Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Forsíðumynd Nýs Lífs hluti af auglýsingaherferð Lindex

Eina­kvið­tal við leik­kon­una Siennu Miller kom til í gegn­um Lindex, fyr­ir­tæki sem leik­kon­an mær­ir í við­tal­inu. For­síðu­mynd­in er úr aug­lýs­inga­her­ferð fyr­ir­tæk­is­ins, en þess er hvergi get­ið í blað­inu. Fram­kvæmda­stjóri Birt­ings þver­tek­ur fyr­ir að um kostaða um­fjöll­un sé að ræða en svar­ar ekki spurn­ing­um blaða­manns.

Forsíðumynd Nýs Lífs hluti af auglýsingaherferð Lindex

Forsíðuviðtal Nýs Lífs við stórstjörnuna Siennu Miller varð til fyrir milligöngu tískurisans Lindex, án þess að þess sé getið í blaðinu. Ritstjóri verst fregna, en slík birting gæti hæglega flokkast sem dulbúin auglýsing sem er brot á fjölmiðlalögum. 

Í nýjasta tölublaði Nýs Lífs prýðir stórstjarnan Sienna Miller forsíðu undir yfirskriftinni „Femínisti með sterkar skoðanir.” Það er blaðamaðurinn Anna Brynja Baldursdóttir sem tekur viðtalið við leikkonuna, en þess skal getið að fundur þeirra fór fram í upphafi árs. Í inngangi að viðtali tekur blaðamaður fram að viðtalsstaðurinn sé í London, í „stúdíó” hvar myndatökur, á leikkonunni, fyrir auglýsingaherferð Lindex var í gangi. 

„Viðtalsstaðurinn er í stúdíó í norðurhluta London. Þegar þangað er komið tekur við skráningarferli,” segir í viðtalinu. Þegar inn var komið lýsir blaðamaðurinn, Anna Brynja fyrstu kynnum af viðmælanda sínum, Sienna. „Hún segist vera dálítið þreytt eftir annasaman dag í myndatökum fyrir Lindex herferð og spyr hvort að það sé ekki kominn tími á einn góðan kaffibolla.”

Athygli vekur að allt myndefni af leikkonunni í Nýju Lífi er úr téðri herferð, sem hrundið var af stað einmitt fyrir fáeinum dögum, á sama tíma og viðtalið var birt, mörgum vikum eftir að það var tekið. Þetta staðfestir ritstjórinn Erna Hreinsdóttir meðal annars í leiðara blaðsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár