Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Facebook bað Gylfa Ægis afsökunar

Gylfi Æg­is­son seg­ist koma mar­gefld­ur til baka en Face­book-síða hans var tek­in nið­ur á dög­un­um. Hann seg­ir ekk­ert hræð­ast og komi til þess muni hann verja sig gegn þeim sem hafa hót­að hon­um líf­láti.

Facebook bað Gylfa Ægis afsökunar

Í fyrradag var lokað á persónulega Facebook-síðu þjóðlagasöngvarans Gylfa Ægissonar í kjölfar þess að hann fordæmdi hinsegin fræðslu í Hafnarfirði og bar fram ásakanir um að verið væri að „eyðileggja“ börn, „heilaþvo“ þau og „fremja sálarmorð“ á þeim.

Nú er síða Gylfa aftur komin upp og segist hann hafa fengið afsökunarbeiðni frá Facebook. „Þeir báðu mig afsökunar. Það er núna búið að ráðast á mig tvisvar og í bæði skiptin hafa þeir beðið mig innilega fyrirgefningar. Þeir sendu mér þetta áðan, að þeir bæðust afsökunar á þessu. Ég segi bara að skömmin er þeirra sem réðust á síðuna mína,“ segir Gylfi.

Tengja hinseginfræðslu við nauðganir

Gylfi hefur safnað liði gegn tillögu innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að efla hinsegin fræðslu í skólum bæjarins. Hann sakar bæjaryfirvöld um „sálarmorð á börnum“, segir að verið sé að „skemma börnin og eyðileggja“ og kveðst tilbúinn að fara í fangelsi fyrir baráttu sína gegn fræðslunni. Hann sakar Samtökin ‘78 um yfirvofandi heilaþvott. „Samtökin '78 fá að heilaþvo Grunnskólabörn í Hafnarfirði að vild,“ fullyrðir hann.

Stundin fjallaði um yfirlýsingar hans og birti svör fyrr í vikunni. Meðal ásakana fylgismanna Gylfa, sem hafa birst á Facebook og í innhringitíma á Útvarpi sögu, snúa þær að því að tengja hinsegin fræðslu við nauðganir og barnaníð.

Þannig tók söngkonan Leoncie undir á Facebook-síðu Gylfa: „Næst fara kennara til skólans og heilaþvo börnin að það er allt í lagi að nauðga,“ fullyrðir hún

Meðal þess sem Gylfi sagði á Facebook-síðu sinni áður en henni var lokað var að Samtökin '78 myndu „heilaþvo“ börn og sagði það ekki koma á óvart, þar sem það hafi tíðkast í áratugi að „fremja sálarmorð á börnum“.  

„Nú skal ráðist á grunnskólabörn sem varla hafa náð kynþroska og þau heilaþvegin af Samtökum 78 Hvernig er eiginlega heilabúið í þessu fólki? er það steikt? Góðir Íslendingar brettum nú upp á ermarnar og STÖÐVUM innrætingu samtakanna 78 á grunnskólabörnum í Hafnarfirði,“ sagði Gylfi.

Reglur Facebook kveða hins vegar á um að birting á geirvörtum kvenna sé brot sem leitt getur til lokunar Facebook-síðna.

Hótar þeim sem hótar honum

Hann segir að honum hafi borist líflátshótanir eftir nýjasta uppátæki hans, Barnaskjól. „Það var búið að marghóta mér að þetta væri hatursáróður og ég veit ekki hvað og hvað, að ég væri hreinlega skotinn niður. Það er hellingur af fólki að kommenta á Barnaskjól, síðunni sem átti að skjóta niður, og vill ekki að sé hrært í börnunum þeirra. Ég kem margefldur til baka,“ segir Gylfi og bætir við að sér hafi þótt ein athugasemd verst. „Það var þetta komment um að ég væri bestur hnakkaskotinn. Svo var það tekið út. Bara hnakkaskotinn. Ég kem margefldur frá því, það er enginn að fara að skjóta mig. Ég hef rétt á að verja mig. Það er bara verst að ég skrifaði ekki niður nafnið á þessum gaur því þá hefði ég kannski einhverja nóttina setið á rúmstokknum hjá honum og talað við hann. Ég gerði það síðast þegar glæpamaður hótaði mér. Ég hræddi hann svo mikið að hann lét mig í friði,“ segir Gylfi.

Áhrif viðhorfanna á hinsegin börn

Þá hefur móðir samkynhneigðs manns skrifað opið bréf til Gylfa, þar sem hún lýsir áhrifum viðhorfa eins og þeirra sem Gylfi dreifir, á son sinn í gegnum árin:

„Hann var öðruvísi, hann fór sínar eigin leiðir og gerir enn. Hann fylgdi aldrei þessu „normi“ hvað svo sem það á að vera. Hann fór sem Mjallhvít í leikskólann einn öskudaginn, við útskýrðum fyrir honum að hann kæmi líklega niðurbrotinn heim, því við vissum að enn væri til svona fólk eins og þú. Hann kom niðurbrotinn heim!“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár