Facebook.

Skírteinið
Skírteinið sem Sindri birtir á Facebook síðu sinni

Pistill sem Sindri skrifaði og birtist í Morgunblaðinu 20. ágúst síðastliðinn, vakti töluverða athygli. Þar segist Sindri meðal annars vilja láta hlera alla múslima, banna fjölmenn mótmæli og fá erlenda þjálfara til landsins, frá bandarísku FBI alríkislögreglunni, sem og MI5 innanríkisleyniþjónustu Breta, með það að markmiði að stofna hér okkar eigin leyniþjónustu. 

 

Uppfært kl. 11:52. Sigríður Andersen hafði samband og sagðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að hún yrði að endurbirta auglýsinguna á morgun. Þá mun koma nýr límmiði með öllum 15 frambjóðendunum. Í ljós hafi komið að það voru mistök auglýsingastofu að sleppa Sindra. 

„Ég er búin að hafa samband við Sindra og biðja hann afsökunar. Niðurstaða mín var sú að þetta mætti ekki standa svona. Það verður því ný auglýsing með Morgunblaðinu á morgun,“ segir Sigríður. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár