Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Facebook-samskipti Sveins Andra við unga stúlku sem lést rötuðu í skáldsögu

Höf­und­ur bók­ar­inn­ar Líkvaka, Guð­mund­ur S. Brynj­ólfs­son, fékk af­rit af Face­book-sam­skipt­um Sveins Andra Sveins­son­ar lög­manns við Ástríði Rán Er­lends­dótt­ur, sem svipti sig lífi á Vogi í fyrra. Hann bygg­ir á þess­um sam­skipt­um í skáld­sögu sinni Lí­kvöku þar sem brot úr skeyta­send­ing­um ónefnds lög­manns við unga stúlku birt­ast, án þess að hafa þau orð­rétt eft­ir.

Facebook-samskipti Sveins Andra við unga stúlku sem lést rötuðu í skáldsögu

Í nýútgefinni skáldsögu Guðmundar S. Brynjólfssonar, rithöfundar og djákna, Líkvöku, er að finna kafla þar sem ónefndum lögmanni er lýst á mjög neikvæðan hátt. Kaflinn fjallar um samskipti lögmannsins við stúlku sem er fíkniefnaneytandi í bata þegar hann táldregur hana. Í kaflanum eru birt brot úr Facebook-samskiptum þessa ónefnda lögmanns við stúlkuna.

Guðmundur segir í samtali við Stundina að við vinnslu kaflans hafi hann notast við Facebook-samskipti Sveins Andra Sveinssonar lögmanns við Ástríði Rán Erlendsdóttur. Ástríður tók eigið líf á Vogi í fyrra. Hún hafði verið edrú um nokkurt skeið en fallið stuttu fyrir innlögnina.

Guðmundur segir að hann hafi fengið að lesa Facebook-samskipti þeirra Sveins Andra og Ástríðar, en ítrekar að það séu aðeins þessi samskipti en ekki meginmál kaflans sem byggir á raunverulegum samskiptum þeirra tveggja. „Facebook-samskiptin sjálf eru sönn, hitt er skáldskapur,“ segir Guðmundur.

Móðir Ástríðar og amma sögðu sögu hennar í viðtali við Fréttablaðið í fyrra

„Facebook-samskiptin sjálf eru sönn, hitt er skáldskapur“

Ekki haft orðrétt eftir

Kaflinn sem um ræðir nefnist Skilaboðaskjóðan og hefst svona: „Hann hafði grennst. Lögmaðurinn. Hafði áður verið feitur og kátur lögfræðingur með rétt sambönd. Var nú grannur lögmaður með röng sambönd. Hann óð í ungum stúlkum vegna endalausra auraráða sem gripin voru upp úr flór mannsvonsku og heiftar. Allt kostað af ríkinu. Allt sama pakkið líkt og lögmennirnir sem hafa hangið á fjárglæframönnum útrásartímans, með réttlætingar, greinarskrif, álitsgjafar, og svo þessir kónar sem nærast á skítnum; ég kalla allt þetta safn, mjaltakonur helvítis. Hann misnotaði þær, skemmdi þær, reið þeim og rangfærði hugmyndir þeirra um heiminn.“

Sveinn Andri kaus að tjá sig ekki málið þegar Stundin leitaði viðbragða hans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár