Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Facebook-samskipti Sveins Andra við unga stúlku sem lést rötuðu í skáldsögu

Höf­und­ur bók­ar­inn­ar Líkvaka, Guð­mund­ur S. Brynj­ólfs­son, fékk af­rit af Face­book-sam­skipt­um Sveins Andra Sveins­son­ar lög­manns við Ástríði Rán Er­lends­dótt­ur, sem svipti sig lífi á Vogi í fyrra. Hann bygg­ir á þess­um sam­skipt­um í skáld­sögu sinni Lí­kvöku þar sem brot úr skeyta­send­ing­um ónefnds lög­manns við unga stúlku birt­ast, án þess að hafa þau orð­rétt eft­ir.

Facebook-samskipti Sveins Andra við unga stúlku sem lést rötuðu í skáldsögu

Í nýútgefinni skáldsögu Guðmundar S. Brynjólfssonar, rithöfundar og djákna, Líkvöku, er að finna kafla þar sem ónefndum lögmanni er lýst á mjög neikvæðan hátt. Kaflinn fjallar um samskipti lögmannsins við stúlku sem er fíkniefnaneytandi í bata þegar hann táldregur hana. Í kaflanum eru birt brot úr Facebook-samskiptum þessa ónefnda lögmanns við stúlkuna.

Guðmundur segir í samtali við Stundina að við vinnslu kaflans hafi hann notast við Facebook-samskipti Sveins Andra Sveinssonar lögmanns við Ástríði Rán Erlendsdóttur. Ástríður tók eigið líf á Vogi í fyrra. Hún hafði verið edrú um nokkurt skeið en fallið stuttu fyrir innlögnina.

Guðmundur segir að hann hafi fengið að lesa Facebook-samskipti þeirra Sveins Andra og Ástríðar, en ítrekar að það séu aðeins þessi samskipti en ekki meginmál kaflans sem byggir á raunverulegum samskiptum þeirra tveggja. „Facebook-samskiptin sjálf eru sönn, hitt er skáldskapur,“ segir Guðmundur.

Móðir Ástríðar og amma sögðu sögu hennar í viðtali við Fréttablaðið í fyrra

„Facebook-samskiptin sjálf eru sönn, hitt er skáldskapur“

Ekki haft orðrétt eftir

Kaflinn sem um ræðir nefnist Skilaboðaskjóðan og hefst svona: „Hann hafði grennst. Lögmaðurinn. Hafði áður verið feitur og kátur lögfræðingur með rétt sambönd. Var nú grannur lögmaður með röng sambönd. Hann óð í ungum stúlkum vegna endalausra auraráða sem gripin voru upp úr flór mannsvonsku og heiftar. Allt kostað af ríkinu. Allt sama pakkið líkt og lögmennirnir sem hafa hangið á fjárglæframönnum útrásartímans, með réttlætingar, greinarskrif, álitsgjafar, og svo þessir kónar sem nærast á skítnum; ég kalla allt þetta safn, mjaltakonur helvítis. Hann misnotaði þær, skemmdi þær, reið þeim og rangfærði hugmyndir þeirra um heiminn.“

Sveinn Andri kaus að tjá sig ekki málið þegar Stundin leitaði viðbragða hans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár