Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ellefu fylgdarlaus flóttabörn á Íslandi: „Þeim finnst að enginn vilji sjá þau“

Tals­mað­ur hæl­is­leit­enda hjá Rauða kross­in­um seg­ir úr­ræði nauð­syn­lega vanta sem gagn­ist börn­um og ung­menn­um allt að 22 ára göml­um.

Ellefu fylgdarlaus flóttabörn á Íslandi: „Þeim finnst að enginn vilji sjá þau“
Guðríður Lára Þrastardóttir Talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands. Mynd: Kristinn Magnússon

Ellefu fylgdarlaus börn bíða úrlausnar sinna mála hér á landi. Í hópnum eru meðal annars krakkar frá Sýrlandi, Írak, Marokkó, Alsír, Túnis og Sómalíu, sem mörg hafa varið löngum tíma í að ferðast í gegnum Evrópu. Þau hafa verið hér frá nokkrum vikum upp undir ár og bíða þess og vona að þau geti hafið nýtt líf. Guðríður Lára Þrastardóttir, talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum, hefur hitt þau flest og sett sig inn í mál þeirra. Hún segir þeim líða illa. „Þau tala sum um að þau vilji ekki lifa lengur. Þau vilja bara lifa eðlilegu lífi og ganga í skóla en fá ekki að gera það. Þeim finnst að enginn vilji sjá þau.“

Eitt barnanna er hinn sextán ára Muhiyo Hamud frá Sómalíu. Hann var fjórtán ára þegar hann flúði Sómalíu eftir að hafa verið í haldi hryðjuverkasamtakanna Alshabab og komst lífs af þegar bát hans hvolfdi á leiðinni yfir Miðjarðarhafið. Hann hefur tvisvar reynt að svipta sig lífi. Hælisumsókn hans var synjað í Svíþjóð og nú hefur hann beðið í 7 mánuði eftir því að mál hans verði tekið upp hér á landi. Hann deilir sögu sinni í nýjasta tölublaði Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár