Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Reyna að fá auknar heimildir til að raska náttúrunni

Frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um um nátt­uru­vernd hef­ur ver­ið kynnt og bíð­ur efn­is­með­ferð­ar á Al­þingi. Lög­in fela í sér veru­leg­ar breyt­ing­ar á lög­un­um sem sam­þykkt voru í lok síð­asta kjör­tíma­bils.

Reyna að fá auknar heimildir til að raska náttúrunni
Miklar breytingar Frumvarp Sigrúnar Magnúsdóttur með breytingum á lögum um náttúruvernd felur í sér miklar breytingar á lögunum sem samþykkt voru í lok síðasta kjörtímabils. Ráðherrra stefnir á að leggja frumvarpið fram fyrir þinglok. Mynd: PressPhotos

„Eysteinn Jónsson hefði ekki viljað kannast við sinn flokk - Framsóknarflokkinn - í dag,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, um frumvarpið til breytinga á lögum um náttúruvernd sem til stendur að, Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra, leggi fyrir Alþingi á næstunni. Eysteinn Jónsson var þingmaður Framsóknarflokksins í meira en 30 ár á fyrri og seinni hluta síðustu aldar var oftsinnis ráðherra á því tímabili.

Með lögunum á að breyta nátturuverndarlögum síðustu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna en þau eiga annars að taka gildi þann 1. júlí næstkomandi. Frumvarp Sigrúnar miðar hins vegar að því að breyting á lögunum verði leidd í lög fyrir gildistöku náttúruverndarlaga síðustu ríkistjórnar.

„Sú vinna gengur ágætlega og vonast ráðherra til að geta lagt frumvarpið fram fyrir þinglok.“

Í svari frá umhverfisráðuneytinu um hvenær frumvarpið verður lagt fram segir að stefnt sé að því að leggja það fram fyrir þinglok. „Verið er að vinna með þær umsagnir sem bárust á umsagnarfrestinum. Sú vinna gengur ágætlega og vonast ráðherra til að geta lagt frumvarpið fram fyrir þinglok. Þar sem málið er enn í vinnslu liggur ekki fyrir hvaða breytingar verða gerðar á frumvarpinu frá kynningu þess þ. 10. mars sl.“

Um frumvarp Sigrúnar segir Árni: „Drögin eru vissulega skárri en frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar um að afturkalla nýju lög um náttúruvernd sem eiga að taka gildi 1. júlí n.k., en jafnframt lýsir það algjöru metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum. “

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár