Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Fjármálaráðherra í fríi erlendis meðan verkfall skellur á

Bjarni Bene­dikts­son er er­lend­is í einka­er­ind­um sam­kvæmt upp­lýs­inga­full­trúa ráðu­neyt­is­ins. Séð og heyrt seg­ir hann hafa það náð­ugt í Flórída. Hundruð starfs­manna á Land­spít­al­an­um hófu verk­fall í dag.

Fjármálaráðherra í fríi erlendis meðan verkfall skellur á

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er í leyfi þessa dagana og staddur erlendis í einkaerindum. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins í samtali við Stundina. Séð og heyrt greindi frá því í dag að Bjarni Benediktsson væri í Flórída, en þetta er í samræmi við þær upplýsingar sem Stundin hefur fengið. Ekki náðist samband við aðstoðarmenn Bjarna við vinnslu fréttarinnar. Skemmst er að minnast þess að fyrr á þessu ári fór Bjarni til útlanda í einkaerindum meðan læknadeilan stóð yfir.

560 manns í verkfalli

Talsverð upplausn ríkir á vinnumarkaði, en eins og Stundin hefur greint frá hófu 560 manns hjá Bandalagi háskólamanna verkfall í dag, en flestir vinna á Landspítalanum. „Áhrif þessa eru víðtæk og mun gæta í mestallri starfsemi Landspítala,“ segir í fréttatilkynningu frá spítalanum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár