Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fjármagnshöft aflögð og búist við lækkun vaxta

Stjórn­völd til­kynna um aflétt­ingu fjár­magns­hafta eft­ir sjö og hálfs árs höft. Ótt­inn við skað­leg­ar geng­is­sveifl­ur krón­unn­ar er enn við lýði. Ný nefnd hef­ur ver­ið stofn­uð til að meta pen­inga­stefnu.

Fjármagnshöft aflögð og búist við lækkun vaxta
Tilkynning um afnám hafta Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra greindu frá afnámi fjármagnshafta og samkomulagi við aflandskrónueigendur. Mynd: Pressphotos

„Til hamingju Ísland!“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra af því tilefni að fjármagnshöft verða afnumin á Íslandi liðlega sjö og hálfu ári eftir að þau voru lögð vegna banka- og gjaldmiðilskreppunnar 2008. „Með þessu stígum við mikilvægt skref í átt til að skapa aðstæður til lækkunar vaxta,“ segir Benedikt jafnframt.

Breytingin tekur gildi á þriðjudag þegar „öll fjár­magns­höft á ein­stak­linga, fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­sjóði verða af­num­in“. Stór hluti afléttingarinnar hefur hins vegar átt sér stað nú þegar. Með þessu verður fjármagnsflæði til og frá landinu gefið fjálst og innlendir aðilar geta fjárfest erlendis án takmarkana. Enn gilda hins vegar varúðarreglur um svokölluð vaxtamunaviðskipti, en meðal vanda íslenska hagkerfisins fyrir hrun var að þegar stýrivextir voru hækkaðir til að minnka ofþenslu hafði það ekki eins dempandi áhrif á hagkerfið og fyrirhugað var, vegna þess að fjármagn streymdi til landsins með fyrirheitum um að njóta hærri vaxta.

Búist við vaxtalækkun

Næsta vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands er á miðvikudag. Stýrivextir eru nú 5 prósent, en meðal þeirra ríkja sem hafa hærri stýrivexti eru þriðja heims ríki og svo ríki eins og Rússland, Tyrkland, Indland, Indónesía og Suður-Afríka. Stýrivextir eru hálft prósent í Noregi, 0,25 prósent í Bretlandi og neikvæðir um hálft prósent í Svíþjóð, sem hefur meðal annars þau áhrif að húsnæðisvextir eru mun hagstæðari fyrir almenning en á Íslandi.

Bæði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýsa áhyggjum sínum af styrkingu á gengi krónunnar að undanförnu. Sterkara gengi hefur í för með sér meiri kaupmátt íslenskra launþega í útlöndum og fræðilega séð lægra verð innfluttra vara, en jafnframt skaðar sterkara gengi krónunnar ferðamannaiðnaðinn og sjávarútveginn, þar sem vörur þeirra hækka í verði á erlendum mörkuðum og eftirspurn eftir þeim gæti minnkað í kjölfarið.

Veruleg styrking gengis

Seðlabankinn segir frá því í yfirlýsingu sinni að hann bjóðst til að kaupa krónurnar fyrir andvirði 90 milljarða króna samkvæmt tilboðinu. Í yfirlýsingu bankans kemur fram að gjaldeyrisvaraforði hafi aukist úr 600 milljörðum króna í rúmlega 800 milljarða króna frá júní 2015.

Gengi krónunnar hefur styrkst verulega síðustu árin, einna helst vegna mikillar fjölgunar ferðamanna. Frá árinu 2013 hefur stigvaxandi árleg fjölgun verið frá 20 til 40 prósent. Árið 2013 komu 807 þúsund ferðamenn til landsins, en í fyrra voru þeir 1,7 milljón. Miðað við 47 prósent fjölgun ferðamanna milli ára í febrúar virðist stigmögnunin enn aukast.

Í mars 2013 borgaði Íslendingur ígildi 770 króna fyrir sex dollara Big Mac máltíð í Bandaríkjunum á föstu þarlendu verðlagi. Nú borgar Íslendingur 650 krónur fyrir sömu máltíð. Það segir ekki alla söguna, því laun á Íslandi hafa hækkað að meðaltali um 30 prósent á sama tímabili, samkvæmt launavísitölu, og því ljóst að meðal-Íslendingur á mun fleiri krónur. 

Nefnd stofnuð um endurskoðun gjaldmiðilsstefnu

Óljóst er hins vegar hvert íslenska krónan stefnir í kjölfarið. Ákvörðun stjórnvalda að tilkynna samdægurs um skipun nýrrar nefndar um endurskoðun peningastefnunnar gefur til kynna, það sem hefur verið viðurkennt, að krónan er sveiflugjarn og ótraustur gjaldmiðill sem getur með óstöðugleika sínum veitt helstu atvinnuvegum hagkerfisins högg og umbylt húsnæðislánum og verðlagi. Markmið nefndarinnar er „að finna þann ramma peninga- og gjaldmiðilsstefnu sem til lengri tíma litið er heppilegastur til að styðja við efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika með tilliti til hagvaxtar, verðbólgu, vaxta, gengis og atvinnustigs“.

Óljóst er hvaða beinu áhrif afnám hafta hefur á hagsmuni almennings. Til skemmri tíma eru áhrifin mest á aflandskrónueigendur, sem að stórum hluta eru vogunarsjóðir, eða hrægammar eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, kallar þá.

Vogunarsjóðir borga meira en græddu á biðinni

Í samkomulagi sem Seðlabanki Íslands hefur boðið aflandskrónueigendum er þeim boðið að kaupa evrur á genginu 137,5, sem sagt greiða 137,5 krónur fyrir hverja evru, sem er um 23 krónum meira en skráð gengi evru, 114,7 krónur, eða 20 prósent yfir skráðu gengi. Þetta er hins vegar hagstæðari leið en aflandskrónueigendum stóð til boða í júní í fyrra þegar þeim bauðst að kaupa evrur á 190 krónur og losna þannig út úr íslenska gjaldmiðlinum. Af þessu tilefni hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnt stjórnvöld harðlega „stjórnvöld ætla að nota tækifærið til að leysa vogunarsjóðina út með gjöfum, alla á einu bretti.“ Hann hefur fullyrt að vogunarsjóðir hafa staðið að baki „tilefnislausri og ótrúlega grófri árás“ á sig á síðasta ári, án þess að útskýra með hvaða hætti. Sigmundur Davíð sagði af sér embætti í kjölfar þrýstings eftir að leki úr panamaísku lögfræðistofunni Mossack Fonseca leiddi í ljós að hann hefði leynt verulegum hagsmunum sínum, en og eiginkona hans áttu á sínum tíma hálfs milljarðs kröfur á hendur íslensku bönkunum án þess að hann greindi frá því í hagsmunaskráningu. 

Yfirlýsing fjármálaráðuneytisins um afnám hafta

Öll fjár­magns­höft á ein­stak­linga, fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­sjóði verða af­num­in með nýj­um regl­um Seðlabanka Íslands um gjald­eyr­is­mál.

Þótt höft­in hafi verið nauðsyn­leg hef­ur hlot­ist tals­verður kostnaður af þeim, sér­stak­lega til lengri tíma litið. Fyrst um sinn höfðu þau tölu­verð áhrif á dag­legt líf fólks. At­vinnu­lífið hef­ur einnig þurft að glíma við tak­mark­an­ir á fjár­fest­ingu í er­lendri mynt og skila­skyldu gjald­eyr­is. Einkum hef­ur það komið sér illa fyr­ir fyr­ir­tæki í alþjóðleg­um viðskipt­um og sprota­fyr­ir­tæki. Þá hef­ur höft­un­um fylgt um­sýslu­kostnaður og ýmis óbeinn kostnaður.

Þrátt fyr­ir þetta hef­ur ís­lenskt efna­hags­líf tekið við sér á síðustu árum. Greitt hef­ur verið úr stór­um hluta vand­ans sem hrunið olli. Sam­hliða hef­ur verið losað um höft­in í nokkr­um skref­um. Árið 2015 var áætl­un um los­un hafta sett fram, sem meðal ann­ars fólst í aðgerðum til lausn­ar á upp­gjöri slita­búa með stöðug­leikafram­lög­um og upp­boði á krón­um sum­arið 2016. Aðgerðirn­ar nú eru næsti stóri áfang­inn í þeirri áætl­un.

Fjár­magns­flæði að og frá land­inu verður nú  gefið frjálst og ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­sjóðir geta fjár­fest er­lend­is án tak­mark­ana. Þetta er ekki síst mik­il­vægt fyr­ir líf­eyr­is­sjóði sem þurfa að dreifa áhættu af fjár­fest­ing­um sín­um. Eft­ir af­nám haft­anna standa þó eft­ir varúðarregl­ur vegna vaxtamun­ar­viðskipta og tak­mark­an­ir á af­leiðuviðskipti með ís­lensk­ar krón­ur, sem eru þær teg­und­ir spá­kaup­mennsku sem urðu til þess að snjó­hengja af­l­andskróna myndaðist.

Af­námið felst í því að Seðlabank­inn nýt­ir heim­ild í lög­um um gjald­eyr­is­mál til að veita und­anþágur frá þeim tak­mörk­un­um á gjald­eyrisviðskipt­um og fjár­magns­hreyf­ing­um sem nú gilda. Það ger­ir hann með út­gáfu á nýj­um regl­um um gjald­eyr­is­mál. Sam­hliða verða gerðar smá­vægi­leg­ar breyt­ing­ar á regl­um nr. 490/2016 um bind­ingu reiðufjár vegna nýs inn­streym­is er­lends gjald­eyr­is.

Dregið úr hættu á óstöðug­leika

Sam­hliða af­námi hafta á inn­lenda aðila hef­ur stærsti hluti vanda sem stafað hef­ur af svo­kallaðri snjó­hengju af­l­andskróna verið leyst­ur með sam­komu­lagi Seðlabanka Íslands við eig­end­ur krón­anna.

Sam­komu­lagið snýst um að Seðlabank­inn kaup­ir af­l­andskrónu­eign­ir fyr­ir er­lend­an gjald­eyri.  Viðmiðun­ar­gengi í viðskipt­un­um er 137,5 krón­ur fyr­ir evr­una, sem er um 20% yfir skráðu gengi evru síðastliðinn föstu­dag. Kaup Seðlabank­ans hafa í för með sér bók­halds­leg­an hagnað sem kem­ur á móti kostnaði vegna upp­bygg­ing­ar gjald­eyr­is­vara­forða.

Gjald­eyr­is­forðinn er nú í sögu­legu há­marki. Í lok fe­brú­ar nam hann um 809 millj­örðum króna og hafði þá vaxið um rúm­lega 220 millj­arða frá því í júní 2015, þegar áætl­un um los­un fjár­magns­hafta var kynnt. Þessi styrka staða hef­ur náðst þrátt fyr­ir tals­verðar end­ur­greiðslur er­lendra lána, hækk­un krón­unn­ar og gjald­eyr­isút­boð í júní 2016 og ger­ir hún Seðlabank­an­um kleift að hleypa af­l­andskrónu­eign­um út.

Af­l­andskrónu­eign­ir nema um 195 ma.kr., en munu við kaup Seðlabank­ans nú á eign­un­um verða um 105 ma.kr. Öllum af­l­andskrónu­eig­end­um verður boðið að eiga viðskipti við Seðlabank­ann á sama gengi og sam­komu­lagið hljóðar upp á næstu tvær vik­urn­ar. Vænt­ing­ar standa því til þess að eft­ir­stæð fjár­hæð af­l­andskrónu­eigna geti lækkað enn frek­ar á næstu vik­um.

Þær af­l­andskrón­ur sem ekki verða seld­ar Seðlabank­an­um verða áfram háðar tak­mörk­un­um þangað til lög­in sem gilda um þær hafa verið end­ur­skoðuð.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
2
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Unnið áfram með tillögu um „Sóleyjatún“ í Grafarvogi
3
Fréttir

Unn­ið áfram með til­lögu um „Sól­eyja­tún“ í Grafar­vogi

Lít­il fjöl­býl­is­hús á 2-3 hæð­um auk rað­húsa gætu ris­ið á stóru óbyggðu svæði við Rima­skóla í Grafar­vogi, sam­kvæmt til­lögu frá arki­tekta­stofu, sem um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur ákveð­ið að áfram verði unn­ið með við skipu­lagn­ingu svæð­is­ins. Hátt í 800 und­ir­skrift­ir söfn­uð­ust í sum­ar gegn upp­bygg­ingu á reitn­um.
Sér sóknarfæri fyrir „alvöru vinstri rödd“
4
Viðtal

Sér sókn­ar­færi fyr­ir „al­vöru vinstri rödd“

Svandís Svavars­dótt­ir tel­ur að þörf sé á að sterk vinstri rödd heyr­ist á Al­þingi og treyst­ir sér til þess að hafa þá rödd VG sterka. Hún seg­ir að Sam­fylk­ing­in hafi pakk­að sterk­um vinstri­mál­um sam­an og að í því fel­ist sókn­ar­færi fyr­ir VG. Svandís tel­ur stærstu áskor­an­ir sam­tím­ans ekki þannig vaxn­ar að kapí­tal­ism­inn sé svar­ið – ef fjár­magn sé eina hreyfiafl­ið í sam­fé­lag­inu sé­um við ekki á réttri leið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
3
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Eru kannski að taka ranga hægri beygju
10
Greining

Eru kannski að taka ranga hægri beygju

Heim­ild­in fékk tvo al­manna­tengla sem eru með haus­inn á kafi í póli­tík til að pæla í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Ann­ar þeirra seg­ist telja að með því að elta orð­ræðu Mið­flokks­ins sé Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að gera sér óleik. „Fólk er al­mennt ekki ras­ist­ar á Ís­landi,“ seg­ir Andrés Jóns­son. Björg­vin Guð­munds­son seg­ir marga Sjálf­stæð­is­menn í vanda, svo mikl­um að um­ræða sé far­in af stað um nýtt fram­boð á hægri kant­in­um. Og margt hefst með um­ræðu.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
2
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
3
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
9
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
10
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár