Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fastur á sjúkrahúsi í fimm mánuði

Frið­rik Guð­munds­son loks­ins kom­inn heim eft­ir langa dvöl á lungna­deild.

Fastur á sjúkrahúsi í fimm mánuði
Hamingjusamur heima Friðrik er loksins kominn heim til sín eftir fimm mánaða dvöl á Landspítalanum.

„Þetta er frábært tilfinning og frelsið sem ég hef núna er magnað,“ segir Friðrik Guðmundsson, 27 ára gamall Njarðvíkingur, sem hefur undanfarna fimm mánuði búið á lungnadeild Landspítalans eða frá því 27. mars. Friðrik er með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm en hann fór í hjartastopp á páskadag og var í kjölfarið lagður inn á sjúkrahús.

Síðan þá hefur Friðrik þurft að nota öndunarvél allan sólarhringinn sem þýðir aukin umönnun en sú umönnun var ekki til staðar á sambýlinu þar sem hann bjó í Reykjanesbæ. Fjölga þurfti stöðugildum á sambýlinu en bæjaryfirvöld töldu óljóst hvernig aukningin yrði fjármögnuð og hvort það fjármagn ætti að koma frá ríkinu eða sveitarfélaginu sjálfu.

Á meðan varð Friðrik að bíða á lungnadeildinni. Lítil hreyfing var á málinu alveg þar til í júní en þá voru fjórir nýir starfsmenn ráðnir á sambýlið og hafa þeir verið í þjálfun undanfarnar vikur.

„Ég flutti aftur heim í tæka tíð fyrir Ljósanótt. Það var gaman að geta notið hennar með vinum mínum. Nú bý ég með bróður mínum og einum öðrum á Lyngmóa en þar hef ég búið síðan 1995,“ segir Friðrik sem, þrátt fyrir langa dvöl á Landspítalanum, saknar starfsfólksins sem var honum innan handar.

„Þau eru öll æðisleg og ég er enn í miklu sambandi við marga sem þarna starfa. Það er samt gott að vera kominn heim.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár