„Mér finnst framtíðin ekkert vera sérstaklega björt fyrir dóttur mína þótt hún hafi verið að útskrifast úr framhaldsskóla. Framtíðin á að vera æðisleg og spennandi og það á að vera svo mikið fram undan en hjá henni er það ekki. Mér finnst það vera mjög sorglegt,“ segir Helga Hákonardóttir, móðir Katrínar Önnu, sem er 19 ára nýstúdent. Katrín Anna er fötluð og fá úrræði virðast vera í boði.
Katrín Anna er með mikla þroskahömlun og dæmigerða einhverfu, auk sjónskerðingar og athyglisbrests með ofvirkni.
Katrín lauk nýlega stúdentsprófi frá sérdeild Fjölbrautaskólans við Ármúla, en eftir það tekur alger óvissa við og fyrirsjáanlegt tóm. „Það eru margir framhaldsskólar í boði fyrir fatlaða en svo þegar þeir klára námið þá er nánast ekkert í boði,“ segir Helga.
Helga segist ekki vita hvað tekur við. „Það er bara óvissa. Bið. Biðlistar. Leit að úrræðum um hvað sé í boði og hvað hægt sé að …
Athugasemdir