Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hægrisinnaðasta ríkisstjórn lýðveldissögunnar er á teikniborðinu

Bjarni Bene­dikts­son og Bene­dikt Jó­hann­es­son hafa rætt sam­an og Björt fram­tíð tek­ur ágæt­lega í hug­mynd um hægri stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki og Við­reisn. Tals­menn at­vinnu­lífs­ins eru áber­andi í fram­varð­ar­sveit Við­reisn­ar.

Hægrisinnaðasta ríkisstjórn lýðveldissögunnar er á teikniborðinu
Skoða samstarf með Sjálfstæðisflokki Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, með Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, á kosninganótt. Mynd: Pressphotos

Nánast hrein hægri stjórn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar með hjálp Bjartrar framtíðar er á teikniborðinu.

Bjarni Benediktsson ræddi við Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar, í síma í gær og foryrsta Bjartrar framtíðar virðist hlynnt viðræðunum.

Líklegt er að um verði að ræða hægrisinnuðustu ríkisstjórn lýðveldissögunnar, þar sem Viðreisn er lengra til hægri en hinn hefðbundni samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokkurinn. Fyrri ríkisstjórnir hafa flestar verið samsettar af Sjálfstæðisflokki með Framsóknarflokki eða vinstri flokki, fyrir utan undantekningar eins og minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins í nokkra mánuði um 1950, og vinstri stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna 2009 til 2013.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði í gærkvöldi að „menn [væru] að hittast í fjölmiðlum og njósna hvað hinir eru að hugsa“. „Þetta er allt fyrir opnum tjöldum og gegnsæið rosalegt,“ sagði Benedikt. Síðar neitaði hann að svara hvort hann hefði rætt við Bjarna Benediktsson. „Ég er á þeirri skoðun að stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður eigi ekki að eiga sér stað á síðum blaðanna. Við verðum að vanda til verka.“

Atvinnulífsstjórn

Líklegt er að talsmenn atvinnulífsins yrðu áberandi í hægri stjórninni og að lögð verði áhersla á að gæta að hag fyrirtækja, en stunda aðhald í ríkisútgjöldum og umsvifum hins opinbera. Þá er einkavæðing og einkarekstur líklegri í slíkri ríkisstjórn, til dæmis í heilbrigðis- og menntakerfinu. Áhersla á skattalækkanir, ekki síst á fyrirtæki, er líklegri í slíkri ríkisstjórn en nokkurri annarri.

Þorgerður KatrínVar menntamálaráðherra í ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Gera má ráð fyrir því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ráðherra Sjálftæðisflokksins og forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins, verði ráðherra, og svo Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þorsteinn vakti athygli þegar hann varð málsvari þess að almenningur fengi sem minnstar launahækkanir, svo forðast mætti verðbólgu. Hann varaði við því í fyrra að launahækkanir mættu ekki verða meira en 3 til 4 prósent. „Við erum einfaldlega komin á endastöð,“ sagði hann. „Við erum að gera miklu meira en að hringja viðvörunarbjöllum. Við erum í raun og veru í krísuástandi. Við höfum vaxandi áhyggjur af raungengi íslensku krónunnar á mælikvarða launa, það er hvernig launakostnaður fyrirtækja hér er að hækka í samanburði við nágrannalönd okkar.“

„Það færðist töluverður ótti yfir kjósendur varðandi hreina nýja vinstristjórn“

Þorsteinn sagði við úrslit kosninganna að meginniðurstaða þeirra hefði verið að kjósendur höfnuðu vinstri stjórn. „Það blasir náttúrulega við að þjóðin var að hafna hugmyndum um vinstristjórn og það hafði töluverð áhrif á kosningarnar. Við fundum það á síðustu vikunni að það færðist töluverður ótti yfir kjósendur varðandi hreina nýja vinstristjórn.  Ég held að það séu nú megin skilaboðin sem megi lesa út úr þessum kosningum.“

Helstu sigurvegarar kosninganna um helgina voru Viðreisn, sem fékk sjö nýja þingmenn, Píratar, sem fengu sex nýja, Vinstri grænir þrjá nýja og Sjálfstæðiflokkurinn tvo nýja.

Aðrir líklegir ráðherrar eru Hanna Katrín Friðriksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Icepharma, og Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, ásamt Benedikt Jóhannessyni, fjárfesti, útgefanda og formanni Viðreisnar.

Horft til BjarnaSjálfstæðisflokkurinn fékk 29% atkvæða í Alþingiskosningunum og komst í lykilstöðu.

Stefna flokkanna fellur vel saman

Slík ríkisstjórn væri tæp, með aðeins 32 þingmenn gegn 31 þingmanni stjórnarandstöðu, með sama meirihluta og Nýsköpunarstjórnin 1944 til 1947 og Viðreisnarstjórnin 1963 til 1971, sem samsett var af hægri og vinstri flokki, Sjálfstæðis- og Aþýðuflokki. Allir flokkarnir þrír eru í kringum miðju eða hægra megin við hana í efnahagslegu tilliti. Helsti ágreiningurinn gæti legið í sjávarútvegsmálum, þar sem Viðreisn hafði talað fyrir uppboði á aflaheimildum, en Sjálfstæðisflokkurinn staðið gegn því. Auk þess hafa Viðreisn og Björt framtíð talað fyrir umbótum á styrkjakerfi í landbúnaði og aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Þorsteinn Víglundsson hjá Viðreisn sagði í viðtali eftir kosningarnar að ná þyrfti „sátt“ í sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum og svo lausn í Evrópumálum. Bjarni Benediktsson hefur sagt, eins og fyrir síðustu kosningar á undan, að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu sé óumflýjanleg. Viðreisn var stofnuð vegna óánægju með að Sjálfstæðisflokkurinn sveik loforð um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu á síðasta kjörtímabili.

Þá falla stefnur Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ágætlega saman. Í þeirri ríkisstjórn hefur enginn útilokað samstarf við annan, ólíkt flestum öðrum mögulegum ríkisstjórnarsamstörfum.

Stefna Bjartrar framtíðar er auk þess nægilega opin til þess að rúma mismunandi samstarf. Flokkurinn vill þannig uppboð aflaheimilda eða endurskoðun núverandi kerfis, en aðrir flokkar, utan Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, studdu uppboð aflaheimilda. „Það þarf að gera með gagngerri endurskoðun núverandi veiðigjaldakerfis eða uppboði á aflaheimildum með skilyrðum sem tryggja m.a. nægilegan varanleika og rekstraröryggi hjá þeim sem gera út og stunda fiskvinnslu og koma í veg fyrir of mikla samþjöppun og tryggja raunverulega og virka samkeppni um aflaheimildir.“

Viðreisn vill að „tekið verði upp markaðstengt auðlindagjald í sjávarútvegi.“

Óttar Proppé útskýrir samstarfsmöguleikann

Óttar útskýrði á Bylgjunni í morgun hvernig tæpur meirihluti gæti verið jákvæð staða. „Við upplifðum það á þessu kjörtímabili sem var að líða að ríkisstjórnin hafði mjög sterkan meirihluta og hafði tilhneigingu til að gera hlutina dálítið ein og án þess að vinna með öðrum flokkum í stjórnarandstöðunni.“ Hann tók fram að svona hefði ekki verið um öll mál.

Þá lýsti Óttar því að þótt Björt framtíð væri langt frá Sjálfstæðisflokknum í afstöðu snerust stjórnmál einmitt um að ná saman.

„Málefnalega var svo mjög langt á milli okkar og sjálfstæðismanna, en það er sagt að pólitík á að vera list hins ómögulega þannig hún á að vera list möguleika manna til að ræða sig saman um flókin málefni þó þeir séu kannski ekki sammála til að byrja með.“

Forsetinn hittir formennina

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mun eiga fundi í dag með öllum formönnum flokka sem náðu fulltrúa inn á Alþingi. Hann hittir þá í stærðarröð, samkvæmt tilkynningu frá forsetaembættinu.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við Morgunblaðið í morgun að hann hefði rætt við „nokkra flokksformenn“ og að ekkert væri líklegra umfram annað. Hins vegar taldi hann stjórnarmyndunarviðræður ekki þurfa að taka langan tíma. „Ég er bara sann­færður um að það þurfi ekk­ert að taka mjög lang­an tíma þó það þurfi ein­hvern meðgöngu­tíma.“ 

Aðspurður sagðist Bjarni ekki útiloka samstarf við Vinstri græna, en þriðja flokk þyrfti til að mynda slíka ríkisstjórn. „Það eru margir kostir í stöðunni,“ sagði hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár