Engar ráðstafanir vegna kynferðisbrota á Aldrei fór ég suður: Ein nauðgun tilkynnt til lögreglu

Stúlka kvaðst hafa orð­ið fyr­ir árás óþekkts manns þeg­ar hún fór út til að kasta upp. Hann hafi kom­ið fram vilja sín­um. Sól­staf­ir gagn­rýna skipu­leggj­end­ur, bæj­ar­yf­ir­völd og lög­reglu fyr­ir að gera enga við­bragðs­áætl­un vegna kyn­ferð­is­brota.

Engar ráðstafanir vegna kynferðisbrota á Aldrei fór ég suður: Ein nauðgun tilkynnt til lögreglu
Gat ekki borið kennsl á gerandann Ein nauðgun var tilkynnt á Ísafirði um páskana. Gerandinn er óþekktur og hefur samkvæmt heimildum Stundarinnar ekki enn fundist. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Mynd: Shutterstock

Engar sérstakar ráðstafanir varðandi kynferðisbrot voru gerðar vegna tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður eða Skíðavikunnar sem haldin var á Ísafirði um páskana. Ein nauðgun var tilkynnt til lögreglu aðfararnótt föstudags, en samkvæmt heimildum Stundarinnar var þolanda hvorki boðin sálfræðiþjónusta né önnur félagsleg aðstoð að skýrslutöku hjá lögreglu lokinni.  

Heimildir Stundarinnar herma að atvikið hafi átt sér stað fyrir utan beitningaskúr á Ísafirði aðfaranótt föstudags. Stúlkan sem um ræðir hafi verið stödd í samkvæmi í skúrnum en farið út og komið sér fyrir milli tveggja gáma til þess að kasta upp. Samkvæmt framburði stúlkunnar hafi þá einhver komið aftan að henni, ráðist á hana kynferðislega og náð fram vilja sínum. Stúlkan mun ekki hafa getað borið kennsl á manninn, en verið með sjáanlega áverka eftir árásina. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu. 

Engar sérstakar ráðstafanir vegna kynferðisbrota

„Hvergi var gert ráð fyrir að eitthvað gæti farið úrskeiðis,“ segir Lísbet Harðardóttir starfsmaður Sólstafa, systrasamtaka Stígamóta, í samtali við Stundina. „Það var engin bakvakt vegna kynferðisbrota og engin viðbragðsáætlun. Skipuleggjendur leituðu ekki til okkar um samstarf 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár