Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fagnar öllu sem bítur á

Dögg Hjaltalín, eig­andi bóka­út­gáf­unn­ar Sölku, er for­fall­in veiði­kona og veit fátt skemmti­legra en að standa á ár­bakka í góðra vina hópi og gleðj­ast yf­ir góð­um feng. Veiði­ferð­ir snú­ast þó um fleira en veið­ina sjálfa, fé­lags­skap­ur­inn og fæð­ið eru stór hluti af skemmt­un­inni og Dögg er sér­fræð­ing­ur í að pakka í nestistösk­ur fyr­ir veiði­ferð­ir, auk þess sem hún eld­ar auð­vit­að fisk­inn sem hún veið­ir af sannri lyst.

Fagnar öllu sem bítur á

Dögg er stödd norður í landi þegar Stundin nær sambandi við hana en fellst góðfúslega á að deila nokkrum uppskriftum að aflanum með lesendum. Fyrst er þó einboðið að setja hana í smá yfirheyrslu og komast að því hvað það er sem dregur hana að árbakkanum oft á sumri. Fyrsta spurningin er eðlilega hvenær hún hafi byrjað að stunda stangveiði?

„Ég byrjaði að veiða fyrir um fimm árum síðan og tók mín fyrstu köst í fluguveiðiskóla í Laxá í Dölum. Við vorum nokkur óvön saman undir styrkri leiðsögn Árna Friðleifssonar og voru frasarnir í fyrstu mjög framandi en flestir urðu forfallnir veiðimenn í kjölfarið. Eitthvað klikkaði kennslan því ég landaði ekki maríulaxinum fyrr en tveimur árum seinna. 

Hvað ferðu í veiðitúra oft á sumri?

„Undanfarin ár hef ég farið tvisvar til þrisvar á sumri. Við erum með Efri-Haukadalsá á leigu og við reynum að fara þangað eins oft og við getum.“

Hvað er mest heillandi við veiðina?

„Félagsskapurinn, náttúran og að skipta alveg um umhverfi er mest heillandi en svo er líka ótrúlega gaman að landa fiski.“

Veiðirðu bæði á flugu og spún, lax og silung?

„Ég hef bara veitt á flugu og nánast bara rauðan frances. Efri-Haukadalsá er bleikjuá en við höfum aðallega fengið lax þar en ég hef líka veitt silung í Haukadalsá sem er laxveiðiá. Ég fagna bara öllu sem bítur á.“

Hvað skiptir mestu máli að hafa með sér í veiðiferðina?

„Góða vini, rauðan frances og nesti fyrir hamingjustundina.“

Taka eiginmaðurinn og börnin þátt í þessu sporti?

„Eiginmaðurinn er sjúkur veiðimaður þannig að hann kynnti mig fyrir þessu. Tæplega þriggja mánaða dóttir mín hefur farið bæði í Langá og Efri-Haukadalsá og sofið vært á bökkunum. Miðjudóttirin er mjög áhugasöm og hefur mikla þolinmæði. Hún er jafn áhugasöm um síli og laxa en við eigum eftir að fínpússa köstin hjá henni með flugustöngina. Sú elsta fékk maríulaxinn í Langá 8 ára.“

Hvað er mikilvægast að hafa í huga þegar nesti í veiðiferð er valið?

„Nestið er mjög mikilvægur hluti veiðinnar. Góðir ostar og kex, salami, salöt eru eðal. Það besta sem ég smakkaði í síðustu veiðiferð var súrdeigsbrauð með anda-rilette.“

Er áfengi nauðsynlegur hluti af veiðitúrnum, eins og margir halda fram?

„ Nei, alls ekki, en það sakar ekki að eiga eitthvað freyðandi til að skála fyrir góðum feng.“

Veiðirðu líka á veturna?

„Nei, ekki enn. Langar að prófa að veiða í vök og læt kannski verða af því næsta vetur. Sé samt frekar fyrir mér að vera með hús og gott kakó en að húka úti í kuldanum, svona eins og er alltaf í bíómyndunum.“

Hvaða ráð geturðu gefið fólki sem langar að taka þetta sport upp en veit ekki hvernig það á að byrja?

„Drífa sig af stað, það er hægt að leigja allar græjur og svo er fullt af flottum svæðum sem kosta lítið sem ekkert. Svo lærir fólk af reynslunni. Svo er sniðugt að lesa sér til um veiði og mæli ég þá sérstaklega með vefritinu Flugufréttum sem kemur út vikulega.“

Uppskriftir:

Hér fylgja uppskriftir sem gott er að nota í veiðihúsum eða á ferðalagi að lokinni veiði:

Teryaki-bleikja

Bleikja
Teryaki-sósa
Ristuð sesamfræ

Hellið teryaki-sósu yfir bleikjuflök í álpappír og stráið sesamfræjum yfir. Látið standa í 15–30 mínútur. Grillið á hæsta hita í ca 5 mínútur eða eftir þykkt flakanna.

Grillaður lax með smjörsósu

Laxaflök
Salt
Pipar
Sítróna

Kryddið laxaflökin með salti og pipar og þekið með þunnt skornum sneiðum af sítrónum. Vefjið inn í álpappír og grillið í 8 mínútur eða eftir þykkt flakanna. Látið jafna sig í nokkrar mínútur.

Hvítvínssmjörsósa

Smjör
Hvítvín
Skarlottlaukur (laukur)
Chili

Setjið smjörið í pott og skerið laukinn smátt og mýkið hann í smjörinu. Skerið chili smátt og bætið út í. Magn chili-fræja, sem sett er út í, fer eftir bragðlaukum hvers og eins og sumir sleppa þeim alveg. Hvítvíninu er svo blandað saman við í lokin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár