Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Forsætisráðherra gekk út úr viðtali og reyndi að stöðva birtingu þess

„Al­veg fyr­ir neð­an all­ar hell­ur,“ sagði Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra þeg­ar hann gekk út úr við­tali eft­ir að hafa ver­ið stað­inn að ósann­ind­um. Hann reyndi að stöðva birt­ingu við­tals sem sænski blaða­mað­ur­inn Sven Bergman tók við hann. Hann hef­ur síð­an neit­að að svara Rík­is­út­varp­inu.

Forsætisráðherra gekk út úr viðtali og reyndi að stöðva birtingu þess
Gengur út Sigmundur sagði ósatt og sést hér ganga út með orðunum: „Alveg fyrir neðan allar hellur.“ Mynd: skjáskot/ruv

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var staðinn að ósannindum í viðtali við sænska blaðamanninn Sven Bergman sem birt var í kvöld, og gekk út úr viðtalinu.

Viðtalið var sýnt í sérstökum þætti Kastljóss, Jóhannesar Kr. Kristjánssonar og Aðalsteins Kjartanssonar um eignir íslenskra stjórnmálamanna í skattaskjólum. Í þættinum eru birt gögn sem eru hluti af alþjóðlegum leka gagna úr skattaskjólum og hafa augu umheimsins ekki síst beinst að Íslandi og Rússlandi vegna þess. Í viðtalinu neitaði Sigmundur upphaflega að tengjast aflandsfélagi, en eftir að hann hafði verið staðinn að ósannindum gekk hann út með orðunum: „Alveg fyrir neðan allar hellur.“

„Forsætisráðherra verður að geta svarað óþægilegum spurningum“

„Forsætisráðherra verður að geta svarað óþægilegum spurningum,“ sagði Bergman í rökstuðningi sínum fyrir því að viðkvæmasta hluta viðtalsins hafi ekki verið stungið undir stól.

Sigmundur Davíð gagnrýndi Ríkisútvarpið í bloggfærslu í dag. Hann sagði að dreifing óhróðurs um sig erlendis væri „grundvöllur að nýrri útrás“ og kvartaði undan þeirri áherslu að birta þáttinn klukkan 18 í dag. „Nú liggur svo á að þátturinn mun ryðja úr vegi öðrum þætti sem gerður hefur verið að pólitískum áróðursþætti í seinni tíð, Stundinni okkar.“

Myndband: Lára Hanna Einarsdóttir

Gekk út úr viðtalinu

Sven Bergman hjá Uppdrag granskning tók viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn. Eftir að hafa spurt Sigmund Davíð út í ástæður þess að íslenska ríkið ákvað að kaupa gögn um Íslendinga sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum og skoðanir hans á slíkum gjörningum spurði hann hvort hann hefði sjálfur tengst slíkum félögum. Sigmundur neitaði. Hér eru orðrétt samskipti þeirra: 

Sven Bergman: En hvað með þig, herra forsætisráðherra? Hefur þú eða hefur þú sjálfur haft einhver tengsl við aflandsfélag?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: Ég? Nei. Nú… Íslensk fyrirtæki, og ég hef stafað hjá íslenskum fyrirtækjum, höfðu tengsl við aflandsfélög og meira að segja.. Hvað heitir það nú, verkalýðsfélögin… Svo að það hefði verið í gegnum slíkt fyrirkomulag en ég hef ætíð gefið upp allar mínar eignir og fjölskyldu minnar til skattsins svo að það hefur aldrei verið svo að eigur mínar séu faldar nokkurs staðar. Þetta er óvenjuleg spurning að spyrja íslenskan stjórnmálamann um. Það er eins og verið sé að ásaka mann um eitthvað. En ég get staðfest það að ég hef aldrei leynt neinum eigna minna. 

Sven Bergman: Afsakaðu ókurteisina, ég vil ekki vera ókurteis. Ég vildi bara spyrja persónulegrar spurningar um hvort þú hefðir nokkur sinni sjálfur haft tengsl við aflandsfélag.    

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: Eins og ég sagði þá hafa eignir mínar ætíð verið uppi á borðum. 

Sigmundur var síðan spurður út í félagið Wintris, sem er í eigu eiginkonu hans. Sven bauð svo kollega sínum, Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, að taka við viðtalinu, þar sem hann ætti auðveldara með að spyrja út í ákveðna þætti málsins á íslensku. Sigmundur Davíð neitaði að ræða við Jóhannes og sagðist geta veitt honum þetta viðtal síðar. Sigmundur var staðinn að ósannindum og lauk viðtalinu með því að Sigmundur Davíð gekk út. 

Sven segir að starfsfólk forsætisráðherra hafi haft samband og beðið um að sá hluti viðtalsins þar sem hann stendur upp og gengur út verði ekki birtur. 

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir svaraði Sigmundur Davíð ekki frekari fyrirspurnum blaðamanna og veitti aldrei viðtalið sem hann lofaði á staðnum. Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs hafi hins vegar haft samband við blaðamennina og þeim boðinn fundur sem ekki mætti vitna í opinberlega. Sá fundur var afþakkaður.

Veitir RÚV ekki viðtal

Fram hefur komið að Sigmundur Davíð hefur ítrekað neitað að veita fréttastofu RÚV viðtal vegna málsins. Bogi Ágústsson, frétta- og dagskrárgerðarmaður á RÚV, var til að mynda  mjög afdráttarlaus í viðtali í Vikunni hjá Gísla Marteini Baldurssyni á föstudag. „Hvernig hefði það gengið í Bretlandi ef eitthvað svipað hefði komið fyrir David Cameron og hann hefði neitað BBC um viðtal í allan þennan tíma sem Sigmundur Davíð hefur gert? Við höfum á hverjum einasta degi reynt að ná í hann og við fáum alltaf afsvar. Nú á Sigmundur Davíð, sem ég réði nú til starfa á fréttastofunni fyrir sextán árum og var viðloðandi þetta fyrirtæki meira og minna í sjö ár, að vita að við erum ekki tilgangsfréttamenn. Við erum ekki að þjóna einum eða neinum nema eigendum okkar sem eru almenningur í landinu. Við erum ekki að þjóna pólitískum öflum, ekki Evrópusambandinu, ekki hagsmunasamtökum, heldur almenningi í landinu. Við viljum að fólk fái upplýsingarnar og þær séu lagðar á borðið. Svo getur fólk metið þær upplýsingar og tekið sína afstöðu,“ sagði Bogi. 

Sigmundur útskýrði afstöðu sína gagnvart RÚV að hluta til í bloggfærslu sinni í dag. Hann ber þungar sakir á fréttastofu RÚV þar sem hann segir fréttamenn meðal annars hafa hringt reglulega í þingmenn stjórnarliðsins en að svör þeirra hafi aldrei verið birt þegar þau töldust jákvæð í hans garð eða ríkisstjórnarinnar. Þá séu teknar út setningar sem hægt sé að setja neikvætt yfirbragð á og þær settar í nýtt samhengi. „Það er ekkert launungarmál að mér hefur þótt undarlegt að fylgjast með því með hvaða hætti RÚV hefur nálgast þetta mál. Umfjöllunin öll hefur haft meira yfirbragð þess að segja sögu eða hanna atburðarás fremur en að greina frá staðreyndum,“ skrifar hann. 

Áður hafa þingmennirnir Þorsteinn Sæmundsson og Karl Garðarsson sagt fréttastofu Ríkisútvarpsins vera í pólitískum herleiðangri gegn forsætisráðherra og ríkisstjórninni. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Wintris-málið

Leyndu tilvist Wintris og greiddu ekki skatta í samræmi við lög
FréttirWintris-málið

Leyndu til­vist Wintris og greiddu ekki skatta í sam­ræmi við lög

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og eig­in­kona hans við­ur­kenndu í bréfi til rík­is­skatt­stjóra að hugs­an­lega hefðu þau ekki far­ið að regl­um með því að skila ekki CFC-skýrsl­um. Þurftu að láta leið­rétta skatt­fram­töl mörg ár aft­ur í tím­ann. Út­svar, auð­legð­ar­skatt­ur og tekju­skatt­ur var endurákvarð­að­ur.
„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst viðlíka óheiðarleika, virðingarleysi og lygum af hálfu fjölmiðlamanna“
FréttirWintris-málið

„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst við­líka óheið­ar­leika, virð­ing­ar­leysi og lyg­um af hálfu fjöl­miðla­manna“

Jó­hann­es Þór Skúla­son, að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs, fjall­ar um sam­skipti sem hann átti við Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son og sjón­varps­menn hjá sænska rík­is­sjón­varp­inu í að­drag­anda heims­frægs við­tals við fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Hann seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu