Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fjármagnshöft aflögð og búist við lækkun vaxta

Stjórn­völd til­kynna um aflétt­ingu fjár­magns­hafta eft­ir sjö og hálfs árs höft. Ótt­inn við skað­leg­ar geng­is­sveifl­ur krón­unn­ar er enn við lýði. Ný nefnd hef­ur ver­ið stofn­uð til að meta pen­inga­stefnu.

Fjármagnshöft aflögð og búist við lækkun vaxta
Tilkynning um afnám hafta Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra greindu frá afnámi fjármagnshafta og samkomulagi við aflandskrónueigendur. Mynd: Pressphotos

„Til hamingju Ísland!“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra af því tilefni að fjármagnshöft verða afnumin á Íslandi liðlega sjö og hálfu ári eftir að þau voru lögð vegna banka- og gjaldmiðilskreppunnar 2008. „Með þessu stígum við mikilvægt skref í átt til að skapa aðstæður til lækkunar vaxta,“ segir Benedikt jafnframt.

Breytingin tekur gildi á þriðjudag þegar „öll fjár­magns­höft á ein­stak­linga, fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­sjóði verða af­num­in“. Stór hluti afléttingarinnar hefur hins vegar átt sér stað nú þegar. Með þessu verður fjármagnsflæði til og frá landinu gefið fjálst og innlendir aðilar geta fjárfest erlendis án takmarkana. Enn gilda hins vegar varúðarreglur um svokölluð vaxtamunaviðskipti, en meðal vanda íslenska hagkerfisins fyrir hrun var að þegar stýrivextir voru hækkaðir til að minnka ofþenslu hafði það ekki eins dempandi áhrif á hagkerfið og fyrirhugað var, vegna þess að fjármagn streymdi til landsins með fyrirheitum um að njóta hærri vaxta.

Búist við vaxtalækkun

Næsta vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands er á miðvikudag. Stýrivextir eru nú 5 prósent, en meðal þeirra ríkja sem hafa hærri stýrivexti eru þriðja heims ríki og svo ríki eins og Rússland, Tyrkland, Indland, Indónesía og Suður-Afríka. Stýrivextir eru hálft prósent í Noregi, 0,25 prósent í Bretlandi og neikvæðir um hálft prósent í Svíþjóð, sem hefur meðal annars þau áhrif að húsnæðisvextir eru mun hagstæðari fyrir almenning en á Íslandi.

Bæði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýsa áhyggjum sínum af styrkingu á gengi krónunnar að undanförnu. Sterkara gengi hefur í för með sér meiri kaupmátt íslenskra launþega í útlöndum og fræðilega séð lægra verð innfluttra vara, en jafnframt skaðar sterkara gengi krónunnar ferðamannaiðnaðinn og sjávarútveginn, þar sem vörur þeirra hækka í verði á erlendum mörkuðum og eftirspurn eftir þeim gæti minnkað í kjölfarið.

Veruleg styrking gengis

Seðlabankinn segir frá því í yfirlýsingu sinni að hann bjóðst til að kaupa krónurnar fyrir andvirði 90 milljarða króna samkvæmt tilboðinu. Í yfirlýsingu bankans kemur fram að gjaldeyrisvaraforði hafi aukist úr 600 milljörðum króna í rúmlega 800 milljarða króna frá júní 2015.

Gengi krónunnar hefur styrkst verulega síðustu árin, einna helst vegna mikillar fjölgunar ferðamanna. Frá árinu 2013 hefur stigvaxandi árleg fjölgun verið frá 20 til 40 prósent. Árið 2013 komu 807 þúsund ferðamenn til landsins, en í fyrra voru þeir 1,7 milljón. Miðað við 47 prósent fjölgun ferðamanna milli ára í febrúar virðist stigmögnunin enn aukast.

Í mars 2013 borgaði Íslendingur ígildi 770 króna fyrir sex dollara Big Mac máltíð í Bandaríkjunum á föstu þarlendu verðlagi. Nú borgar Íslendingur 650 krónur fyrir sömu máltíð. Það segir ekki alla söguna, því laun á Íslandi hafa hækkað að meðaltali um 30 prósent á sama tímabili, samkvæmt launavísitölu, og því ljóst að meðal-Íslendingur á mun fleiri krónur. 

Nefnd stofnuð um endurskoðun gjaldmiðilsstefnu

Óljóst er hins vegar hvert íslenska krónan stefnir í kjölfarið. Ákvörðun stjórnvalda að tilkynna samdægurs um skipun nýrrar nefndar um endurskoðun peningastefnunnar gefur til kynna, það sem hefur verið viðurkennt, að krónan er sveiflugjarn og ótraustur gjaldmiðill sem getur með óstöðugleika sínum veitt helstu atvinnuvegum hagkerfisins högg og umbylt húsnæðislánum og verðlagi. Markmið nefndarinnar er „að finna þann ramma peninga- og gjaldmiðilsstefnu sem til lengri tíma litið er heppilegastur til að styðja við efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika með tilliti til hagvaxtar, verðbólgu, vaxta, gengis og atvinnustigs“.

Óljóst er hvaða beinu áhrif afnám hafta hefur á hagsmuni almennings. Til skemmri tíma eru áhrifin mest á aflandskrónueigendur, sem að stórum hluta eru vogunarsjóðir, eða hrægammar eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, kallar þá.

Vogunarsjóðir borga meira en græddu á biðinni

Í samkomulagi sem Seðlabanki Íslands hefur boðið aflandskrónueigendum er þeim boðið að kaupa evrur á genginu 137,5, sem sagt greiða 137,5 krónur fyrir hverja evru, sem er um 23 krónum meira en skráð gengi evru, 114,7 krónur, eða 20 prósent yfir skráðu gengi. Þetta er hins vegar hagstæðari leið en aflandskrónueigendum stóð til boða í júní í fyrra þegar þeim bauðst að kaupa evrur á 190 krónur og losna þannig út úr íslenska gjaldmiðlinum. Af þessu tilefni hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnt stjórnvöld harðlega „stjórnvöld ætla að nota tækifærið til að leysa vogunarsjóðina út með gjöfum, alla á einu bretti.“ Hann hefur fullyrt að vogunarsjóðir hafa staðið að baki „tilefnislausri og ótrúlega grófri árás“ á sig á síðasta ári, án þess að útskýra með hvaða hætti. Sigmundur Davíð sagði af sér embætti í kjölfar þrýstings eftir að leki úr panamaísku lögfræðistofunni Mossack Fonseca leiddi í ljós að hann hefði leynt verulegum hagsmunum sínum, en og eiginkona hans áttu á sínum tíma hálfs milljarðs kröfur á hendur íslensku bönkunum án þess að hann greindi frá því í hagsmunaskráningu. 

Yfirlýsing fjármálaráðuneytisins um afnám hafta

Öll fjár­magns­höft á ein­stak­linga, fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­sjóði verða af­num­in með nýj­um regl­um Seðlabanka Íslands um gjald­eyr­is­mál.

Þótt höft­in hafi verið nauðsyn­leg hef­ur hlot­ist tals­verður kostnaður af þeim, sér­stak­lega til lengri tíma litið. Fyrst um sinn höfðu þau tölu­verð áhrif á dag­legt líf fólks. At­vinnu­lífið hef­ur einnig þurft að glíma við tak­mark­an­ir á fjár­fest­ingu í er­lendri mynt og skila­skyldu gjald­eyr­is. Einkum hef­ur það komið sér illa fyr­ir fyr­ir­tæki í alþjóðleg­um viðskipt­um og sprota­fyr­ir­tæki. Þá hef­ur höft­un­um fylgt um­sýslu­kostnaður og ýmis óbeinn kostnaður.

Þrátt fyr­ir þetta hef­ur ís­lenskt efna­hags­líf tekið við sér á síðustu árum. Greitt hef­ur verið úr stór­um hluta vand­ans sem hrunið olli. Sam­hliða hef­ur verið losað um höft­in í nokkr­um skref­um. Árið 2015 var áætl­un um los­un hafta sett fram, sem meðal ann­ars fólst í aðgerðum til lausn­ar á upp­gjöri slita­búa með stöðug­leikafram­lög­um og upp­boði á krón­um sum­arið 2016. Aðgerðirn­ar nú eru næsti stóri áfang­inn í þeirri áætl­un.

Fjár­magns­flæði að og frá land­inu verður nú  gefið frjálst og ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­sjóðir geta fjár­fest er­lend­is án tak­mark­ana. Þetta er ekki síst mik­il­vægt fyr­ir líf­eyr­is­sjóði sem þurfa að dreifa áhættu af fjár­fest­ing­um sín­um. Eft­ir af­nám haft­anna standa þó eft­ir varúðarregl­ur vegna vaxtamun­ar­viðskipta og tak­mark­an­ir á af­leiðuviðskipti með ís­lensk­ar krón­ur, sem eru þær teg­und­ir spá­kaup­mennsku sem urðu til þess að snjó­hengja af­l­andskróna myndaðist.

Af­námið felst í því að Seðlabank­inn nýt­ir heim­ild í lög­um um gjald­eyr­is­mál til að veita und­anþágur frá þeim tak­mörk­un­um á gjald­eyrisviðskipt­um og fjár­magns­hreyf­ing­um sem nú gilda. Það ger­ir hann með út­gáfu á nýj­um regl­um um gjald­eyr­is­mál. Sam­hliða verða gerðar smá­vægi­leg­ar breyt­ing­ar á regl­um nr. 490/2016 um bind­ingu reiðufjár vegna nýs inn­streym­is er­lends gjald­eyr­is.

Dregið úr hættu á óstöðug­leika

Sam­hliða af­námi hafta á inn­lenda aðila hef­ur stærsti hluti vanda sem stafað hef­ur af svo­kallaðri snjó­hengju af­l­andskróna verið leyst­ur með sam­komu­lagi Seðlabanka Íslands við eig­end­ur krón­anna.

Sam­komu­lagið snýst um að Seðlabank­inn kaup­ir af­l­andskrónu­eign­ir fyr­ir er­lend­an gjald­eyri.  Viðmiðun­ar­gengi í viðskipt­un­um er 137,5 krón­ur fyr­ir evr­una, sem er um 20% yfir skráðu gengi evru síðastliðinn föstu­dag. Kaup Seðlabank­ans hafa í för með sér bók­halds­leg­an hagnað sem kem­ur á móti kostnaði vegna upp­bygg­ing­ar gjald­eyr­is­vara­forða.

Gjald­eyr­is­forðinn er nú í sögu­legu há­marki. Í lok fe­brú­ar nam hann um 809 millj­örðum króna og hafði þá vaxið um rúm­lega 220 millj­arða frá því í júní 2015, þegar áætl­un um los­un fjár­magns­hafta var kynnt. Þessi styrka staða hef­ur náðst þrátt fyr­ir tals­verðar end­ur­greiðslur er­lendra lána, hækk­un krón­unn­ar og gjald­eyr­isút­boð í júní 2016 og ger­ir hún Seðlabank­an­um kleift að hleypa af­l­andskrónu­eign­um út.

Af­l­andskrónu­eign­ir nema um 195 ma.kr., en munu við kaup Seðlabank­ans nú á eign­un­um verða um 105 ma.kr. Öllum af­l­andskrónu­eig­end­um verður boðið að eiga viðskipti við Seðlabank­ann á sama gengi og sam­komu­lagið hljóðar upp á næstu tvær vik­urn­ar. Vænt­ing­ar standa því til þess að eft­ir­stæð fjár­hæð af­l­andskrónu­eigna geti lækkað enn frek­ar á næstu vik­um.

Þær af­l­andskrón­ur sem ekki verða seld­ar Seðlabank­an­um verða áfram háðar tak­mörk­un­um þangað til lög­in sem gilda um þær hafa verið end­ur­skoðuð.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
4
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár