Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Reyna að fá auknar heimildir til að raska náttúrunni

Frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um um nátt­uru­vernd hef­ur ver­ið kynnt og bíð­ur efn­is­með­ferð­ar á Al­þingi. Lög­in fela í sér veru­leg­ar breyt­ing­ar á lög­un­um sem sam­þykkt voru í lok síð­asta kjör­tíma­bils.

Reyna að fá auknar heimildir til að raska náttúrunni
Miklar breytingar Frumvarp Sigrúnar Magnúsdóttur með breytingum á lögum um náttúruvernd felur í sér miklar breytingar á lögunum sem samþykkt voru í lok síðasta kjörtímabils. Ráðherrra stefnir á að leggja frumvarpið fram fyrir þinglok. Mynd: PressPhotos

„Eysteinn Jónsson hefði ekki viljað kannast við sinn flokk - Framsóknarflokkinn - í dag,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, um frumvarpið til breytinga á lögum um náttúruvernd sem til stendur að, Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra, leggi fyrir Alþingi á næstunni. Eysteinn Jónsson var þingmaður Framsóknarflokksins í meira en 30 ár á fyrri og seinni hluta síðustu aldar var oftsinnis ráðherra á því tímabili.

Með lögunum á að breyta nátturuverndarlögum síðustu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna en þau eiga annars að taka gildi þann 1. júlí næstkomandi. Frumvarp Sigrúnar miðar hins vegar að því að breyting á lögunum verði leidd í lög fyrir gildistöku náttúruverndarlaga síðustu ríkistjórnar.

„Sú vinna gengur ágætlega og vonast ráðherra til að geta lagt frumvarpið fram fyrir þinglok.“

Í svari frá umhverfisráðuneytinu um hvenær frumvarpið verður lagt fram segir að stefnt sé að því að leggja það fram fyrir þinglok. „Verið er að vinna með þær umsagnir sem bárust á umsagnarfrestinum. Sú vinna gengur ágætlega og vonast ráðherra til að geta lagt frumvarpið fram fyrir þinglok. Þar sem málið er enn í vinnslu liggur ekki fyrir hvaða breytingar verða gerðar á frumvarpinu frá kynningu þess þ. 10. mars sl.“

Um frumvarp Sigrúnar segir Árni: „Drögin eru vissulega skárri en frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar um að afturkalla nýju lög um náttúruvernd sem eiga að taka gildi 1. júlí n.k., en jafnframt lýsir það algjöru metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum. “

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár