Engar sérstakar ráðstafanir varðandi kynferðisbrot voru gerðar vegna tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður eða Skíðavikunnar sem haldin var á Ísafirði um páskana. Ein nauðgun var tilkynnt til lögreglu aðfararnótt föstudags, en samkvæmt heimildum Stundarinnar var þolanda hvorki boðin sálfræðiþjónusta né önnur félagsleg aðstoð að skýrslutöku hjá lögreglu lokinni.
Heimildir Stundarinnar herma að atvikið hafi átt sér stað fyrir utan beitningaskúr á Ísafirði aðfaranótt föstudags. Stúlkan sem um ræðir hafi verið stödd í samkvæmi í skúrnum en farið út og komið sér fyrir milli tveggja gáma til þess að kasta upp. Samkvæmt framburði stúlkunnar hafi þá einhver komið aftan að henni, ráðist á hana kynferðislega og náð fram vilja sínum. Stúlkan mun ekki hafa getað borið kennsl á manninn, en verið með sjáanlega áverka eftir árásina. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu.
Engar sérstakar ráðstafanir vegna kynferðisbrota
„Hvergi var gert ráð fyrir að eitthvað gæti farið úrskeiðis,“ segir Lísbet Harðardóttir starfsmaður Sólstafa, systrasamtaka Stígamóta, í samtali við Stundina. „Það var engin bakvakt vegna kynferðisbrota og engin viðbragðsáætlun. Skipuleggjendur leituðu ekki til okkar um samstarf
Athugasemdir