Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Langfámennasta þjóðin til að komast á EM

Ís­lend­ing­ar eru að­eins einn sjötti af fjölda þeirr­ar þjóð­ar sem hing­að til hef­ur ver­ið fá­menn­ust á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í knatt­spyrnu karla. Er­lend­ir fjöl­miðl­ar fjalla um ótrú­leg­an og sögu­leg­an ár­ang­ur.

Langfámennasta þjóðin til að komast á EM
Karlalandsliðið fagnar Lykillinn að baki farsæld íslenskrar knattspyrnu er íþróttagreinendum hugleikin eftir ótrúlegan árangur í undankeppni EM. Hér sjást Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og félagar hans fagna sigrinum gegn Hollandi á fimmtudag. Mynd: AFP

Ísland er langfámennasta þjóðin til að komast á Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu. Fram að þessu hefur fámennasta þjóðin til að taka þátt í mótinu verið Slóvenía. Íbúar Slóveníu eru sex sinnum fleiri en íbúar Íslands. 

Í frétt breska blaðsins Guardian segir frá því að Ísland hafi „skráð sig í sögubækurnar“. 

Fámennstu þjóðirnar á EM í knattspyrnu:

Ísland (330.610)

Slóvenía (1.988.292)

Lettland (2.165.165)

Króatía (4.470.534)

Írland (4.832.765)

* Tölur frá 2014, nema fyrir Ísland

Þess ber þó að geta að sú breyting var gerð á Evrópumeistaramótinu 2016 að liðum var fjölgað úr 16 í 24 og er því auðveldara að komast á EM en áður í sögunni. Fyrir árið 1996 voru keppnisliðin einungis átta. 

Stjórnuninni þakkað fyrir

Í pistli Michael Yokhin á íþróttavefnum Soccernet segir frá því að „heimurinn fylgist furðu lostinn með liði Lars Lagerbäcks fagna ótrúlegum árangri fyrir EM 2016 með tvo leiki óspilaða.“

Lars Lagerbäck
Lars Lagerbäck Þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu er orðinn þjóðhetja á Íslandi, en hann hættir störfum eftir EM 2016.

„Maður gæti freistast til að tala um að einstök „gullkynslóð“ hefði gert þetta mögulegt. Hins vegar er ekkert fjær sannleikanum,“ segir í pistlinum. „Þetta örsmáa land - það fámennasta til að senda lið á EM, með einungis 330 þúsund íbúa - nýtur knattspyrnulegs árangurs þökk sé framúrskarandi stjórnun.“

Þetta rímar við forsíðu Fréttablaðsins í dag en þar er Lagerbäck þakkaður sigurinn með fyrirsögninni „Takk Lars“. Lars hefur hins vegar ákveðið að hætta störfum fyrir íslenska landsliðið eftir Evrópumeistaramótið á næsta ári.

Fjárfesting í hæfileikum

Í fyrrnefndum pistli á Soccernet.com er hins vegar líka farið yfir langtímaorsakir góðs árangurs. 

„Hæfileikarnir munu streyma áfram vegna þess að Ísland skapaði frábærar þjálfunaraðstæður og fjárfestir mikið í unglingaþjálfun. Þetta langtímaþróunarverkefni hófst um aldarmótin. Áður komu veðuraðstæður í veg fyrir að börn spiluðu fótbolta á löngum vetrarmánuðum. En núna eru meira en 20 gervigrasvellir í fullri stærð á víð og dreif um landið. Og, það sem er jafnmikilvægt, meira en 150 litlir vellir þar sem ungir krakkar geta spilað allan ársins hring,“ skrifar Yokhin. Hann bendir einnig á það sem hann nefnir „þjálfarabyltinguna“.

Bylting í þjálfun

„Jafnvel enn merkilegri er þjálfarabyltingin á Íslandi. Undir forystu Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, sem tók við stjórn menntunarmála hjá KSÍ árið 2002, fengu hundruð sérfræðinga skírteini frá UEFA (Knattspyrnusambandi Evrópu). Merkilegt nokk tóku 630 þjálfarar þátt í mismunandi námskeiðum UEFA árið 2010, sem jafngildir 0,2 prósent af mannfjöldanum. Ungmennaþjálfurum voru borguð góð laun. Starfið varð álitlegt og gerð var krafa til allra klúbba um að ráða vel hæfa þjálfara fyrir yngri liðin til þess að fá skírteini frá KSÍ.“

Niðurstaðan í pistlinum er að þrátt fyrir að Lars Lagerbäck sé á förum haldist samfella í íþróttastarfinu með langtímaáætlunum og störfum Heimis Hallgrímssonar, sem er landsliðsþjálfari við hlið Lars. „Hann mun taka alfarið við keflinu eftir EM og þar með tryggja samfellu. Langtímahugsun er einkennandi fyrir alla þætti knattspyrnu á Íslandi og það getur einungis leitt til áframhaldandi árangurs.“

Sigursælt kvennalandslið
Sigursælt kvennalandslið Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur leikið á síðustu tveimur Evrópumeistaramótum. Hér sést liðið frá 2013.

Ótrúleg afrek miðað við höfðatölu

Þá er fjallað um að árangurinn í undankeppni EM sé einungis rúsínan í pylsuendanum og bent á forsöguna. Ísland vann silfur í handbolta á Ólympíuleikunum árið 2008. Kvennaliðið í knattspyrnu hefur keppt á tveimur síðustu Evrópumótum. Karlaliðið í körfubolta keppir nú á Evrópumótinu. 

„Fyrir land sem er fámennara en Lúxemborg er þetta ótrúlegt afrek. Er Ísland mesta íþróttaþjóð í heimi?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár