Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Forsíðumynd Nýs Lífs hluti af auglýsingaherferð Lindex

Eina­kvið­tal við leik­kon­una Siennu Miller kom til í gegn­um Lindex, fyr­ir­tæki sem leik­kon­an mær­ir í við­tal­inu. For­síðu­mynd­in er úr aug­lýs­inga­her­ferð fyr­ir­tæk­is­ins, en þess er hvergi get­ið í blað­inu. Fram­kvæmda­stjóri Birt­ings þver­tek­ur fyr­ir að um kostaða um­fjöll­un sé að ræða en svar­ar ekki spurn­ing­um blaða­manns.

Forsíðumynd Nýs Lífs hluti af auglýsingaherferð Lindex

Forsíðuviðtal Nýs Lífs við stórstjörnuna Siennu Miller varð til fyrir milligöngu tískurisans Lindex, án þess að þess sé getið í blaðinu. Ritstjóri verst fregna, en slík birting gæti hæglega flokkast sem dulbúin auglýsing sem er brot á fjölmiðlalögum. 

Í nýjasta tölublaði Nýs Lífs prýðir stórstjarnan Sienna Miller forsíðu undir yfirskriftinni „Femínisti með sterkar skoðanir.” Það er blaðamaðurinn Anna Brynja Baldursdóttir sem tekur viðtalið við leikkonuna, en þess skal getið að fundur þeirra fór fram í upphafi árs. Í inngangi að viðtali tekur blaðamaður fram að viðtalsstaðurinn sé í London, í „stúdíó” hvar myndatökur, á leikkonunni, fyrir auglýsingaherferð Lindex var í gangi. 

„Viðtalsstaðurinn er í stúdíó í norðurhluta London. Þegar þangað er komið tekur við skráningarferli,” segir í viðtalinu. Þegar inn var komið lýsir blaðamaðurinn, Anna Brynja fyrstu kynnum af viðmælanda sínum, Sienna. „Hún segist vera dálítið þreytt eftir annasaman dag í myndatökum fyrir Lindex herferð og spyr hvort að það sé ekki kominn tími á einn góðan kaffibolla.”

Athygli vekur að allt myndefni af leikkonunni í Nýju Lífi er úr téðri herferð, sem hrundið var af stað einmitt fyrir fáeinum dögum, á sama tíma og viðtalið var birt, mörgum vikum eftir að það var tekið. Þetta staðfestir ritstjórinn Erna Hreinsdóttir meðal annars í leiðara blaðsins.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár