Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Facebook-samskipti Sveins Andra við unga stúlku sem lést rötuðu í skáldsögu

Höf­und­ur bók­ar­inn­ar Líkvaka, Guð­mund­ur S. Brynj­ólfs­son, fékk af­rit af Face­book-sam­skipt­um Sveins Andra Sveins­son­ar lög­manns við Ástríði Rán Er­lends­dótt­ur, sem svipti sig lífi á Vogi í fyrra. Hann bygg­ir á þess­um sam­skipt­um í skáld­sögu sinni Lí­kvöku þar sem brot úr skeyta­send­ing­um ónefnds lög­manns við unga stúlku birt­ast, án þess að hafa þau orð­rétt eft­ir.

Facebook-samskipti Sveins Andra við unga stúlku sem lést rötuðu í skáldsögu

Í nýútgefinni skáldsögu Guðmundar S. Brynjólfssonar, rithöfundar og djákna, Líkvöku, er að finna kafla þar sem ónefndum lögmanni er lýst á mjög neikvæðan hátt. Kaflinn fjallar um samskipti lögmannsins við stúlku sem er fíkniefnaneytandi í bata þegar hann táldregur hana. Í kaflanum eru birt brot úr Facebook-samskiptum þessa ónefnda lögmanns við stúlkuna.

Guðmundur segir í samtali við Stundina að við vinnslu kaflans hafi hann notast við Facebook-samskipti Sveins Andra Sveinssonar lögmanns við Ástríði Rán Erlendsdóttur. Ástríður tók eigið líf á Vogi í fyrra. Hún hafði verið edrú um nokkurt skeið en fallið stuttu fyrir innlögnina.

Guðmundur segir að hann hafi fengið að lesa Facebook-samskipti þeirra Sveins Andra og Ástríðar, en ítrekar að það séu aðeins þessi samskipti en ekki meginmál kaflans sem byggir á raunverulegum samskiptum þeirra tveggja. „Facebook-samskiptin sjálf eru sönn, hitt er skáldskapur,“ segir Guðmundur.

Móðir Ástríðar og amma sögðu sögu hennar í viðtali við Fréttablaðið í fyrra

„Facebook-samskiptin sjálf eru sönn, hitt er skáldskapur“

Ekki haft orðrétt eftir

Kaflinn sem um ræðir nefnist Skilaboðaskjóðan og hefst svona: „Hann hafði grennst. Lögmaðurinn. Hafði áður verið feitur og kátur lögfræðingur með rétt sambönd. Var nú grannur lögmaður með röng sambönd. Hann óð í ungum stúlkum vegna endalausra auraráða sem gripin voru upp úr flór mannsvonsku og heiftar. Allt kostað af ríkinu. Allt sama pakkið líkt og lögmennirnir sem hafa hangið á fjárglæframönnum útrásartímans, með réttlætingar, greinarskrif, álitsgjafar, og svo þessir kónar sem nærast á skítnum; ég kalla allt þetta safn, mjaltakonur helvítis. Hann misnotaði þær, skemmdi þær, reið þeim og rangfærði hugmyndir þeirra um heiminn.“

Sveinn Andri kaus að tjá sig ekki málið þegar Stundin leitaði viðbragða hans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár