Ekki koma þær nú svo ýkja mjög á óvart, fréttirnar sem berast af deilum í þingflokki Pírata um innra skipulag flokksins. Allt er það hefðinni samkvæmt. Stjórnmálasaga Íslands geymir aragrúa flokka sem hafa lagt upp með að skora stjórnmálakerfið á hólm. Margra sem einkum og sér í lagi hafa ætlað sér að bjóða upp á nýrri og lýðræðislegri vinnubrögð, gjarnan með flatara skipulagi en gerist og gengur í hefðbundnu flokkunum. Allt er það sosum nægjanlega göfugt. Og bara gott að einhverjir taki að sér að stunda tilraunir í íslenska stjórnmálaeldhúsinu – stjórnmálafræðingurinn þakkar ástsamlega fyrir það.
En sagan segir okkur þó samt að þegar til lengdar lætur þá þrýstist það jafnan í hefðbundnari farvegi, einfaldlega vegna þess að gamalreynt skipulag í stjórnmálastarfi er alla jafna til nokkurs hægðarauka og hjálpar til við starfrækslu flokka. Á þetta …
Athugasemdir