Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fá ekki að lifa og starfa á Íslandi: Þvældust í kerfinu í þrjú ár

Fjöl­skylda frá Séné­gal hef­ur þvælst um í ís­lenska kerf­inu í tæp þrjú ár og hef­ur nú ver­ið gert að yf­ir­gefa land­ið. Helga Vala Helga­dótt­ir, lög­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar, furð­ar sig á stefnu stjórn­valda.

Fá ekki að lifa og starfa á Íslandi: Þvældust í kerfinu í þrjú ár
Bassirou Ndiaye og fjölskylda hans, fær ekki að vera áfram á Íslandi. Mynd: Facebook

Regine Marthe Ndiaye verður þriggja ára í maí. Hún fæddist á Íslandi og gengur í leikskóla í Reykjavík. Það sem hún veit ekki er að hún er í raun ólöglegur innflytjandi og fjölskylda hennar nýtur því ekki sömu réttinda og fjölskyldur leikfélaga hennar. Henni hefur verið gert að yfirgefa eina heimilið sem hún þekkir. 

Foreldrar Regine, Bassirou og Mahe Diouf, koma frá Sénégal og hafa þvælst um í íslenska kerfinu í tæplega þrjú ár. Nú eru þau komin að endastöð og niðurstaðan er afgerandi – þau eiga að yfirgefa landið. „Af hverju leyfum við ekki þeim sem eru fullfrískir, vinnandi höndum, að koma og hjálpa okkur við að viðhalda velferðarkerfinu, borga sína skatta og halda uppi þessu kerfi okkar með sköttunum sínum?“ spyr Helga Vala Helgadóttir, lögmaður fjölskyldunnar. 

Málið í þrjú ár í vinnslu hjá Útlendingastofnun

Ndiaye-fjölskyldan sótti um dvalarleyfi hér á landi í mars 2014 og verða því bráðum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár