Forsíðuviðtal Nýs Lífs við stórstjörnuna Siennu Miller varð til fyrir milligöngu tískurisans Lindex, án þess að þess sé getið í blaðinu. Ritstjóri verst fregna, en slík birting gæti hæglega flokkast sem dulbúin auglýsing sem er brot á fjölmiðlalögum.
Í nýjasta tölublaði Nýs Lífs prýðir stórstjarnan Sienna Miller forsíðu undir yfirskriftinni „Femínisti með sterkar skoðanir.” Það er blaðamaðurinn Anna Brynja Baldursdóttir sem tekur viðtalið við leikkonuna, en þess skal getið að fundur þeirra fór fram í upphafi árs. Í inngangi að viðtali tekur blaðamaður fram að viðtalsstaðurinn sé í London, í „stúdíó” hvar myndatökur, á leikkonunni, fyrir auglýsingaherferð Lindex var í gangi.
„Viðtalsstaðurinn er í stúdíó í norðurhluta London. Þegar þangað er komið tekur við skráningarferli,” segir í viðtalinu. Þegar inn var komið lýsir blaðamaðurinn, Anna Brynja fyrstu kynnum af viðmælanda sínum, Sienna. „Hún segist vera dálítið þreytt eftir annasaman dag í myndatökum fyrir Lindex herferð og spyr hvort að það sé ekki kominn tími á einn góðan kaffibolla.”
Athygli vekur að allt myndefni af leikkonunni í Nýju Lífi er úr téðri herferð, sem hrundið var af stað einmitt fyrir fáeinum dögum, á sama tíma og viðtalið var birt, mörgum vikum eftir að það var tekið. Þetta staðfestir ritstjórinn Erna Hreinsdóttir meðal annars í leiðara blaðsins.
Athugasemdir