Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fingratalning fjármálaráðherrans stenst ekki

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra stát­ar sig af ís­lensku lýð­ræði í við­tali við fransk­an blaða­mann og tal­ar um fjór­ar kosn­ing­ar á sjö ár­um. Út­reikn­ing­ar hans stand­ast hins­veg­ar ekki. Ekki bú­ið að stað­festa dag­setn­ingu á kom­andi kosn­ing­um.

Fingratalning fjármálaráðherrans stenst ekki
Bjarni Benediktsson Bjarni Benediktsson

Samskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og blaðamanns grínþáttarins Le Petit Journal á frönsku sjónvarpsstöðinni Calal+, hafa vakið athygli íslenskra fjölmiðla síðustu daga. Þar reynir Bjarni meðal annars að skýra fyrir blaðamanni hvernig íslenskt lýðræði virkar og leggur sérstaka áherslu það hversu oft Íslendingar hafa gengið að kjörborðinu síðustu ár.

Í því samhengi tiltekur hann fjórar alþingiskosningar á sjö ára tímabili. Ekki fæst hvernig þessi fullyrðing Bjarna fæst staðist en Íslendingar hafa einungis kosið tvisvar til Alþingis á síðustu sjö árum, fyrst árið 2009 og aftur 2013. Á sama blaðamannafundi sagði Bjarni að ríkisstjórnin „hygðist stefna“ að kosningum í haust. Að þeim kosningum meðtöldum er tæknilega hægt að tala um þrennar kosningar á sjö árum, ekki fernar.

Viðtal franska blaðamannsins við Bjarna hefur sem fyrr segir vakið athygli netverja. Þar spyr hann ráðherrann hvort hann telji að mótmælendur á Austurvelli muni sætta sig við þrásetu hans á ráðherrastóli. Bjarni svarar þessu ekki beint en bendir á að hann hafi þegar tilkynnt um að hann verði áfram ráðherra.

„En hvernig ætlarðu að gera það, þau munu ekki hætta að mótmæla fyrr en þú segir af þér?“ Bjarni spyr þá hvernig blaðamaðurinn viti það, hvort einhver hafi sagt honum það, og sá síðarnefndi svarar því til að það hafi allir mótmælendurnir fyrir utan þinghúsið raunar gert. „Þeir eru að kalla eftir afsögn þinni.“

Bjarni segir þvínæst að þeir muni fá að nýta sér kosningarétt sinn í lýðræðislegum kosningum næstkomandi haust. „Þannig að þú munt ekki segja af þér og ríkisstjórnin mun ekki fara frá?“ Bjarni svarar ekki spurningunni heldur snýr sér að öðrum erlendum blaðamönnum þar til blaðamaður Le Petit Journal grípur fram í og segir: „Þannig að þetta er lýðræðið á Íslandi.“

Bjarni, sem stendur í stiganum og horfir niður á blaðamanninn spyr þá: „Hvaðan ert þú?“ Þegar hann hefur greint frá frönskum uppruna sínum segir ráðherrann, „gott og vel, það er lýðræðisríki,“ og útlistar því næst íslenskar alþingiskosningar síðustu ára fyrir blaðamanninum franska. „Við héldum kosningar 2007, 2009, 2013 og nú 2016, þetta eru fjórar kosningar á sjö árum,“ segir Bjarni sem telur árin með fingrum annarrar handar. Sem fyrr segir eru útreikningar fjármálaráðherrans hinsvegar ekki réttir, en hann tiltekur níu ára tímabil, ekki sjö, og þar á meðal kosningar sem ekki hafa orðið og ekki verið tilkynnt um hvenær nákvæmlega þær munu fara fram.

Líkt og komið hefur fram skýrði Bjarni frá því á sama blaðamannafundi að ríkisstjórnin hygðist stefna að kosningum næstkomandi haust. Það færi hinsvegar eftir gangi þingmála hvenær þær yrðu. Margir hafa túlkað þessi orð sem óbeina hótun til stjórnarandstöðunnar um að væntanlegar kosningar séu háðar samstarfsvilja hennar.

„Við ætlum að stíga viðbótatarskref til þess að mæta kröfum um að virkja lýðræðið í landinu, til þess að komast til móts við þá stöðu sem hefur myndast, og hyggjumst stefna að því að halda kosningar í haust, stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing. Nákvæm dagsetning á kosningunum mun ráðast af framvindu þingmálanna,“ sagði Bjarni þar sem hann stóð í stiganum. Ýmsir hafa bent á nauðsyn þess að sett verði nákvæm dagstetning á þessar kosningar en skemmst er að þjóðaratkvæðagreiðslunnar um evrópusambandsaðild sem ekkert varð úr þrátt fyrir kosningaloforð þess efnis af hálfu beggja stjórnarflokka.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár