Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Facebook bað Gylfa Ægis afsökunar

Gylfi Æg­is­son seg­ist koma mar­gefld­ur til baka en Face­book-síða hans var tek­in nið­ur á dög­un­um. Hann seg­ir ekk­ert hræð­ast og komi til þess muni hann verja sig gegn þeim sem hafa hót­að hon­um líf­láti.

Facebook bað Gylfa Ægis afsökunar

Í fyrradag var lokað á persónulega Facebook-síðu þjóðlagasöngvarans Gylfa Ægissonar í kjölfar þess að hann fordæmdi hinsegin fræðslu í Hafnarfirði og bar fram ásakanir um að verið væri að „eyðileggja“ börn, „heilaþvo“ þau og „fremja sálarmorð“ á þeim.

Nú er síða Gylfa aftur komin upp og segist hann hafa fengið afsökunarbeiðni frá Facebook. „Þeir báðu mig afsökunar. Það er núna búið að ráðast á mig tvisvar og í bæði skiptin hafa þeir beðið mig innilega fyrirgefningar. Þeir sendu mér þetta áðan, að þeir bæðust afsökunar á þessu. Ég segi bara að skömmin er þeirra sem réðust á síðuna mína,“ segir Gylfi.

Tengja hinseginfræðslu við nauðganir

Gylfi hefur safnað liði gegn tillögu innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að efla hinsegin fræðslu í skólum bæjarins. Hann sakar bæjaryfirvöld um „sálarmorð á börnum“, segir að verið sé að „skemma börnin og eyðileggja“ og kveðst tilbúinn að fara í fangelsi fyrir baráttu sína gegn fræðslunni. Hann sakar Samtökin ‘78 um yfirvofandi heilaþvott. „Samtökin '78 fá að heilaþvo Grunnskólabörn í Hafnarfirði að vild,“ fullyrðir hann.

Stundin fjallaði um yfirlýsingar hans og birti svör fyrr í vikunni. Meðal ásakana fylgismanna Gylfa, sem hafa birst á Facebook og í innhringitíma á Útvarpi sögu, snúa þær að því að tengja hinsegin fræðslu við nauðganir og barnaníð.

Þannig tók söngkonan Leoncie undir á Facebook-síðu Gylfa: „Næst fara kennara til skólans og heilaþvo börnin að það er allt í lagi að nauðga,“ fullyrðir hún

Meðal þess sem Gylfi sagði á Facebook-síðu sinni áður en henni var lokað var að Samtökin '78 myndu „heilaþvo“ börn og sagði það ekki koma á óvart, þar sem það hafi tíðkast í áratugi að „fremja sálarmorð á börnum“.  

„Nú skal ráðist á grunnskólabörn sem varla hafa náð kynþroska og þau heilaþvegin af Samtökum 78 Hvernig er eiginlega heilabúið í þessu fólki? er það steikt? Góðir Íslendingar brettum nú upp á ermarnar og STÖÐVUM innrætingu samtakanna 78 á grunnskólabörnum í Hafnarfirði,“ sagði Gylfi.

Reglur Facebook kveða hins vegar á um að birting á geirvörtum kvenna sé brot sem leitt getur til lokunar Facebook-síðna.

Hótar þeim sem hótar honum

Hann segir að honum hafi borist líflátshótanir eftir nýjasta uppátæki hans, Barnaskjól. „Það var búið að marghóta mér að þetta væri hatursáróður og ég veit ekki hvað og hvað, að ég væri hreinlega skotinn niður. Það er hellingur af fólki að kommenta á Barnaskjól, síðunni sem átti að skjóta niður, og vill ekki að sé hrært í börnunum þeirra. Ég kem margefldur til baka,“ segir Gylfi og bætir við að sér hafi þótt ein athugasemd verst. „Það var þetta komment um að ég væri bestur hnakkaskotinn. Svo var það tekið út. Bara hnakkaskotinn. Ég kem margefldur frá því, það er enginn að fara að skjóta mig. Ég hef rétt á að verja mig. Það er bara verst að ég skrifaði ekki niður nafnið á þessum gaur því þá hefði ég kannski einhverja nóttina setið á rúmstokknum hjá honum og talað við hann. Ég gerði það síðast þegar glæpamaður hótaði mér. Ég hræddi hann svo mikið að hann lét mig í friði,“ segir Gylfi.

Áhrif viðhorfanna á hinsegin börn

Þá hefur móðir samkynhneigðs manns skrifað opið bréf til Gylfa, þar sem hún lýsir áhrifum viðhorfa eins og þeirra sem Gylfi dreifir, á son sinn í gegnum árin:

„Hann var öðruvísi, hann fór sínar eigin leiðir og gerir enn. Hann fylgdi aldrei þessu „normi“ hvað svo sem það á að vera. Hann fór sem Mjallhvít í leikskólann einn öskudaginn, við útskýrðum fyrir honum að hann kæmi líklega niðurbrotinn heim, því við vissum að enn væri til svona fólk eins og þú. Hann kom niðurbrotinn heim!“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár