Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Fá ekki skuldaleiðréttingu: Refsað fyrir að búa í Noregi

Birg­ir Heið­ar Búa­son og Ása Ka­ritas Arn­munds­dótt­ir fá ekki skulda­leið­rétt­ing­una sem þeim hef­ur ver­ið út­hlut­að nema þau flytji heim til Ís­lands og byrji að vinna.

Fá ekki skuldaleiðréttingu: Refsað fyrir að búa í Noregi

Við hjónin fengum úthlutað 2,8 milljónum króna í skuldaleiðréttingu. En þegar við vildum fá þessa fjármuni reyndist það útilokað. Eina leiðin var sú að flytja heim og byrja að vinna þar,“ segir Birgir Heiðar Búason, yfirkokkur á Scandic-hóteli. Hann og eiginkona hans, Ása Karitas Arnmundsdóttir sáu ekki aðra leið til að bjarga sér eftir hrun en að flytja til Noregs. 
„Ég missti vinnuna heima á Íslandi og vanskilin hlóðust upp. Við höfðum keypt hús í Hafnar­firði sem við gerðum upp. En eftir nokkurra mánaða atvinnuleysi var vandinn orðinn svo stór að ég ákvað að fara til Noregs og fara að vinna þar,“ segir Birgir Heiðar. 

Á tveimur árum tókst honum að ná tökum á fjármálum sínum og greiða niður vanskilin. Fjölskyldan hafði verið sundruð þar sem eiginkonan og tveir synir þeirra hjóna bjuggu á Íslandi. Ása Karitas flutti út til eiginmannsins þar sem þau hafa búið síðan. Þau leigðu út hús sitt og héldu áfram að greiða af lánunum. Á síðasta ári seldu þau síðan húsið sitt. Svo kom skuldaleiðréttingin. 

„Við sóttum um og fengum það svar að hvort okkar fengi 1,4 milljón króna. En þetta reyndist ekki vera í hendi. Þegar ég reyndi að nálgast fjármunina vandaðist málið. Þá var mér sagt að við yrðum að koma til Íslands og vinna þar. Á næstu fjórum árum kæmi þetta til baka í formi skattaafsláttar,“ segir Birgir Heiðar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
6
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu