Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Facebook-samskipti Sveins Andra við unga stúlku sem lést rötuðu í skáldsögu

Höf­und­ur bók­ar­inn­ar Líkvaka, Guð­mund­ur S. Brynj­ólfs­son, fékk af­rit af Face­book-sam­skipt­um Sveins Andra Sveins­son­ar lög­manns við Ástríði Rán Er­lends­dótt­ur, sem svipti sig lífi á Vogi í fyrra. Hann bygg­ir á þess­um sam­skipt­um í skáld­sögu sinni Lí­kvöku þar sem brot úr skeyta­send­ing­um ónefnds lög­manns við unga stúlku birt­ast, án þess að hafa þau orð­rétt eft­ir.

Facebook-samskipti Sveins Andra við unga stúlku sem lést rötuðu í skáldsögu

Í nýútgefinni skáldsögu Guðmundar S. Brynjólfssonar, rithöfundar og djákna, Líkvöku, er að finna kafla þar sem ónefndum lögmanni er lýst á mjög neikvæðan hátt. Kaflinn fjallar um samskipti lögmannsins við stúlku sem er fíkniefnaneytandi í bata þegar hann táldregur hana. Í kaflanum eru birt brot úr Facebook-samskiptum þessa ónefnda lögmanns við stúlkuna.

Guðmundur segir í samtali við Stundina að við vinnslu kaflans hafi hann notast við Facebook-samskipti Sveins Andra Sveinssonar lögmanns við Ástríði Rán Erlendsdóttur. Ástríður tók eigið líf á Vogi í fyrra. Hún hafði verið edrú um nokkurt skeið en fallið stuttu fyrir innlögnina.

Guðmundur segir að hann hafi fengið að lesa Facebook-samskipti þeirra Sveins Andra og Ástríðar, en ítrekar að það séu aðeins þessi samskipti en ekki meginmál kaflans sem byggir á raunverulegum samskiptum þeirra tveggja. „Facebook-samskiptin sjálf eru sönn, hitt er skáldskapur,“ segir Guðmundur.

Móðir Ástríðar og amma sögðu sögu hennar í viðtali við Fréttablaðið í fyrra

„Facebook-samskiptin sjálf eru sönn, hitt er skáldskapur“

Ekki haft orðrétt eftir

Kaflinn sem um ræðir nefnist Skilaboðaskjóðan og hefst svona: „Hann hafði grennst. Lögmaðurinn. Hafði áður verið feitur og kátur lögfræðingur með rétt sambönd. Var nú grannur lögmaður með röng sambönd. Hann óð í ungum stúlkum vegna endalausra auraráða sem gripin voru upp úr flór mannsvonsku og heiftar. Allt kostað af ríkinu. Allt sama pakkið líkt og lögmennirnir sem hafa hangið á fjárglæframönnum útrásartímans, með réttlætingar, greinarskrif, álitsgjafar, og svo þessir kónar sem nærast á skítnum; ég kalla allt þetta safn, mjaltakonur helvítis. Hann misnotaði þær, skemmdi þær, reið þeim og rangfærði hugmyndir þeirra um heiminn.“

Sveinn Andri kaus að tjá sig ekki málið þegar Stundin leitaði viðbragða hans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár