Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Eggert var sjálfur sakborningur þegar hann skrifaði bók um sérstakan saksóknara

Rit­stjóri DV var grun­að­ur um skatta­laga­brot og stóð rann­sókn yf­ir með­an hann skrif­aði bók sína með gagn­rýni á með­ferð sak­born­inga. Hann lík­ir sér við hæl­is­leit­and­ann Tony Omos og vill fá refs­ingu yf­ir þeim sem benti á mál­ið.

Eggert var sjálfur sakborningur þegar hann skrifaði bók um sérstakan saksóknara
Ritstjóri DV Eggert segir að rannsókn gegn sér hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu bókar sinnar. Mynd: Hringbraut.is

Eggert Skúlason, ritstjóri DV, sem hefur gefið út bók með þá niðurstöðu að rannsóknir á efnahagsglæpum eftir hrun séu að hluta „ofsóknir“ og líkist Geirfinnsmálinu, var sjálfur rannsakaður af sérstökum saksóknara vegna milljónagreiðslna í gegnum aflandsfélag. Málið var að lokum fellt niður.

Eggert var í rannsókn vegna skattalagabrot á árunum 2012 til 2014, sama tíma og hann skrifaði bók sína Andersenskjölin - rannsóknir eða ofsóknir? Í bókinni eru felldir áfellisdómar yfir sömu stofnun og rannsakaði Eggert. Heimildir Stundarinnar herma að aflandsfélagið sé skráð í Lúxemborg og að hann hafi verið yfirheyrður oftar en einu sinni vegna rannsóknarinnar. 

Eggert vill fá refsingu gegn þeim sem kunni að hafa sent Stundinni ábendingu um málið.

Sendi yfirlýsingu á Pressuna eftir spurningar Stundarinnar

Stundin spurði Eggert út í málið í gær. „Því máli er lokið með mínum sigri gegn sérstökum. Mér voru dæmd málsvarnarlaun, málið er dautt. Þetta var skattalegur ágreiningur og ég ætla ekki að fara út í smáatriðin,“ sagði hann.

Eftir að Stundin spurði Eggert út í málið í gær sendi hann yfirlýsingu á Pressuna.is. Pressan rekin af sömu aðilum og í sama húsnæði og DV, þar sem Eggert er ritstjóri. Í yfirlýsingunni segir hann að málið hefði verið fellt niður eftir að hann vann mál fyrir yfirskattsnefnd „að stærstum hluta“. Í yfirlýsingu Eggerts kom fram að hann hefði fengið 7 milljónir króna í arðgreiðslur frá erlendum félögum sínum, sem rannsóknin sneri að.

Eggert neitaði í samtali við Stundina í dag að upplýsa hvað aflandsfélag hans heitir eða veita frekari upplýsingar um málið. Í gærkvöldi líkti hann síðan líkti sjálfum sér við flóttamanninn Tony Omos á Facebook-síðu sinni vegna spurninga Stundarinnar og í morgun fullyrti hann á Bítinu í morgun að upplýsingum um hann hafi verið lekið frá eftirlitsstofnunum til að koma höggi á hann.

„Í dag er ég Tony Omos. Hver ætlar að rannsaka þennan leka?“

Líkir sér við flóttamanninn Tony Omos

Á Facebook-síðu sinni kallar Eggert eftir rannsókn á meintum leka til Stundarinnar. Í því samhengi líkir hann sér við Tony Omos, flóttamanns sem aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra lak persónuupplýsingum um til fjölmiðla í pólitískum tilgangi. „Í dag er ég Tony Omos. Hver ætlar að rannsaka þennan leka? [...] Andersen skjölin Rannsóknir eða ofsóknir er sjö kaflar. Nú hefur hinn áttundi bæst við. Þessi leki á upplýsingum getur ekki komið frá neinum öðrum en kerfinu sjálfu. Þessi leki staðfestir allt sem Andersen skjölin Rannsóknir eða ofsóknir fjallar um. Ég velti því fyrir mér hvar við erum stödd? Ef einhver vogar sér að gagnrýna kerfið eða benda á veikleika þarf sá hinn sami að sæta því að upplýsingum um hann er lekið til að koma höggi á viðkomandi. Hvaðan kemur mönnum slíkt vald. Ég hvet alla til að lesa bókina og setja hana í samhengi við þennan síðasta leka,“ skrifar Eggert.

Ætlaði ekki að tala um málið

Eggert fór mikinn á Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að rannsóknir gegn stjórnendum föllnu bankanna sé ljótur blettur á íslensku samfélagi. Hann hélt enn fremur uppi þeirri kenningu að „kerfið“ væri að reyna að taka hann niður. „Það hefur verið borið á mig að ég hafi skrifað þetta fyrir auðmenn. Ég upplýsi á fésbókarsíðunni minni í gær að ég var einn af þessum 400. Ég var sakborningur hjá sérstökum saksóknara. Ætlaði nú ekki að vera að tala um það, en mínu máli, sem er gamalt og ég vann, var lekið til Stundarinnar. Þetta er sjö kafla bók en í gær skrifaði áttundi kaflinn sig. Kerfið ver sig og ef þú gagnrýnir þá of mikið þá verður lekið um þig upplýsingum og þú ert einfaldlega tekinn niður. Ég ákvað, eftir að Stundin hringdi í mig, að ég birti stutt um þetta mál mitt. En það er akkúrat þetta sem bókin er að segja. Þessi leki á mínu máli til Stundarinnar staðfesti allar 252 blaðsíðurnar,“ sagði Eggert.

Vill rannsóknir á rannsóknunum

Eggert hafnar því að sú staðreynd að hann hafi verið í rannsókn fyrir efnahagsbrot hafi haft áhrif á niðurstöðu bók sinnar, sem er mjög gagnrýnin á fjármálaeftirlitsstofnanir. Í niðurlagskafla bókarinnar er rannsóknum eftir bankahrunið líkt við Guðmundar- og Geirfinnsmálið og hefst bókin á orðunum rómverska skáldsins Juvenalis: „Quis custodiet ipsos custodes?“ sem má íslenska sem: hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Í niðurstöðukafla bókarinnar kallar Eggert eftir að opinbert fjármagn verði sett í rannsóknir á rannsóknunum eftir hrun.

„Mér segir svo hugur um að það ástand og sú misnotkun valds, sem átti sér stað gagnvart fjölda einstaklinga eftir hrun bankanna, muni lifa með þjóðinni líkt og Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Hér eru einungis örfá dæmi um einstaklinga sem telja sig hafa verið misrétti beitta. Málin eru miklu fleiri. Verða þessi mögulegu réttarbrot gegn mannréttindum einstaklinga rannsökuð? Opinberir aðilar hafa eytt fjármunum í ómerkilegri rannsóknir.“

Skrifar bókina sem sakborningur

Eggert upplýsir það í gær hjá Pressunni að hann hafi verið með stöðu sakbornings hjá embætti sérstaks saksóknara frá 2012 til 2014. Í heimildarskrá bókarinnar kemur skýrt fram að nær öll heimildarvinna bókarinnar hafi verið unnin árin 2013 og 2014.  Hann hefur því verið að skrifa um sömu aðila og rannsökuðu hann, án þess að hann gæfi það upp.

Í samtali við Stundina hafnar Eggert því að þessi staðreynd hafi haft áhrif á hlutleysi sitt. „Það er öllum frjálst að rannsaka allt og alla. Svo geta allir leitað réttar síns. Þannig virkar kerfið. Mér finnst þetta ekki skipta máli. Það eru margir sem lenda í rannsóknum sem eru sýknaðir og ræða aldrei um það,“ segir Eggert.

„Ég minni þig á að leki á svona upplýsingum, hann er trúnaðarbrot og varðar refsingu hjá þeim sem lak.“ 

Varar við lekum

Eggert varaði blaðamann við í gær að leki á upplýsingum um rannsóknir einstaklinga varða lög. „Ég minni þig á að leki á svona upplýsingum, hann er trúnaðarbrot og varðar refsingu hjá þeim sem lak,“ segir Eggert. Hann hafnar því þó að honum sé illa við leka. „Það er ekki rétt hjá þér. Það er um svona leka sem menn töluðu um, en ég lýsti ekki skoðun á í bókinni. Það á bara að lesa línurnar, ekkert á milli þeirra. Það koma margir lekar við sögu og gera það eflaust á hverjum degi, misalvarlegir. Þarna í bókinni var sagt frá nokkrum,“ segir Eggert.

Björn Ingi Hrafnsson
Björn Ingi Hrafnsson Eftir að Björn Ingi Hrafnsson eignaðist DV gerði hann Eggert Skúlason, almannatengil og fyrrverandi kosningastjóra hans, að ritstjóra.

Eggert tók við sem ritstjóri DV um áramótin, eftir að Björn Ingi Hrafnsson, Sigurður G. Guðjónsson lögmaður og fleiri stóðu að yfirtöku á blaðinu, en bók hans fjallar að hluta um leka til þess blaðs árin eftir hrun, sem leiddu til afhjúpana á mörgum málum sem tengjast starfsemi bankanna og athafnamanna í aðdraganda og eftirleik hrunsins. Hvað varðar það hvort hann myndi birta grein byggða á slíkum leka í dag segist Eggert það fara eftir hverju tilviki. „Ég myndi að sjálfsögðu skoða það í hverju tilviki fyrir sig,“ segir Eggert.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
6
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu