Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fagnar öllu sem bítur á

Dögg Hjaltalín, eig­andi bóka­út­gáf­unn­ar Sölku, er for­fall­in veiði­kona og veit fátt skemmti­legra en að standa á ár­bakka í góðra vina hópi og gleðj­ast yf­ir góð­um feng. Veiði­ferð­ir snú­ast þó um fleira en veið­ina sjálfa, fé­lags­skap­ur­inn og fæð­ið eru stór hluti af skemmt­un­inni og Dögg er sér­fræð­ing­ur í að pakka í nestistösk­ur fyr­ir veiði­ferð­ir, auk þess sem hún eld­ar auð­vit­að fisk­inn sem hún veið­ir af sannri lyst.

Fagnar öllu sem bítur á

Dögg er stödd norður í landi þegar Stundin nær sambandi við hana en fellst góðfúslega á að deila nokkrum uppskriftum að aflanum með lesendum. Fyrst er þó einboðið að setja hana í smá yfirheyrslu og komast að því hvað það er sem dregur hana að árbakkanum oft á sumri. Fyrsta spurningin er eðlilega hvenær hún hafi byrjað að stunda stangveiði?

„Ég byrjaði að veiða fyrir um fimm árum síðan og tók mín fyrstu köst í fluguveiðiskóla í Laxá í Dölum. Við vorum nokkur óvön saman undir styrkri leiðsögn Árna Friðleifssonar og voru frasarnir í fyrstu mjög framandi en flestir urðu forfallnir veiðimenn í kjölfarið. Eitthvað klikkaði kennslan því ég landaði ekki maríulaxinum fyrr en tveimur árum seinna. 

Hvað ferðu í veiðitúra oft á sumri?

„Undanfarin ár hef ég farið tvisvar til þrisvar á sumri. Við erum með Efri-Haukadalsá á leigu og við reynum að fara þangað eins oft og við getum.“

Hvað er mest heillandi við veiðina?

„Félagsskapurinn, náttúran og að skipta alveg um umhverfi er mest heillandi en svo er líka ótrúlega gaman að landa fiski.“

Veiðirðu bæði á flugu og spún, lax og silung?

„Ég hef bara veitt á flugu og nánast bara rauðan frances. Efri-Haukadalsá er bleikjuá en við höfum aðallega fengið lax þar en ég hef líka veitt silung í Haukadalsá sem er laxveiðiá. Ég fagna bara öllu sem bítur á.“

Hvað skiptir mestu máli að hafa með sér í veiðiferðina?

„Góða vini, rauðan frances og nesti fyrir hamingjustundina.“

Taka eiginmaðurinn og börnin þátt í þessu sporti?

„Eiginmaðurinn er sjúkur veiðimaður þannig að hann kynnti mig fyrir þessu. Tæplega þriggja mánaða dóttir mín hefur farið bæði í Langá og Efri-Haukadalsá og sofið vært á bökkunum. Miðjudóttirin er mjög áhugasöm og hefur mikla þolinmæði. Hún er jafn áhugasöm um síli og laxa en við eigum eftir að fínpússa köstin hjá henni með flugustöngina. Sú elsta fékk maríulaxinn í Langá 8 ára.“

Hvað er mikilvægast að hafa í huga þegar nesti í veiðiferð er valið?

„Nestið er mjög mikilvægur hluti veiðinnar. Góðir ostar og kex, salami, salöt eru eðal. Það besta sem ég smakkaði í síðustu veiðiferð var súrdeigsbrauð með anda-rilette.“

Er áfengi nauðsynlegur hluti af veiðitúrnum, eins og margir halda fram?

„ Nei, alls ekki, en það sakar ekki að eiga eitthvað freyðandi til að skála fyrir góðum feng.“

Veiðirðu líka á veturna?

„Nei, ekki enn. Langar að prófa að veiða í vök og læt kannski verða af því næsta vetur. Sé samt frekar fyrir mér að vera með hús og gott kakó en að húka úti í kuldanum, svona eins og er alltaf í bíómyndunum.“

Hvaða ráð geturðu gefið fólki sem langar að taka þetta sport upp en veit ekki hvernig það á að byrja?

„Drífa sig af stað, það er hægt að leigja allar græjur og svo er fullt af flottum svæðum sem kosta lítið sem ekkert. Svo lærir fólk af reynslunni. Svo er sniðugt að lesa sér til um veiði og mæli ég þá sérstaklega með vefritinu Flugufréttum sem kemur út vikulega.“

Uppskriftir:

Hér fylgja uppskriftir sem gott er að nota í veiðihúsum eða á ferðalagi að lokinni veiði:

Teryaki-bleikja

Bleikja
Teryaki-sósa
Ristuð sesamfræ

Hellið teryaki-sósu yfir bleikjuflök í álpappír og stráið sesamfræjum yfir. Látið standa í 15–30 mínútur. Grillið á hæsta hita í ca 5 mínútur eða eftir þykkt flakanna.

Grillaður lax með smjörsósu

Laxaflök
Salt
Pipar
Sítróna

Kryddið laxaflökin með salti og pipar og þekið með þunnt skornum sneiðum af sítrónum. Vefjið inn í álpappír og grillið í 8 mínútur eða eftir þykkt flakanna. Látið jafna sig í nokkrar mínútur.

Hvítvínssmjörsósa

Smjör
Hvítvín
Skarlottlaukur (laukur)
Chili

Setjið smjörið í pott og skerið laukinn smátt og mýkið hann í smjörinu. Skerið chili smátt og bætið út í. Magn chili-fræja, sem sett er út í, fer eftir bragðlaukum hvers og eins og sumir sleppa þeim alveg. Hvítvíninu er svo blandað saman við í lokin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár