Fötluð stúlka upplifir sorg en ekki gleði eftir útskrift

Móð­ir Katrín­ar Önnu, sem er 19 ára ný­stúd­ent, seg­ir sorg hafa tek­ið við eft­ir að hún út­skrif­að­ist úr fram­halds­skóla. Katrín Anna er fötl­uð og fá úr­ræði virð­ast vera í boði.

Fötluð stúlka upplifir sorg en ekki gleði eftir útskrift
Móðir Katrínar Helga Hákonardóttir vill að framtíðarsýn fatlaðra eftir útskrift verði bjargað. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Mér finnst framtíðin ekkert vera sérstaklega björt fyrir dóttur mína þótt hún hafi verið að útskrifast úr framhaldsskóla. Framtíðin á að vera æðisleg og spennandi og það á að vera svo mikið fram undan en hjá henni er það ekki. Mér finnst það vera mjög sorglegt,“ segir Helga Hákonardóttir, móðir Katrínar Önnu, sem er 19 ára nýstúdent. Katrín Anna er fötluð og fá úrræði virðast vera í boði.

Katrín Anna er með mikla þroskahömlun og dæmigerða einhverfu, auk sjónskerðingar og athyglisbrests með ofvirkni.

Katrín lauk nýlega stúdentsprófi frá sérdeild Fjölbrautaskólans við Ármúla, en eftir það tekur alger óvissa við og fyrirsjáanlegt tóm. „Það eru margir framhaldsskólar í boði fyrir fatlaða en svo þegar þeir klára námið þá er nánast ekkert í boði,“ segir Helga.

Helga segist ekki vita hvað tekur við. „Það er bara óvissa. Bið. Biðlistar. Leit að úrræðum um hvað sé í boði og hvað hægt sé að …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár