Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fagnar öllu sem bítur á

Dögg Hjaltalín, eig­andi bóka­út­gáf­unn­ar Sölku, er for­fall­in veiði­kona og veit fátt skemmti­legra en að standa á ár­bakka í góðra vina hópi og gleðj­ast yf­ir góð­um feng. Veiði­ferð­ir snú­ast þó um fleira en veið­ina sjálfa, fé­lags­skap­ur­inn og fæð­ið eru stór hluti af skemmt­un­inni og Dögg er sér­fræð­ing­ur í að pakka í nestistösk­ur fyr­ir veiði­ferð­ir, auk þess sem hún eld­ar auð­vit­að fisk­inn sem hún veið­ir af sannri lyst.

Fagnar öllu sem bítur á

Dögg er stödd norður í landi þegar Stundin nær sambandi við hana en fellst góðfúslega á að deila nokkrum uppskriftum að aflanum með lesendum. Fyrst er þó einboðið að setja hana í smá yfirheyrslu og komast að því hvað það er sem dregur hana að árbakkanum oft á sumri. Fyrsta spurningin er eðlilega hvenær hún hafi byrjað að stunda stangveiði?

„Ég byrjaði að veiða fyrir um fimm árum síðan og tók mín fyrstu köst í fluguveiðiskóla í Laxá í Dölum. Við vorum nokkur óvön saman undir styrkri leiðsögn Árna Friðleifssonar og voru frasarnir í fyrstu mjög framandi en flestir urðu forfallnir veiðimenn í kjölfarið. Eitthvað klikkaði kennslan því ég landaði ekki maríulaxinum fyrr en tveimur árum seinna. 

Hvað ferðu í veiðitúra oft á sumri?

„Undanfarin ár hef ég farið tvisvar til þrisvar á sumri. Við erum með Efri-Haukadalsá á leigu og við reynum að fara þangað eins oft og við getum.“

Hvað er mest heillandi við veiðina?

„Félagsskapurinn, náttúran og að skipta alveg um umhverfi er mest heillandi en svo er líka ótrúlega gaman að landa fiski.“

Veiðirðu bæði á flugu og spún, lax og silung?

„Ég hef bara veitt á flugu og nánast bara rauðan frances. Efri-Haukadalsá er bleikjuá en við höfum aðallega fengið lax þar en ég hef líka veitt silung í Haukadalsá sem er laxveiðiá. Ég fagna bara öllu sem bítur á.“

Hvað skiptir mestu máli að hafa með sér í veiðiferðina?

„Góða vini, rauðan frances og nesti fyrir hamingjustundina.“

Taka eiginmaðurinn og börnin þátt í þessu sporti?

„Eiginmaðurinn er sjúkur veiðimaður þannig að hann kynnti mig fyrir þessu. Tæplega þriggja mánaða dóttir mín hefur farið bæði í Langá og Efri-Haukadalsá og sofið vært á bökkunum. Miðjudóttirin er mjög áhugasöm og hefur mikla þolinmæði. Hún er jafn áhugasöm um síli og laxa en við eigum eftir að fínpússa köstin hjá henni með flugustöngina. Sú elsta fékk maríulaxinn í Langá 8 ára.“

Hvað er mikilvægast að hafa í huga þegar nesti í veiðiferð er valið?

„Nestið er mjög mikilvægur hluti veiðinnar. Góðir ostar og kex, salami, salöt eru eðal. Það besta sem ég smakkaði í síðustu veiðiferð var súrdeigsbrauð með anda-rilette.“

Er áfengi nauðsynlegur hluti af veiðitúrnum, eins og margir halda fram?

„ Nei, alls ekki, en það sakar ekki að eiga eitthvað freyðandi til að skála fyrir góðum feng.“

Veiðirðu líka á veturna?

„Nei, ekki enn. Langar að prófa að veiða í vök og læt kannski verða af því næsta vetur. Sé samt frekar fyrir mér að vera með hús og gott kakó en að húka úti í kuldanum, svona eins og er alltaf í bíómyndunum.“

Hvaða ráð geturðu gefið fólki sem langar að taka þetta sport upp en veit ekki hvernig það á að byrja?

„Drífa sig af stað, það er hægt að leigja allar græjur og svo er fullt af flottum svæðum sem kosta lítið sem ekkert. Svo lærir fólk af reynslunni. Svo er sniðugt að lesa sér til um veiði og mæli ég þá sérstaklega með vefritinu Flugufréttum sem kemur út vikulega.“

Uppskriftir:

Hér fylgja uppskriftir sem gott er að nota í veiðihúsum eða á ferðalagi að lokinni veiði:

Teryaki-bleikja

Bleikja
Teryaki-sósa
Ristuð sesamfræ

Hellið teryaki-sósu yfir bleikjuflök í álpappír og stráið sesamfræjum yfir. Látið standa í 15–30 mínútur. Grillið á hæsta hita í ca 5 mínútur eða eftir þykkt flakanna.

Grillaður lax með smjörsósu

Laxaflök
Salt
Pipar
Sítróna

Kryddið laxaflökin með salti og pipar og þekið með þunnt skornum sneiðum af sítrónum. Vefjið inn í álpappír og grillið í 8 mínútur eða eftir þykkt flakanna. Látið jafna sig í nokkrar mínútur.

Hvítvínssmjörsósa

Smjör
Hvítvín
Skarlottlaukur (laukur)
Chili

Setjið smjörið í pott og skerið laukinn smátt og mýkið hann í smjörinu. Skerið chili smátt og bætið út í. Magn chili-fræja, sem sett er út í, fer eftir bragðlaukum hvers og eins og sumir sleppa þeim alveg. Hvítvíninu er svo blandað saman við í lokin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár