Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Forsíðumynd Nýs Lífs hluti af auglýsingaherferð Lindex

Eina­kvið­tal við leik­kon­una Siennu Miller kom til í gegn­um Lindex, fyr­ir­tæki sem leik­kon­an mær­ir í við­tal­inu. For­síðu­mynd­in er úr aug­lýs­inga­her­ferð fyr­ir­tæk­is­ins, en þess er hvergi get­ið í blað­inu. Fram­kvæmda­stjóri Birt­ings þver­tek­ur fyr­ir að um kostaða um­fjöll­un sé að ræða en svar­ar ekki spurn­ing­um blaða­manns.

Forsíðumynd Nýs Lífs hluti af auglýsingaherferð Lindex

Forsíðuviðtal Nýs Lífs við stórstjörnuna Siennu Miller varð til fyrir milligöngu tískurisans Lindex, án þess að þess sé getið í blaðinu. Ritstjóri verst fregna, en slík birting gæti hæglega flokkast sem dulbúin auglýsing sem er brot á fjölmiðlalögum. 

Í nýjasta tölublaði Nýs Lífs prýðir stórstjarnan Sienna Miller forsíðu undir yfirskriftinni „Femínisti með sterkar skoðanir.” Það er blaðamaðurinn Anna Brynja Baldursdóttir sem tekur viðtalið við leikkonuna, en þess skal getið að fundur þeirra fór fram í upphafi árs. Í inngangi að viðtali tekur blaðamaður fram að viðtalsstaðurinn sé í London, í „stúdíó” hvar myndatökur, á leikkonunni, fyrir auglýsingaherferð Lindex var í gangi. 

„Viðtalsstaðurinn er í stúdíó í norðurhluta London. Þegar þangað er komið tekur við skráningarferli,” segir í viðtalinu. Þegar inn var komið lýsir blaðamaðurinn, Anna Brynja fyrstu kynnum af viðmælanda sínum, Sienna. „Hún segist vera dálítið þreytt eftir annasaman dag í myndatökum fyrir Lindex herferð og spyr hvort að það sé ekki kominn tími á einn góðan kaffibolla.”

Athygli vekur að allt myndefni af leikkonunni í Nýju Lífi er úr téðri herferð, sem hrundið var af stað einmitt fyrir fáeinum dögum, á sama tíma og viðtalið var birt, mörgum vikum eftir að það var tekið. Þetta staðfestir ritstjórinn Erna Hreinsdóttir meðal annars í leiðara blaðsins.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár