Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Facebook bað Gylfa Ægis afsökunar

Gylfi Æg­is­son seg­ist koma mar­gefld­ur til baka en Face­book-síða hans var tek­in nið­ur á dög­un­um. Hann seg­ir ekk­ert hræð­ast og komi til þess muni hann verja sig gegn þeim sem hafa hót­að hon­um líf­láti.

Facebook bað Gylfa Ægis afsökunar

Í fyrradag var lokað á persónulega Facebook-síðu þjóðlagasöngvarans Gylfa Ægissonar í kjölfar þess að hann fordæmdi hinsegin fræðslu í Hafnarfirði og bar fram ásakanir um að verið væri að „eyðileggja“ börn, „heilaþvo“ þau og „fremja sálarmorð“ á þeim.

Nú er síða Gylfa aftur komin upp og segist hann hafa fengið afsökunarbeiðni frá Facebook. „Þeir báðu mig afsökunar. Það er núna búið að ráðast á mig tvisvar og í bæði skiptin hafa þeir beðið mig innilega fyrirgefningar. Þeir sendu mér þetta áðan, að þeir bæðust afsökunar á þessu. Ég segi bara að skömmin er þeirra sem réðust á síðuna mína,“ segir Gylfi.

Tengja hinseginfræðslu við nauðganir

Gylfi hefur safnað liði gegn tillögu innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að efla hinsegin fræðslu í skólum bæjarins. Hann sakar bæjaryfirvöld um „sálarmorð á börnum“, segir að verið sé að „skemma börnin og eyðileggja“ og kveðst tilbúinn að fara í fangelsi fyrir baráttu sína gegn fræðslunni. Hann sakar Samtökin ‘78 um yfirvofandi heilaþvott. „Samtökin '78 fá að heilaþvo Grunnskólabörn í Hafnarfirði að vild,“ fullyrðir hann.

Stundin fjallaði um yfirlýsingar hans og birti svör fyrr í vikunni. Meðal ásakana fylgismanna Gylfa, sem hafa birst á Facebook og í innhringitíma á Útvarpi sögu, snúa þær að því að tengja hinsegin fræðslu við nauðganir og barnaníð.

Þannig tók söngkonan Leoncie undir á Facebook-síðu Gylfa: „Næst fara kennara til skólans og heilaþvo börnin að það er allt í lagi að nauðga,“ fullyrðir hún

Meðal þess sem Gylfi sagði á Facebook-síðu sinni áður en henni var lokað var að Samtökin '78 myndu „heilaþvo“ börn og sagði það ekki koma á óvart, þar sem það hafi tíðkast í áratugi að „fremja sálarmorð á börnum“.  

„Nú skal ráðist á grunnskólabörn sem varla hafa náð kynþroska og þau heilaþvegin af Samtökum 78 Hvernig er eiginlega heilabúið í þessu fólki? er það steikt? Góðir Íslendingar brettum nú upp á ermarnar og STÖÐVUM innrætingu samtakanna 78 á grunnskólabörnum í Hafnarfirði,“ sagði Gylfi.

Reglur Facebook kveða hins vegar á um að birting á geirvörtum kvenna sé brot sem leitt getur til lokunar Facebook-síðna.

Hótar þeim sem hótar honum

Hann segir að honum hafi borist líflátshótanir eftir nýjasta uppátæki hans, Barnaskjól. „Það var búið að marghóta mér að þetta væri hatursáróður og ég veit ekki hvað og hvað, að ég væri hreinlega skotinn niður. Það er hellingur af fólki að kommenta á Barnaskjól, síðunni sem átti að skjóta niður, og vill ekki að sé hrært í börnunum þeirra. Ég kem margefldur til baka,“ segir Gylfi og bætir við að sér hafi þótt ein athugasemd verst. „Það var þetta komment um að ég væri bestur hnakkaskotinn. Svo var það tekið út. Bara hnakkaskotinn. Ég kem margefldur frá því, það er enginn að fara að skjóta mig. Ég hef rétt á að verja mig. Það er bara verst að ég skrifaði ekki niður nafnið á þessum gaur því þá hefði ég kannski einhverja nóttina setið á rúmstokknum hjá honum og talað við hann. Ég gerði það síðast þegar glæpamaður hótaði mér. Ég hræddi hann svo mikið að hann lét mig í friði,“ segir Gylfi.

Áhrif viðhorfanna á hinsegin börn

Þá hefur móðir samkynhneigðs manns skrifað opið bréf til Gylfa, þar sem hún lýsir áhrifum viðhorfa eins og þeirra sem Gylfi dreifir, á son sinn í gegnum árin:

„Hann var öðruvísi, hann fór sínar eigin leiðir og gerir enn. Hann fylgdi aldrei þessu „normi“ hvað svo sem það á að vera. Hann fór sem Mjallhvít í leikskólann einn öskudaginn, við útskýrðum fyrir honum að hann kæmi líklega niðurbrotinn heim, því við vissum að enn væri til svona fólk eins og þú. Hann kom niðurbrotinn heim!“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár