Í október 1975 skrifaði Vilmundur Gylfason föstudagsgrein í Vísi. Þar lýsti hann því hvernig þáverandi dómsmálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Ólafur Jóhannesson, hefði á sínum tíma haft afskipti af lögreglurannsókn á veitingahúsinu Klúbbnum og gefið fyrirmæli vegna hennar gegn eindregnum andmælum lögreglunnar, saksóknara og rannsóknardómara.
Greinar Vilmundar vöktu alla jafna mikla athygli, en þessi þó ekki meiri en margar aðrar. Innihaldið var orðið kunnuglegt og þessi frásögn var eiginlega bara tilbrigði við stef, sem var spilling í dómskerfinu og víðar, og oftar en ekki kom Framsóknarflokkurinn við sögu.
Hví er ég nú að rifja þetta upp? Jú, þremur mánuðum síðar skrifaði Vilmundur aðra grein um allt önnur afskipti dómsmálaráðherra af störfum lögreglunnar. Þar áttu í hlut sömu menn og í fyrra málinu, en nú var sú breyting orðin á að þeir sátu í gæzluvarðhaldi eftir að Erla Bolladóttir og fleiri höfðu bendlað þá við hvarf og hugsanlegt morð á Geirfinni Einarssyni. …
Athugasemdir