Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Reyna að fá auknar heimildir til að raska náttúrunni

Frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um um nátt­uru­vernd hef­ur ver­ið kynnt og bíð­ur efn­is­með­ferð­ar á Al­þingi. Lög­in fela í sér veru­leg­ar breyt­ing­ar á lög­un­um sem sam­þykkt voru í lok síð­asta kjör­tíma­bils.

Reyna að fá auknar heimildir til að raska náttúrunni
Miklar breytingar Frumvarp Sigrúnar Magnúsdóttur með breytingum á lögum um náttúruvernd felur í sér miklar breytingar á lögunum sem samþykkt voru í lok síðasta kjörtímabils. Ráðherrra stefnir á að leggja frumvarpið fram fyrir þinglok. Mynd: PressPhotos

„Eysteinn Jónsson hefði ekki viljað kannast við sinn flokk - Framsóknarflokkinn - í dag,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, um frumvarpið til breytinga á lögum um náttúruvernd sem til stendur að, Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra, leggi fyrir Alþingi á næstunni. Eysteinn Jónsson var þingmaður Framsóknarflokksins í meira en 30 ár á fyrri og seinni hluta síðustu aldar var oftsinnis ráðherra á því tímabili.

Með lögunum á að breyta nátturuverndarlögum síðustu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna en þau eiga annars að taka gildi þann 1. júlí næstkomandi. Frumvarp Sigrúnar miðar hins vegar að því að breyting á lögunum verði leidd í lög fyrir gildistöku náttúruverndarlaga síðustu ríkistjórnar.

„Sú vinna gengur ágætlega og vonast ráðherra til að geta lagt frumvarpið fram fyrir þinglok.“

Í svari frá umhverfisráðuneytinu um hvenær frumvarpið verður lagt fram segir að stefnt sé að því að leggja það fram fyrir þinglok. „Verið er að vinna með þær umsagnir sem bárust á umsagnarfrestinum. Sú vinna gengur ágætlega og vonast ráðherra til að geta lagt frumvarpið fram fyrir þinglok. Þar sem málið er enn í vinnslu liggur ekki fyrir hvaða breytingar verða gerðar á frumvarpinu frá kynningu þess þ. 10. mars sl.“

Um frumvarp Sigrúnar segir Árni: „Drögin eru vissulega skárri en frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar um að afturkalla nýju lög um náttúruvernd sem eiga að taka gildi 1. júlí n.k., en jafnframt lýsir það algjöru metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum. “

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár