Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er í leyfi þessa dagana og staddur erlendis í einkaerindum. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins í samtali við Stundina. Séð og heyrt greindi frá því í dag að Bjarni Benediktsson væri í Flórída, en þetta er í samræmi við þær upplýsingar sem Stundin hefur fengið. Ekki náðist samband við aðstoðarmenn Bjarna við vinnslu fréttarinnar. Skemmst er að minnast þess að fyrr á þessu ári fór Bjarni til útlanda í einkaerindum meðan læknadeilan stóð yfir.
560 manns í verkfalli
Talsverð upplausn ríkir á vinnumarkaði, en eins og Stundin hefur greint frá hófu 560 manns hjá Bandalagi háskólamanna verkfall í dag, en flestir vinna á Landspítalanum. „Áhrif þessa eru víðtæk og mun gæta í mestallri starfsemi Landspítala,“ segir í fréttatilkynningu frá spítalanum.
Athugasemdir