Tvær stjörnur
Heimska
Eiríkur Örn Norðdahl
Útgefandi: Mál og menning
166 blaðsíður
Eiríkur Örn Nordahl er fjörlegur rithöfundur og hugmyndaríkur. Það getur verið gaman að lesa texta eftir hann því hann er frjór og uppfinningasamur í orðavali og -notkun. Í nýjustu skáldsögu sinni, Heimsku, notar hann til dæmis orðið „meðgöngubolli“ um „take away cup“ af kaffi en ég held að ég hafi ekki áður séð þetta orð notað á prenti þó gúggl sýni fram á að það hafi verið notað að minnsta kosti einu sinni áður á netinu. Kaffikorginn kallar hann svo „botnleðju“ og eitt skipti „nötrar“ sögupersóna af þynnku. Það eru svona atriði sem gera það að verkum að það er forvitnilegt að lesa Eirík Örn; í gegnum skáldsöguna hnaut ég um svona lítil atriði aftur og aftur. Þessi vissa um að Eiríkur Örn muni segja eitthvað sniðugt, eða orða eitthvað skemmtilega, rekur lesandann - að minnsta kosti mig - meðal annars áfram.
Bókin gerist að hluta til á Ísafirði, heimabæ Eiríks Arnar, og er sögusviðið bræðingur nútíðar og framtíðar. Sagan segir frá rithöfundunum og
Athugasemdir