Móðir sex ára gamals drengs, sem hafði orðið fyrir því að sköflungsbein í fæti hans brotnaði þegar hjólað var á hann í Keflavík, er ósátt við forgangsröðunina á bráða- og slysadeild Landspítalans.
Kona, sem kom inn á deildina á eftir þeim, fékk forgang fram yfir drenginn og aðra í biðstofunni, þótt meiðsli hennar væru sýnilega ekki alvarlegri en hans. Um var að ræða Dorrit Moussaieff forsetafrú.
„Við vorum vorum ennþá í afgreiðslunni þegar þau komu, Dorrit og Ólafur Ragnar. Þau komu rétt á eftir okkur. Okkur var sagt að fá okkur sæti, en þau voru kölluð inn eftir tvær mínútur. Ég veit ekki nákvæmlega hvað kom út úr því hjá þeim, en það var slatti af fólki þarna inni sem virtist vera töluvert meira slasað eða veikt en hún. Þar á meðal sonur minn,“ segir Margrét Heiður, móðir drengsins.
Athugasemdir