Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Langfámennasta þjóðin til að komast á EM

Ís­lend­ing­ar eru að­eins einn sjötti af fjölda þeirr­ar þjóð­ar sem hing­að til hef­ur ver­ið fá­menn­ust á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í knatt­spyrnu karla. Er­lend­ir fjöl­miðl­ar fjalla um ótrú­leg­an og sögu­leg­an ár­ang­ur.

Langfámennasta þjóðin til að komast á EM
Karlalandsliðið fagnar Lykillinn að baki farsæld íslenskrar knattspyrnu er íþróttagreinendum hugleikin eftir ótrúlegan árangur í undankeppni EM. Hér sjást Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og félagar hans fagna sigrinum gegn Hollandi á fimmtudag. Mynd: AFP

Ísland er langfámennasta þjóðin til að komast á Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu. Fram að þessu hefur fámennasta þjóðin til að taka þátt í mótinu verið Slóvenía. Íbúar Slóveníu eru sex sinnum fleiri en íbúar Íslands. 

Í frétt breska blaðsins Guardian segir frá því að Ísland hafi „skráð sig í sögubækurnar“. 

Fámennstu þjóðirnar á EM í knattspyrnu:

Ísland (330.610)

Slóvenía (1.988.292)

Lettland (2.165.165)

Króatía (4.470.534)

Írland (4.832.765)

* Tölur frá 2014, nema fyrir Ísland

Þess ber þó að geta að sú breyting var gerð á Evrópumeistaramótinu 2016 að liðum var fjölgað úr 16 í 24 og er því auðveldara að komast á EM en áður í sögunni. Fyrir árið 1996 voru keppnisliðin einungis átta. 

Stjórnuninni þakkað fyrir

Í pistli Michael Yokhin á íþróttavefnum Soccernet segir frá því að „heimurinn fylgist furðu lostinn með liði Lars Lagerbäcks fagna ótrúlegum árangri fyrir EM 2016 með tvo leiki óspilaða.“

Lars Lagerbäck
Lars Lagerbäck Þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu er orðinn þjóðhetja á Íslandi, en hann hættir störfum eftir EM 2016.

„Maður gæti freistast til að tala um að einstök „gullkynslóð“ hefði gert þetta mögulegt. Hins vegar er ekkert fjær sannleikanum,“ segir í pistlinum. „Þetta örsmáa land - það fámennasta til að senda lið á EM, með einungis 330 þúsund íbúa - nýtur knattspyrnulegs árangurs þökk sé framúrskarandi stjórnun.“

Þetta rímar við forsíðu Fréttablaðsins í dag en þar er Lagerbäck þakkaður sigurinn með fyrirsögninni „Takk Lars“. Lars hefur hins vegar ákveðið að hætta störfum fyrir íslenska landsliðið eftir Evrópumeistaramótið á næsta ári.

Fjárfesting í hæfileikum

Í fyrrnefndum pistli á Soccernet.com er hins vegar líka farið yfir langtímaorsakir góðs árangurs. 

„Hæfileikarnir munu streyma áfram vegna þess að Ísland skapaði frábærar þjálfunaraðstæður og fjárfestir mikið í unglingaþjálfun. Þetta langtímaþróunarverkefni hófst um aldarmótin. Áður komu veðuraðstæður í veg fyrir að börn spiluðu fótbolta á löngum vetrarmánuðum. En núna eru meira en 20 gervigrasvellir í fullri stærð á víð og dreif um landið. Og, það sem er jafnmikilvægt, meira en 150 litlir vellir þar sem ungir krakkar geta spilað allan ársins hring,“ skrifar Yokhin. Hann bendir einnig á það sem hann nefnir „þjálfarabyltinguna“.

Bylting í þjálfun

„Jafnvel enn merkilegri er þjálfarabyltingin á Íslandi. Undir forystu Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, sem tók við stjórn menntunarmála hjá KSÍ árið 2002, fengu hundruð sérfræðinga skírteini frá UEFA (Knattspyrnusambandi Evrópu). Merkilegt nokk tóku 630 þjálfarar þátt í mismunandi námskeiðum UEFA árið 2010, sem jafngildir 0,2 prósent af mannfjöldanum. Ungmennaþjálfurum voru borguð góð laun. Starfið varð álitlegt og gerð var krafa til allra klúbba um að ráða vel hæfa þjálfara fyrir yngri liðin til þess að fá skírteini frá KSÍ.“

Niðurstaðan í pistlinum er að þrátt fyrir að Lars Lagerbäck sé á förum haldist samfella í íþróttastarfinu með langtímaáætlunum og störfum Heimis Hallgrímssonar, sem er landsliðsþjálfari við hlið Lars. „Hann mun taka alfarið við keflinu eftir EM og þar með tryggja samfellu. Langtímahugsun er einkennandi fyrir alla þætti knattspyrnu á Íslandi og það getur einungis leitt til áframhaldandi árangurs.“

Sigursælt kvennalandslið
Sigursælt kvennalandslið Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur leikið á síðustu tveimur Evrópumeistaramótum. Hér sést liðið frá 2013.

Ótrúleg afrek miðað við höfðatölu

Þá er fjallað um að árangurinn í undankeppni EM sé einungis rúsínan í pylsuendanum og bent á forsöguna. Ísland vann silfur í handbolta á Ólympíuleikunum árið 2008. Kvennaliðið í knattspyrnu hefur keppt á tveimur síðustu Evrópumótum. Karlaliðið í körfubolta keppir nú á Evrópumótinu. 

„Fyrir land sem er fámennara en Lúxemborg er þetta ótrúlegt afrek. Er Ísland mesta íþróttaþjóð í heimi?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
6
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
7
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár