Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Forsíðumynd Nýs Lífs hluti af auglýsingaherferð Lindex

Eina­kvið­tal við leik­kon­una Siennu Miller kom til í gegn­um Lindex, fyr­ir­tæki sem leik­kon­an mær­ir í við­tal­inu. For­síðu­mynd­in er úr aug­lýs­inga­her­ferð fyr­ir­tæk­is­ins, en þess er hvergi get­ið í blað­inu. Fram­kvæmda­stjóri Birt­ings þver­tek­ur fyr­ir að um kostaða um­fjöll­un sé að ræða en svar­ar ekki spurn­ing­um blaða­manns.

Forsíðumynd Nýs Lífs hluti af auglýsingaherferð Lindex

Forsíðuviðtal Nýs Lífs við stórstjörnuna Siennu Miller varð til fyrir milligöngu tískurisans Lindex, án þess að þess sé getið í blaðinu. Ritstjóri verst fregna, en slík birting gæti hæglega flokkast sem dulbúin auglýsing sem er brot á fjölmiðlalögum. 

Í nýjasta tölublaði Nýs Lífs prýðir stórstjarnan Sienna Miller forsíðu undir yfirskriftinni „Femínisti með sterkar skoðanir.” Það er blaðamaðurinn Anna Brynja Baldursdóttir sem tekur viðtalið við leikkonuna, en þess skal getið að fundur þeirra fór fram í upphafi árs. Í inngangi að viðtali tekur blaðamaður fram að viðtalsstaðurinn sé í London, í „stúdíó” hvar myndatökur, á leikkonunni, fyrir auglýsingaherferð Lindex var í gangi. 

„Viðtalsstaðurinn er í stúdíó í norðurhluta London. Þegar þangað er komið tekur við skráningarferli,” segir í viðtalinu. Þegar inn var komið lýsir blaðamaðurinn, Anna Brynja fyrstu kynnum af viðmælanda sínum, Sienna. „Hún segist vera dálítið þreytt eftir annasaman dag í myndatökum fyrir Lindex herferð og spyr hvort að það sé ekki kominn tími á einn góðan kaffibolla.”

Athygli vekur að allt myndefni af leikkonunni í Nýju Lífi er úr téðri herferð, sem hrundið var af stað einmitt fyrir fáeinum dögum, á sama tíma og viðtalið var birt, mörgum vikum eftir að það var tekið. Þetta staðfestir ritstjórinn Erna Hreinsdóttir meðal annars í leiðara blaðsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár