Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Eggert var sjálfur sakborningur þegar hann skrifaði bók um sérstakan saksóknara

Rit­stjóri DV var grun­að­ur um skatta­laga­brot og stóð rann­sókn yf­ir með­an hann skrif­aði bók sína með gagn­rýni á með­ferð sak­born­inga. Hann lík­ir sér við hæl­is­leit­and­ann Tony Omos og vill fá refs­ingu yf­ir þeim sem benti á mál­ið.

Eggert var sjálfur sakborningur þegar hann skrifaði bók um sérstakan saksóknara
Ritstjóri DV Eggert segir að rannsókn gegn sér hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu bókar sinnar. Mynd: Hringbraut.is

Eggert Skúlason, ritstjóri DV, sem hefur gefið út bók með þá niðurstöðu að rannsóknir á efnahagsglæpum eftir hrun séu að hluta „ofsóknir“ og líkist Geirfinnsmálinu, var sjálfur rannsakaður af sérstökum saksóknara vegna milljónagreiðslna í gegnum aflandsfélag. Málið var að lokum fellt niður.

Eggert var í rannsókn vegna skattalagabrot á árunum 2012 til 2014, sama tíma og hann skrifaði bók sína Andersenskjölin - rannsóknir eða ofsóknir? Í bókinni eru felldir áfellisdómar yfir sömu stofnun og rannsakaði Eggert. Heimildir Stundarinnar herma að aflandsfélagið sé skráð í Lúxemborg og að hann hafi verið yfirheyrður oftar en einu sinni vegna rannsóknarinnar. 

Eggert vill fá refsingu gegn þeim sem kunni að hafa sent Stundinni ábendingu um málið.

Sendi yfirlýsingu á Pressuna eftir spurningar Stundarinnar

Stundin spurði Eggert út í málið í gær. „Því máli er lokið með mínum sigri gegn sérstökum. Mér voru dæmd málsvarnarlaun, málið er dautt. Þetta var skattalegur ágreiningur og ég ætla ekki að fara út í smáatriðin,“ sagði hann.

Eftir að Stundin spurði Eggert út í málið í gær sendi hann yfirlýsingu á Pressuna.is. Pressan rekin af sömu aðilum og í sama húsnæði og DV, þar sem Eggert er ritstjóri. Í yfirlýsingunni segir hann að málið hefði verið fellt niður eftir að hann vann mál fyrir yfirskattsnefnd „að stærstum hluta“. Í yfirlýsingu Eggerts kom fram að hann hefði fengið 7 milljónir króna í arðgreiðslur frá erlendum félögum sínum, sem rannsóknin sneri að.

Eggert neitaði í samtali við Stundina í dag að upplýsa hvað aflandsfélag hans heitir eða veita frekari upplýsingar um málið. Í gærkvöldi líkti hann síðan líkti sjálfum sér við flóttamanninn Tony Omos á Facebook-síðu sinni vegna spurninga Stundarinnar og í morgun fullyrti hann á Bítinu í morgun að upplýsingum um hann hafi verið lekið frá eftirlitsstofnunum til að koma höggi á hann.

„Í dag er ég Tony Omos. Hver ætlar að rannsaka þennan leka?“

Líkir sér við flóttamanninn Tony Omos

Á Facebook-síðu sinni kallar Eggert eftir rannsókn á meintum leka til Stundarinnar. Í því samhengi líkir hann sér við Tony Omos, flóttamanns sem aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra lak persónuupplýsingum um til fjölmiðla í pólitískum tilgangi. „Í dag er ég Tony Omos. Hver ætlar að rannsaka þennan leka? [...] Andersen skjölin Rannsóknir eða ofsóknir er sjö kaflar. Nú hefur hinn áttundi bæst við. Þessi leki á upplýsingum getur ekki komið frá neinum öðrum en kerfinu sjálfu. Þessi leki staðfestir allt sem Andersen skjölin Rannsóknir eða ofsóknir fjallar um. Ég velti því fyrir mér hvar við erum stödd? Ef einhver vogar sér að gagnrýna kerfið eða benda á veikleika þarf sá hinn sami að sæta því að upplýsingum um hann er lekið til að koma höggi á viðkomandi. Hvaðan kemur mönnum slíkt vald. Ég hvet alla til að lesa bókina og setja hana í samhengi við þennan síðasta leka,“ skrifar Eggert.

Ætlaði ekki að tala um málið

Eggert fór mikinn á Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að rannsóknir gegn stjórnendum föllnu bankanna sé ljótur blettur á íslensku samfélagi. Hann hélt enn fremur uppi þeirri kenningu að „kerfið“ væri að reyna að taka hann niður. „Það hefur verið borið á mig að ég hafi skrifað þetta fyrir auðmenn. Ég upplýsi á fésbókarsíðunni minni í gær að ég var einn af þessum 400. Ég var sakborningur hjá sérstökum saksóknara. Ætlaði nú ekki að vera að tala um það, en mínu máli, sem er gamalt og ég vann, var lekið til Stundarinnar. Þetta er sjö kafla bók en í gær skrifaði áttundi kaflinn sig. Kerfið ver sig og ef þú gagnrýnir þá of mikið þá verður lekið um þig upplýsingum og þú ert einfaldlega tekinn niður. Ég ákvað, eftir að Stundin hringdi í mig, að ég birti stutt um þetta mál mitt. En það er akkúrat þetta sem bókin er að segja. Þessi leki á mínu máli til Stundarinnar staðfesti allar 252 blaðsíðurnar,“ sagði Eggert.

Vill rannsóknir á rannsóknunum

Eggert hafnar því að sú staðreynd að hann hafi verið í rannsókn fyrir efnahagsbrot hafi haft áhrif á niðurstöðu bók sinnar, sem er mjög gagnrýnin á fjármálaeftirlitsstofnanir. Í niðurlagskafla bókarinnar er rannsóknum eftir bankahrunið líkt við Guðmundar- og Geirfinnsmálið og hefst bókin á orðunum rómverska skáldsins Juvenalis: „Quis custodiet ipsos custodes?“ sem má íslenska sem: hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Í niðurstöðukafla bókarinnar kallar Eggert eftir að opinbert fjármagn verði sett í rannsóknir á rannsóknunum eftir hrun.

„Mér segir svo hugur um að það ástand og sú misnotkun valds, sem átti sér stað gagnvart fjölda einstaklinga eftir hrun bankanna, muni lifa með þjóðinni líkt og Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Hér eru einungis örfá dæmi um einstaklinga sem telja sig hafa verið misrétti beitta. Málin eru miklu fleiri. Verða þessi mögulegu réttarbrot gegn mannréttindum einstaklinga rannsökuð? Opinberir aðilar hafa eytt fjármunum í ómerkilegri rannsóknir.“

Skrifar bókina sem sakborningur

Eggert upplýsir það í gær hjá Pressunni að hann hafi verið með stöðu sakbornings hjá embætti sérstaks saksóknara frá 2012 til 2014. Í heimildarskrá bókarinnar kemur skýrt fram að nær öll heimildarvinna bókarinnar hafi verið unnin árin 2013 og 2014.  Hann hefur því verið að skrifa um sömu aðila og rannsökuðu hann, án þess að hann gæfi það upp.

Í samtali við Stundina hafnar Eggert því að þessi staðreynd hafi haft áhrif á hlutleysi sitt. „Það er öllum frjálst að rannsaka allt og alla. Svo geta allir leitað réttar síns. Þannig virkar kerfið. Mér finnst þetta ekki skipta máli. Það eru margir sem lenda í rannsóknum sem eru sýknaðir og ræða aldrei um það,“ segir Eggert.

„Ég minni þig á að leki á svona upplýsingum, hann er trúnaðarbrot og varðar refsingu hjá þeim sem lak.“ 

Varar við lekum

Eggert varaði blaðamann við í gær að leki á upplýsingum um rannsóknir einstaklinga varða lög. „Ég minni þig á að leki á svona upplýsingum, hann er trúnaðarbrot og varðar refsingu hjá þeim sem lak,“ segir Eggert. Hann hafnar því þó að honum sé illa við leka. „Það er ekki rétt hjá þér. Það er um svona leka sem menn töluðu um, en ég lýsti ekki skoðun á í bókinni. Það á bara að lesa línurnar, ekkert á milli þeirra. Það koma margir lekar við sögu og gera það eflaust á hverjum degi, misalvarlegir. Þarna í bókinni var sagt frá nokkrum,“ segir Eggert.

Björn Ingi Hrafnsson
Björn Ingi Hrafnsson Eftir að Björn Ingi Hrafnsson eignaðist DV gerði hann Eggert Skúlason, almannatengil og fyrrverandi kosningastjóra hans, að ritstjóra.

Eggert tók við sem ritstjóri DV um áramótin, eftir að Björn Ingi Hrafnsson, Sigurður G. Guðjónsson lögmaður og fleiri stóðu að yfirtöku á blaðinu, en bók hans fjallar að hluta um leka til þess blaðs árin eftir hrun, sem leiddu til afhjúpana á mörgum málum sem tengjast starfsemi bankanna og athafnamanna í aðdraganda og eftirleik hrunsins. Hvað varðar það hvort hann myndi birta grein byggða á slíkum leka í dag segist Eggert það fara eftir hverju tilviki. „Ég myndi að sjálfsögðu skoða það í hverju tilviki fyrir sig,“ segir Eggert.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár