Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Umdeildum frambjóðanda sleppt á kjörseðli sjálfstæðismanna: „Martröð frambjóðandans“

Sig­ríði And­er­sen al­þing­is­konu er brugð­ið eft­ir að fram­bjóð­and­ann Sindra Ein­ars­son vant­aði á kjör­seð­il henn­ar, sem fylgdi með Morg­un­blað­inu í dag. Hinir 14 fram­bjóð­end­urn­ir eru all­ir á seðl­in­um. Upp­fært: Nýr límmiði á morg­un

Umdeildum frambjóðanda sleppt á kjörseðli sjálfstæðismanna: „Martröð frambjóðandans“
Einn gleymdist Sigríður Andersen auglýsti 14 frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á forsíðu Morgunblaðsins. Sindri Einarsson gleymdist.

Á kjörseðli um prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem dreift var með Morgunblaðinu í dag var nafni eins frambjóðandans, Sindra Einarssonar, sleppt. Kjörseðillinn var festur með límmiða á forsíðu blaðsins en þar var einungis að finna 14 frambjóðendur í stað 15. Sindri var ekki talinn með. Um er að ræða auglýsingu frá Sigríði Andersen alþingismanni sem hvetur fólk til að kjósa sig í annað sæti. Nafn hennar er afmarkað á seðlinum og skorað á fólk að kjósa hana.

Kjörseðillinn
Kjörseðillinn Aðeins 14 frambjóðendur eru nefndir. Einum var sleppt

Sigríði var mjög brugðið þegar Stundin hafði við hana samband í morgun. Hún sagðist ekkert botna í því hvernig þetta hefði getað gerst. Auglýsingastofa hefði annast fyrir hana það verkefni að búa kjörseðilinn til prentunar.

„Þetta er martröð frambjóðandans,“ sagði Sigríður. Hún sagðist fara tafarlaust í að kanna það hvað hefði farið úrskeiðis og reyna að finna leiðir til að bæta tjónið.

Sindri Einarsson kom af fjöllum þegar Stundin ræddi við hann í morgun. Hann sagðist ekki hafa heyrt af umræddri auglýsingu.

„Ég get ekkert tjáð mig um málið,” sagði hann. 

Gleymdist
Gleymdist Sindri Einarsson gleymdist á kjörseðli sem dreift var með Morgunblaðinu.

Sindri er titlaður miðill í símaskrá. Á Facebook síðu sinni segist hann hins vegar vera frumkvöðull og viðskiptajöfur, vel menntaður í félagsvísindum og lögum. [e. I am a entrepreneur a businessman. Well educated in social sciences aswell as law.] Hann segir frá því að hann hafi gengið í skóla FBI National Academy og birtir skírteini því til sönnunar á Facebook.

Skírteinið
Skírteinið sem Sindri birtir á Facebook síðu sinni

Pistill sem Sindri skrifaði og birtist í Morgunblaðinu 20. ágúst síðastliðinn, vakti töluverða athygli. Þar segist Sindri meðal annars vilja láta hlera alla múslima, banna fjölmenn mótmæli og fá erlenda þjálfara til landsins, frá bandarísku FBI alríkislögreglunni, sem og MI5 innanríkisleyniþjónustu Breta, með það að markmiði að stofna hér okkar eigin leyniþjónustu. 

 

Uppfært kl. 11:52. Sigríður Andersen hafði samband og sagðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að hún yrði að endurbirta auglýsinguna á morgun. Þá mun koma nýr límmiði með öllum 15 frambjóðendunum. Í ljós hafi komið að það voru mistök auglýsingastofu að sleppa Sindra. 

„Ég er búin að hafa samband við Sindra og biðja hann afsökunar. Niðurstaða mín var sú að þetta mætti ekki standa svona. Það verður því ný auglýsing með Morgunblaðinu á morgun,“ segir Sigríður. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár