„Einn helsti kostur Íslendinga er að við erum þjóð sem leysir eigin vandamál, þjóð sem lætur ekki segja sér fyrir verkum, þjóð sem vill og getur stjórnað sér sjálf. Þess vegna kallar almenningur eðlilega í auknum mæli eftir beinu lýðræði og við því þarf að bregaðst. Síðustu ár hafa hins vegar sýnt okkur að fullveldið er ekki síður mikilvægt þjóðinni, en beina lýðræðið.“
Þetta sagði Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins í umræðum eftir stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Bar hann þróun mála á Íslandi eftir hrun saman við skuldavanda Grikklands.
Athugasemdir