Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fær tugi milljóna fyrir Eyjuna

Sam­starfs­samn­ing­ur Eyj­unn­ar og 365 um sjón­varps­þátt er til þriggja ára. Deilt um samn­ing­inn inn­an 365. Jón Ás­geir Jó­hann­es­son lyk­il­mað­ur.

Fær tugi milljóna fyrir Eyjuna
Eign upp á 70 til 80 milljónir Samningurinn um sjónvarpsþáttinn Eyjuna, sem Björn Ingi Hrafnsson, stýrir hleypur á rúmlega tveimur milljónum króna á mánuði til þriggja ára. Verðmæti hans er því á milli 70 og 80 milljónir króna. Mynd: PressPhotos

Fjölmiðlafyrirtækið 365 greiðir rúmar tvær milljónir króna á mánuði fyrir sjónvarpsþáttinn Eyjuna sem sýndur er á Stöð 2 á hverjum sunnudegi. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Samstarfssamningurinn á milli 365 og aðstandenda Eyjunnar er til þriggja ára en þátturinn hóf göngu sína á Stöð 2 fyrir tæpu ári síðan. Stjórnandi þáttarins er Björn Ingi Hrafnsson, einn af eigendum Pressunnar ehf. sem er móðurfélag útgáfufélags Eyjunnar, Vefpressunnar ehf. Heildarverðmæti þessa þriggja ára samnings hleypur því á milli 70 og 80 milljóna króna. 

Greint var frá ætluðu samstarfi Eyjunnar og 365 í lok febrúar árið 2014 og átti það upphaflega einnig að fela í sér mánaðarlegt blað sem fylgja átti Fréttablaðinu en hætt var við þá hugmynd. 

Segir trúnað ríkja um samninginn

Í byrjun janúar á þessu ári hafði vefmiðillinn Kjarninn eftir Birni Inga að í gildi væri „langtímasamningur“ um sjónvarpsþáttinn en ekki var greint því hversu langur samningstíminn væri.

Björn Ingi vill ekki svara spurningum um eðli samningsins og segir ákvæði hans vera trúnaðarmál: „Um samstarf Eyjunnar og 365 fer eftir viðskiptasamningi milli tveggja einkaaðila og ríkir trúnaður um hann, líkt og eðlilegt má teljast. En þetta er langtímasamningur, það er rétt. Ég hef því ekkert um málið að segja, utan að Fjölmiðlanefnd og Samkeppniseftirlitið gáfu grænt ljós á umrætt samstarf og höfðu samningana þá til grundvallar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár