Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ekki deyja úr hreyfingarleysi

Hreyf­ing­ar­leysi er ein helsta ástæða margra stærstu heil­brigð­is­vanda­mála heims. Tæki­fær­in til já­kvæðr­ar og heilsu­efl­andi hreyf­ing­ar eru allt í kring­um okk­ur.

Ekki deyja úr hreyfingarleysi

Gildi hreyfingar kemur sífellt betur og betur í ljós. Mörg af stærstu heilbrigðisvandamálum heims má rekja beint til hreyfingaleysis. Í síðustu tveimur tölublöðum Stundarinnar hefur verið rætt við lækna og sjúkraþjálfara um hreyfingu og heilbrigðismál. Allir hafa undirstrikað gildi hreyfingar sem lykilinn að bættri heilsu. 

Samkvæmt ráðleggingum Landlæknis eiga börn og unglingar að hreyfa sig minnst 60 mínútur á dag og aðrir minnst 30 mínútur. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnunni (WHO) er hreyfingarleysi ein af tíu helstu ástæðum dauðsfalla í heiminum og helsti áhættuþátturinn þegar kemur að öðrum sjúkdómum en smitsjúkdómum. Samkvæmt WHO hreyfa 80% af börnum á áldrinum 11-17 ára sig of lítið. Bakverkir eru eitt dýrasta heilbrigðisvandamál heims þegar beinn og óbeinn kostnaður eru lagður saman. Helsta orsökin er kyrrseta og hreyfingarleysi.

En hreyfing þarf ekki að þýða að hlaupa hálfmaraþon eða að æfa eins og afreksíþróttamaður. Hún þarf heldur ekki að kosta mikið. Margir binda hreyfingu sína við einhvern einn stað. Til dæmis líkamsræktarstöð. Ef ekki gefst tími til að mæta þangað dettur „átakið“ upp fyrir. En tækifæri til jákvæðrar og uppbyggjandi hreyfingar eru allt í kringum okkur. Stundin tók saman nokkrar leiðir til að stunda fría eða ódýra hreyfingu á Höfuðborgarsvæðinu þar sem allir í fjölskyldunni geta tekið þátt. 

 

Ganga og útihlaup

Eitt vinsælasta form hreyfingar eru ganga og hlaup. Það er einfalt að reima á sig skóna og leggja af stað. Fyrir fólk á landsbyggðinni er náttúran við þröskuldinn en fyrir borgarbúa er oftast stutt að fara til að komast út úr umferð og þéttustu byggð. 

Laugardalur, Fossvogur, Elliðaárdalur, Klambratún, Grótta, Heiðmörk, Skammidalur, Hafravatn, Rauðavatn og Elliðavatn, Bessastaðasvæðið, Laugarnes, Öskjuhlíð, Gufunes og margir fleiri eru staðir sem bjóða upp á fjölmargar göngu- og hlaupaleiðir. 

Fyrir utan öll þau jákvæðu áhrif sem ganga og hlaup hafa á andlega líðan og heilsu getur brennsla einnig verið töluverð. Hún veltur þó á því hversu rösklega er gengið eða hlaupið. 

Brennsla (hitaeiningar) á 30 mínútum
Ganga (5,5 km/klst); 120-178 
Ganga (7 km/klst); 135-200 
Skokka (8 km/klst); 240-355
Skokka (10 km/klst); 300-444 
Hlaupa (15 km/klst); 495-733 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár