Regine Marthe Ndiaye verður þriggja ára í maí. Hún fæddist á Íslandi og gengur í leikskóla í Reykjavík. Það sem hún veit ekki er að hún er í raun ólöglegur innflytjandi og fjölskylda hennar nýtur því ekki sömu réttinda og fjölskyldur leikfélaga hennar. Henni hefur verið gert að yfirgefa eina heimilið sem hún þekkir.
Foreldrar Regine, Bassirou og Mahe Diouf, koma frá Sénégal og hafa þvælst um í íslenska kerfinu í tæplega þrjú ár. Nú eru þau komin að endastöð og niðurstaðan er afgerandi – þau eiga að yfirgefa landið. „Af hverju leyfum við ekki þeim sem eru fullfrískir, vinnandi höndum, að koma og hjálpa okkur við að viðhalda velferðarkerfinu, borga sína skatta og halda uppi þessu kerfi okkar með sköttunum sínum?“ spyr Helga Vala Helgadóttir, lögmaður fjölskyldunnar.
Málið í þrjú ár í vinnslu hjá Útlendingastofnun
Ndiaye-fjölskyldan sótti um dvalarleyfi hér á landi í mars 2014 og verða því bráðum …
Athugasemdir