Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fastur á sjúkrahúsi í fimm mánuði

Frið­rik Guð­munds­son loks­ins kom­inn heim eft­ir langa dvöl á lungna­deild.

Fastur á sjúkrahúsi í fimm mánuði
Hamingjusamur heima Friðrik er loksins kominn heim til sín eftir fimm mánaða dvöl á Landspítalanum.

„Þetta er frábært tilfinning og frelsið sem ég hef núna er magnað,“ segir Friðrik Guðmundsson, 27 ára gamall Njarðvíkingur, sem hefur undanfarna fimm mánuði búið á lungnadeild Landspítalans eða frá því 27. mars. Friðrik er með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm en hann fór í hjartastopp á páskadag og var í kjölfarið lagður inn á sjúkrahús.

Síðan þá hefur Friðrik þurft að nota öndunarvél allan sólarhringinn sem þýðir aukin umönnun en sú umönnun var ekki til staðar á sambýlinu þar sem hann bjó í Reykjanesbæ. Fjölga þurfti stöðugildum á sambýlinu en bæjaryfirvöld töldu óljóst hvernig aukningin yrði fjármögnuð og hvort það fjármagn ætti að koma frá ríkinu eða sveitarfélaginu sjálfu.

Á meðan varð Friðrik að bíða á lungnadeildinni. Lítil hreyfing var á málinu alveg þar til í júní en þá voru fjórir nýir starfsmenn ráðnir á sambýlið og hafa þeir verið í þjálfun undanfarnar vikur.

„Ég flutti aftur heim í tæka tíð fyrir Ljósanótt. Það var gaman að geta notið hennar með vinum mínum. Nú bý ég með bróður mínum og einum öðrum á Lyngmóa en þar hef ég búið síðan 1995,“ segir Friðrik sem, þrátt fyrir langa dvöl á Landspítalanum, saknar starfsfólksins sem var honum innan handar.

„Þau eru öll æðisleg og ég er enn í miklu sambandi við marga sem þarna starfa. Það er samt gott að vera kominn heim.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár